Vikubyrjun 28. október
Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru bílar sem knúnir eru af grænum orkugjöfum að öllu leyti eða að hluta 26% nýrra skráninga það sem af er ári. Árið 2016 var sama hlutfall 10%. Í nýju hlaðvarpi hagfræðideildar Landsbankans, Markaðsumræðunni, er meðal annars fjallað um yfirvofandi orkuskipti og áhrif þeirra á skráð félög á hlutabréfamarkaði.
26. október 2019
Vikan framundan
- Klukkan 9 birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Brim birtir uppgjör eftir lokun markaða.
- Á þriðjudaginn birta Hagar og Síminn uppgjör.
- Á miðvikudag birtir Hagfræðideild nýja þjóðhags- og verðbólguspá á morgunfundi í Hörpu. Seðlabankinn birtir niðurstöður úr síðustu könnun á væntingum markaðsaðila þennan dag.
- Á fimmtudaginn birta Icelandair, Eik, Origo og Sjóvá uppgjör.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsspá.
Mynd vikunnar
Samkvæmt tölum frá Samgöngustofu voru bílar sem knúnir eru af grænum orkugjöfum að öllu leyti eða að hluta 26% nýrra skráninga það sem af er ári. Árið 2016 var sama hlutfall 10%. Í nýju hlaðvarpi hagfræðideildar Landsbankans, Markaðsumræðunni, er meðal annars fjallað um yfirvofandi orkuskipti og áhrif þeirra á skráð félög á hlutabréfamarkaði.
Það helsta frá vikunni sem leið
- VÍS (uppgjör, fjárfestakynning), TM (uppgjör), Marel (uppgjör, fjárfestakynning) og Landsbankinn (uppgjör) birtu uppgjör.
- Brim gerði samning um kaup á tveimur sjávarútvegsfyrirtækjum.
- Icelandair breytti flugáætlun sinni fyrir fyrstu tvo mánuði næsta árs.
- Hagstofan birti niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni auk þess að birta launavísitölu fyrir september.
- Ekkert skuldabréfaútboð var í vikunni, en bæði Lánasjóður sveitarfélaga og Lánamál ríkisins hættu við fyrirhuguð skuldabréfútboð í vikunni.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 28. október 2019 (PDF)
Þú gætir einnig haft áhuga á
![Símagreiðsla](https://images.prismic.io/landsbankinn/70729767-bf19-4cbd-bf24-fd48e37009c5_Simi-greida-naermynd.jpg?fit=max&w=3840&rect=5,0,1911,1433&q=50)
17. des. 2024
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra.
![Greiðsla](https://images.prismic.io/landsbankinn/c266d4e3-b30b-4c49-a81a-cffe2b7aacd4_LB_Greidslumidlun_detail1675.jpg?fit=max&w=3840&rect=109,0,1748,1311&q=50)
16. des. 2024
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
![Flutningaskip við Vestmannaeyjar](https://images.prismic.io/landsbankinn/eb63e91b-2dd7-49e6-b216-7219f2044d85_Flutningaskip-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=211,0,1709,1282&q=50)
16. des. 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
![Ferðamenn á jökli](https://images.prismic.io/landsbankinn/c17f4791-eaf2-4efc-94db-20bcd459b773_Ferdamenn-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=107,0,1707,1280&q=50)
12. des. 2024
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
![Flugvél](https://images.prismic.io/landsbankinn/e1391961-f110-41dc-ac25-5e13f760329c_Flugvel-loftmynd.jpg?fit=max&w=3840&rect=572,569,809,607&q=50)
9. des. 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/5fc948d2-5cfc-4e44-a006-18d925090af4_sj%C3%B3r+og+snj%C3%B3r.jpg?fit=max&w=3840&rect=107,0,1707,1280&q=50)
9. des. 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
![Flutningaskip](https://images.prismic.io/landsbankinn/0726d233-96f0-40e5-b26c-7c51ce7e3b01_Loftmynd-flutningaskip.jpg?fit=max&w=3840&rect=70,289,1007,755&q=50)
5. des. 2024
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
![](https://images.prismic.io/landsbankinn/028a0757-28f9-4183-b615-499104716808_Landsbankinn_Irma_Abstrakt_018.jpg?fit=max&w=3840&rect=0,140,1168,876&q=50)
3. des. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
![Sendibifreið og gámar](https://images.prismic.io/landsbankinn/e0c5f434-65b3-49bd-91d5-f0009bacbc1f_Gamar-sendibifreid-1920.jpg?fit=max&w=3840&rect=724,0,595,446&q=50)
2. des. 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
![Lyftari í vöruhúsi](https://images.prismic.io/landsbankinn/5425ce88-e83d-4d44-9c1f-5fb6b1fad732_Hagfraedideild-vorubretti.jpg?fit=max&w=3840&rect=405,0,3275,2456&q=50)
29. nóv. 2024
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.