Vikan framundan
- Á þriðjudag halda TM og Kvika banki hluthafafundi um fyrirhugaðan samruna þessara tveggja félaga.
- Á miðvikudag birtir Ferðamálastofa skýrslu sína Ferðaþjónusta í tölum.
Mynd vikunnar
Það kemur ekki á óvart þegar borin er saman þróun stýrivaxta hér á landi, Evrusvæðinu, Bandaríkjunum og Bretlandi frá 2000 að stýrivextir hafa verið mun hærri hér en á hinum efnahagssvæðunum allt tímabilið. Að meðaltali voru stýrivextir u.þ.b. 6,5 prósentustigum hærri hér á landi en á evrusvæðinu á árunum 2000 til 2018 og fór þessi munur hæst upp í 16 prósentur 2009. Frá því að núverandi vaxtalækkunarferli hófst 2019 hefur þessi munur hins vegar minnkað og er munurinn á stýrivöxtum hér á landi og á evrusvæðinu núna einungis 1,5 prósentustig.
Það helsta frá síðustu viku
- Peningastefnunefnd hélt vöxtum bankans óbreyttum á miðvikudag.
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,49% milli mánaða í mars og mælist verðbólga 4,3% í samanburði við 4,1% í febrúar.
- Fitch Ratings staðfesti óbreytta A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með neikvæðum horfum.
- Vísitala launa hækkaði um 0,3% milli mánaða í febrúar.
- Samtök Iðnaðarins birtu talningu á fjölda íbúða í byggingu á höfuðborgarsvæðinu.
- Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjármálaáætlun fyrir 2022-2026.
- Seðlabankinn birti Hagvísa.
- Hagstofan birti þjóðhagsspá, fjölda starfandi samkvæmt skrám, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni og mannfjölda 1. jan í 2020.
- Þjóðskrá birti mánaðarlega fasteignaveltu.
- Festi, Landsbankinn, Brim og Eimskip héldu aðalfundi.
- Orkuveita Reykjavíkur tilkynnti um fyrirhugaða skuldabréfaútgáfu í ár.
- Íslandsbanki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Iceland Seafood lauk víxlaútboði, Reitir lauk skuldabréfaútboði.