Vikubyrjun 25. júní 2018
Vikan framundan
- Í dag er útboð ríkisvíxla Lánamála ríkisins.
- Á miðvikudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs fyrir júní.
- Á fimmtudaginn birtir Hagstofan vísitölu framleiðsluverðs í maí.
- Á föstudag birtir Hagstofan tölur um vöruviðskipti við útlönd fyrir janúar til maí.
- Á föstudag birtir Hagstofan tölur um fjölda gistinátta og gestakomur í maí.
Mynd vikunnar
Ísland var 30% yfir meðaltali Evrópusambandsríkjanna 28 (ESB28) árið 2017 hvað varðar umfang landsframleiðslu á hvern íbúa og sat í 5. sæti af Evrópuríkjunum 37. Lúxemborg bar þar höfuð og herðar yfir önnur lönd þar sem landsframleiðsla á mann var þar 153% meiri en meðaltalið. Af Norðurlöndunum var Ísland í öðru sæti á eftir Noregi sem var 50% yfir ESB28. Albanía rak lestina af Evrópuríkjunum þar sem landsframleiðsla á mann var einungis 29% af meðaltali ESB28.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Þjóðskrá birti vísitölu íbúðaverðs og leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Hagstofan birti launavísitölu fyrir maí.
- Hagstofan birti vísitölu byggingarkostnaðar fyrir júní.
- Hagstofan birti tölur um brotthvarf og brautskráningarhlutfall 2014-2016.
- Hagstofan birti tölur um landsframleiðslu á mann á Íslandi 2017.
- Lánamál ríkisins hættu við útboð ríkisbréfa sem fyrirhugað var 22. júní.
- VÍS gaf frá sér afkomuviðvörun fyrir annan ársfjórðung.
- Kvika banki hf. gaf frá sér viljayfirlýsingu um kaup á öllu útgefnu hlutafé GAMMA Capital Management hf.
- Forsætisráðherra skipaði nýjan aðstoðarseðlabankastjóra frá og með 1. júlí.
- HB Grandi hf. sendi frá sér tilkynningu um breytingu á yfirstjórn.
- Við birtum Hagsjá um fasteignamarkaðinn og hlut ferðaþjónustu í landsframleiðslu.
- Tryggingamiðstöðin hf. setti fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykil fjármögnun hf.