Vikan framundan
- Á fimmtudag er RIKB 21 0805 á gjalddaga.
- Á föstudag birtir Hagstofan niðurstöður út mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn.
Mynd vikunnar
Verðbólgan jókst nokkuð á síðasta ári. Aukninginn skýrist eingöngu af auknu framlagi innfluttra vara vegna veikingar á gengi krónunnar. Það sem af er þessu ári hefur verðbólgan verið nokkuð stöðug, en þrátt fyrir það hefur orðið breyting á samsetningu hennar. Framlag húsnæðis og þjónustu til verðbólgu hefur aukist á sama tíma og framlag innfluttra vara hefur dregist saman. Júlí er fyrsti mánuðurinn síðan heimsfaraldurinn skall á vorið 2020 sem framlag húsnæðis og þjónustu er hvort um sig hærra en framlag innfluttra vara.
Efnahagsmál
- Verðbólgan var óbreytt í 4,3% í júlí.
- Búferlaflutningar hafa tekið breytingum eftir að faraldurinn hófst.
- Aðrar greinar en ferðaþjónustan virðast hafa sloppið nokkuð vel frá kreppunni.
- Hagstofan birti:
- Mannfjölda á 2F.
- Nýskráningar og gjaldþrot hluta- og einkahlutafélaga í júní .
- Gistinætur í júní. - Seðlabankinn birti:
- Árshlutauppgjöf fyrir 1H.
- Fundargerð fjármálastöðugleikanefndar 28. – 29. júní. - Þjóðskrá birti hverjir eiga viðskipti með íbúðarhúsnæði á 2F.
- Ferðamálastofa birti Ferðþjónusta í tölum.
Fjármálamarkaðir
- Eftirfarandi félög birtu uppgjör í síðustu viku:
- Festi (fjárfestakynning).
- Arion banki.
- Íslandsbanki. - Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla og útboði ríkisbréfa.