Vikubyrjun 3. apríl 2018
Vikan framundan
- Á fimmtudag er aðalfundur Seðlabanka Íslands og útgáfa ársskýrslu bankans.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn útreikning á raungengi og yfirlit yfir gjaldeyrismarkað og krónumarkað.
Mynd vikunnar
Síðustu misseri hafa tveir gagnstæðir kraftar togast á í verðbólguþróun hér á landi, húsnæðisverð til hækkunar og innfluttar vörur til lækkunar. Það hefur lengi verið ljóst að hvorki svona miklar hækkanir á húsnæði né svona miklar lækkanir á innfluttum vörum geti haldið áfram endalaust. Dregið hefur úr framlagi þessara tveggja liða síðan síðasta sumar. Síðustu mánuði hefur hins vegar framlag húsnæðis til hækkunar verðbólgu haldist óbreytt á meðan framlag innfluttra vara til lækkunar hefur haldið áfram að minnka. Þetta er helsta skýring þess að verðbólgan fór yfir markmið núna í mars.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,56% milli mánaða og fór verðbólgan þar með yfir markmið í fyrsta sinn í 4 ár.
- Fjárfesting í sjávarútvegi nam 37 mö.kr. á síðasta ári og hefur ekki áður mælst jafnt mikil.
- Aflaverðmæti íslenskra skipa á síðasta ári dróst saman um 17% milli ára.
- Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 4% milli ára í febrúar.
- Landsmönnum fjölgaði um 3% fyrra.
- Vöruskiptahallinn í febrúar nam 17 mö.kr.
- RÚV birti ársreikning.
- Moody’s hækkaði lánshæfismat OR og Landsvirkjunar.