27. maí 2024
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir VÍS uppgjör.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir maí, við spáum því að verðbólga verði áfram 6,0%.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga fyrir fyrsta ársfjórðung, Ísfélagið birtir uppgjör og Eurostat birtir verðbólgutölur fyrir evrusvæðið.
Mynd vikunnar
Kaupsamningum um íbúðir hefur fjölgað verulega á síðustu mánuðum. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru meira en tvöfalt fleiri í apríl á þessu ári (720) en í apríl í fyrra (332). Þar til í ágúst í fyrra fækkaði kaupsamningum á milli ára í hverjum mánuði í um það bil tvö ár. Markaðurinn lifnaði við á seinni helmingi síðasta árs, íbúðaverð tók við sér um leið og kaupsamningum tók að fjölga.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í apríl. Hækkunin er sú sama og í mars en í febrúar hækkaði vísitalan um 1,9% og í janúar lækkaði hún um 1%. Við þetta jókst árshækkun vísitölunnar úr 5,2% í 6,4%. Árshækkun vísitölunnar fór lægst í 0,8% í júlí í fyrra, en hefur hækkað statt og stöðugt síðan þá. Árshækkun á landsbyggðinni er meiri en á höfuðborgarsvæðinu og árshækkun fjölbýlis meiri en sérbýlis. Auk vísitölu íbúðaverðs birti HMS vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
- Samkvæmt fundargerð peningastefnunefndar vegna vaxtaákvörðunar 8. maí greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að vextir bankans yrðu óbreyttir og vildi lækka vexti um 0,25%.
- Launavísitalan hækkaði um 0,5% í apríl, samkvæmt gögnum sem Hagstofan birti á föstudag. Vísitalan hækkaði um 2,4% í mars þegar kjarasamningar á stórum hluta almenna vinnumarkaðarins tóku gildi og umsamdar launahækkanir komu inn í vísitöluna. Búast má við sambærilegum hækkunum einhverja næstu mánuði eftir því sem fleiri félög undirrita kjarasamninga.
- Vöru- og þjónustujöfnuður var neikvæður um 43 ma. kr. á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst þó nokkuð milli ára, en hann var 19 ma. kr. á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Aukinn halli skýrist bæði af minni útflutningi og meiri innflutningi. Minni útflutningur skýrist svo helst af loðnubresti og minni álútflutningi.
- Verðbólga í Bretlandi mældist 2,3% í apríl og hjaðnaði þó nokkuð frá marsmánuði þegar hún mældist 3,2%. Verðbólgan var þó umfram væntingar Englandsbanka og helstu greinenda og verðhækkun á þjónustu kom mest á óvart. Eftir birtingu nýju verðbólgutölunnar er talið ólíklegra en áður að vextir þar í landi verði lækkaðir í júní.
- Íslandshótel féllu frá útboði og skráningu félagsins í kauphöllinni.
- Alvotech, Brim, Hampiðjan og Síldarvinnslan birtu uppgjör.
- Landsbankinn hélt útboð og skiptiútboð sértryggðra skuldabréfa, Fossar héldu víxlaútboð og Arion banki keypti til baka skuldabréf í evrum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.
Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.
Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
16. sept. 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
5. sept. 2024
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. sept. 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
30. ágúst 2024
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
29. ágúst 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár.
27. ágúst 2024
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.