Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við eigum von á að vísitalan lækki um 0,42% milli mánaða og að verðbólga mælist 3,9%.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn niðurstöður úr síðustu væntingarkönnun markaðsaðila.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni og Origo birtir ársuppgjör fyrir 2020.
Mynd vikunnar
Hlutfall íbúða á höfuðborgarsvæðinu sem seljast yfir ásettu verði hefur aukist verulega. Hlutfallið mældist 22% undir lok síðasta árs en var til samanburðar 8% árið áður, samkvæmt gögnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Það vekur athygli að hlutfallið hefur aukist einna mest á meðal íbúða sem seljast á verði yfir 75 milljónum. 30% slíkra íbúða seldust yfir ásettu verði undir lok síðasta árs, en einungis 11% íbúða sem seldust fyrir 35 milljónir eða minna seldust yfir ásettu verði. Þetta gæti verið til marks um að spenna sé meiri á markaði fyrir stærri og dýrari eignir.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Fjármála- og efnahagsráðuneytið birti greinargerðir Seðlabankans og þingnefnda um fyrirhugaða sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka.
- Vísitala íbúðaverð hækkaði um 0,6% milli mánaða í desember.
- Atvinnuleysi jókst minna í desember en reikna mátti með.
- Krónan var í hópi þeirra gjaldmiðla sem veiktust hvað mest á síðasta ári.
- Losun gróðurhúsalofttegunda hefur minnkað síðustu tvö ár.
- Hagstofan birti skammtímavísa ferðaþjónustu.
- Arion banki og TM birtu afkomuviðvaranir.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Íslandsbanki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 25. janúar 2021 (PDF)
Innlendar markaðsupplýsingar 25. janúar 2021 (PDF)