Vikubyrjun 29. apríl
Vikan framundan
- Klukkan níu í morgun birti Hagstofan aprílmælingu vísitölu neysluverðs. Marel birtir árshlutauppgjör í lok dags í dag.
- Á þriðjudag birtir Síminn árshlutauppgjör.
- Á fimmtudag birta Landsbankinn og VÍS árshlutauppgjör.
- Á föstudag birtir síðan Icelandair árshlutauppgjör.
Mynd vikunnar
Frá fyrsta ársfjórðungi 2015, þegar skrifað var undir kjarasamninga ASÍ félaga og SA, fram til fyrsta ársfjórðungs í ár hefur verð á matarkörfu vísitölufjölskyldu, eins og Hagstofan mælir hana út frá rannsóknum á útgjöldum heimilanna, hækkað um 5,6%. Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs hækkað um 9,7%, vísitala launa um 35% og húsnæðiskostnaður um 40% á sama tímabili.
Ef við skoðum mismunandi undirflokka sést að innfluttar matvörur hafa almennt lækkað eða hækkað lítið á meðan innlendar matvörur hafa hækkað mun meira. Þetta var viðbúið, þar sem krónan hefur styrkst á meðan innlendur kostnaður hefur hækkað á þessu tímabili.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Ferðamálastofa birti niðurstöður úr könnun meðal Íslendinga um ferðalög 2018 og ferðaáform 2019.
- Hagstofan birti:
- Þjóðskrá birti upplýsingar um:
- Seðlabankinn birti talnaefni um:
- VÍS og Sjóvá birtu skýrslur um gjaldþol og fjárhagslega stöðu félaganna.
- Ekkert skuldabréfaútboð var í vikunni.
Hagtölur og markaðsupplýsingar









