Vikan framundan
- Í morgun birti Hagstofan vísitölu neysluverðs. Hagar birta 9 mánaða uppgjör í dag.
- Á þriðjudag birta Síminn og Icelandair 9 mánaða uppgjör.
- Á miðvikudag verður ný verðbólgu- og þjóðhagsspá Hagfræðideildar kynnt. Arion banki, Eik, Marel og Origo birta 9 mánaða uppgjör.
- Á fimmtudag birtir Sjóvá 9 mánaða uppgjör.
Mynd vikunnar
Á árunum 2013 til 2016 lækkuðu heildarskuldir heimilanna að raunvirði. Síðan í byrjun árs 2017 hafa skuldir heimilanna hins vegar hækkað á milli ára. Aukningin er eingöngu í lánum með veð í íbúðarhúsnæði, en aðrar skuldir eru enn að dragast saman að raunvirði. Húsnæðisverð hefur hækkað mikið undanfarin ár sem hefur skapað aukið veðrými í fasteignum. Þetta veðrými hefur verið hægt að nota til að fjármagna neyslu og endurfjármagna óhagstæðari lán með íbúðalánum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Landsbankinn, VÍS, TM, Kvika og Heimavellir birtu 9 mánaða uppgjör.
- Festi (áður N1) gaf frá sér jákvæða afkomuviðvörun.
- Hagstofan birti greiningu á rekstrar- og efnahagsreikningum viðskiptahagkerfisins út frá skattframtölum seinasta árs.
- Atvinnuleysi samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands var 1,5% í september.
- Launavísitalan hækkaði um 0,6% milli mánaða í september.
- Seðlabanki Íslands birti tölur um bankakerfið í september.
- Seðlabankinn birti einnig seinni fjármálastöðugleikaskýrslu ársins.
- Orkuveita Reykjavíkur lauk skuldabréfaútboði, Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaboði, Lánamál ríkisins lauk útboð ríkisvíxla.
- Lánasjóður sveitarfélaga birti endurskoðaða útgáfuáætlun.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 29. október 2018 (PDF)