27. janúar 2020
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila. Origo birtir uppgjör.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við gerum ráð fyrir að vísitalan lækki um 0,4% milli mánaða.
Mynd vikunnar
Launavísitalan hækkaði um 4,9% milli ára í fyrra. Þetta er minnsta aukning síðan 2010 þegar laun hækkuðu um 4,8% milli ára. Ólíkt 2010, þegar kaupmáttur dróst saman, þá jókst kaupmátturinn milli ára í fyrra. Þetta var níunda árið í röð sem kaupmáttur launa jókst milli ára.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Hagar birtu árshlutauppgjör fyrir 3F 2019/20.
- Icelandair tilkynnti til kauphallarinnar að félagið á ekki von á að geta tekið Boeing 737-MAX vélarnar í notkun í sumar.
- Arion banki tilkynnti til kauphallarinnar að neikvæð áhrif Valitor og eignarhaldsfélags um sílikonverksmiðju í Helguvík á 4F yrðu 8 ma.kr.
- Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,5% milli ára í fyrra.
- Í fyrra hækkaði vísitala launa um 4,9% og kaupmáttur launa um 1,8%.
- Seðlabankinn birti skýrslu peningastefnunefndar til Alþingis um störf nefndarinnar á seinni hluta ársins 2019.
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið tók saman breytingar sem stjórnvöld hafa staðið fyrir til að auka svigrúm fjármálafyrirtækja.
- Losun CO2 ígilda frá flugsamgöngum dróst saman um 44% á milli ára 2019.
- Samkvæmt árstíðaleiðréttum tölum vinnumarkaðsrannsóknar Hagstofunnar var atvinnuleysi 3,9% í desember 2019, sem er 1,7 prósentustigs aukning milli ára.
- Hagstofan birti mánaðarlega skammtímahagvísa ferðaþjónustu.
- Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 4,3% síðustu tólf mánuði.
- Ferðamálastofa hélt fundi um þróun og horfur í rekstri ferðaþjónustugreina og um móttöku ferðafólks frá Kína.
- Arion banki birti útgáfuáætlun fyrir árið 2020.
- Lánasjóður sveitarfélaga seldi skuldabréf í flokknum LSS150434, Íslandsbanki hélt útboð á sértryggðum skuldabréfum, Reykjavíkurborg hélt skuldabréfaútboð og Orkuveita Reykjavíkur hélt útboð á grænum skuldabréfum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 27. janúar 2020 (PDF)
Þú gætir einnig haft áhuga á

17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.

13. mars 2025
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.

13. mars 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.

10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.

7. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.

3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.

28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.

27. feb. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.

24. feb. 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.