Vikubyrjun 25. maí
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Hagstofan vöru- og þjónustujöfnuð við útlönd fyrir 1F.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan maímælingu VNV, við spáum að vísitalan hækki um 0,4% milli mánaða. TM birtir árshlutauppgjör þennan dag.
- Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsreikninga og Seðlabankinn greiðslujöfnuð við útlönd fyrir 1F.
Mynd vikunnar
Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar var skráð atvinnuleysi í apríl 17,8% af áætluðum fjölda fólks á vinnumarkaði. Skiptingin var þannig að almennt atvinnuleysi var 7,5% og atvinnuleysi vegna skerts starfshlutfalls 10,3%. Þegar tímabundnar aðgerðir stjórnvalda taka enda er líklegt að einhver hluti þeirra sem nú eru á atvinnuleysisbótum í skertu starfshlutfalli og á uppsagnarfresti komi inn í hefðbundna atvinnuleysistryggingarkerfið. Við búumst við að almennt atvinnuleysi nái hámarki í ágúst og september og fari þá í 13%. Gangi þessi spá eftir verða rétt undir 30 þúsund manns á atvinnuleysisbótum þessa tvo mánuði.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði vexti bankans um 0,75 prósentur.
- Samhliða vaxtaákvörðuninni kom út maíhefti Peningamála.
- Vísitala íbúðaverðs lækkaði lítillega milli mánaða í apríl.
- Eftirfarandi félög birtu árshlutareikning:
- Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti umfang mótvægisráðstafana stjórnvalda vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.
- Hagstofan birti:
- Ekkert skuldabréfaútboð var í seinustu viku.
Hagtölur og markaðsupplýsingar









