Vikubyrjun 27. maí
Hagvaxtarhorfur fyrir 2019 versnuðu nokkuð hratt í vetur í kjölfar gjaldþrots WOW air og loðnubrests. Fyrir um ári síðan spáðum við, Seðlabankinn og Hagstofan öll yfir 2% hagvexti á árinu 2019. Ný þjóðhagsspá frá okkur og þessum aðilum núna í maí gerir hins vegar ráð fyrir samdrætti í ár. Allar þrjár spárnar gera ráð fyrir að samdrátturinn verði lítill og skammvinnur.
24. maí 2019 
Vikan framundan
- Klukkan 9 birtir Hagstofan vöru- og þjónustujöfnuð fyrir 1. ársfjórðung.
- Á morgun birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við búumst við 0,1% hækkun milli mánaða.
- Á föstudag birtir Hagstofan síðan þjóðhagsreikninga fyrir 1. ársfjórðung.
Mynd vikunnar
Hagvaxtarhorfur fyrir 2019 versnuðu nokkuð hratt í vetur í kjölfar gjaldþrots WOW air og loðnubrests. Fyrir um ári síðan spáðum við, Seðlabankinn og Hagstofan öll yfir 2% hagvexti á árinu 2019. Ný þjóðhagsspá frá okkur og þessum aðilum núna í maí gerir hins vegar ráð fyrir samdrætti í ár. Allar þrjár spárnar gera ráð fyrir að samdrátturinn verði lítill og skammvinnur.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að lækka vexti bankans um 0,5 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 4,0%. Þetta var brattari lækkun en við bjuggumst við, en við höfðum gert ráð fyrir 0,25 prósentustigs lækkun núna og aftur sömu lækkun í júní.
- Samhliða ákvörðuninni birti bankinn Peningamál 2019/2 með nýrri verðbólgu- og þjóðhagsspá. Í stað 1,8% hagvaxtar í ár gerir bankinn núna ráð fyrir 0,4% samdrætti. Þetta er svipað og okkar spá, en við gerum ráð fyrir 0,5% samdrætti í ár.
- Verð á fjölbýli hækkaði nokkuð í apríl.
- Atvinnuleysi er að aukast, en þó minna en ætla mætti.
- Skeljungur, Festi og Eimskip birtu árshlutauppgjör.
- Marel tilkynnti að félagið hyggur á skráningu í Euronext kauphöllina í Amsterdam á öðrum ársfjórðungi.
- Icelandair tilkynnti um breytingu á flugáætlun vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX flugvéla.
- Moody’s staðfesti A3 lánshæfismat Íslands með jákvæðum horfum, Fitch staðfesti A lánshæfismat Íslands með stöðugum horfum.
- Landsvirkjun birti árshlutauppgjör.
- Ferðamálastofa birti ferðaþjónustu í tölum.
- Landsbankinn lauk víxlaútboði, Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði og Lánamál ríkisins luku útboði verðtryggðra ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

30. okt. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.

27. okt. 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.

22. okt. 2025
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.

20. okt. 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  

16. okt. 2025
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.

13. okt. 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.

6. okt. 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.  

2. okt. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. 

1. okt. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

29. sept. 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.