Viku­byrj­un 25. apríl 2022

Miklar hækkanir íbúðaverðs þessa dagana hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tæplega 17% umfram almennt verðlag (raunverð) síðustu tólf mánuði. Frá því að mælingar á vísitölu íbúðaverðs hófust fyrir tæplega 30 árum hefur raunverðshækkunin aðeins tvisvar farið yfir 20% á ársgrundvelli.
Fasteignir
25. apríl 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Síminn árshlutauppgjör fyrir 1. ársfjórðung.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila sem fór fram í síðustu viku. Marel birtir árshlutauppgjör fyrir 1. ársfjórðung.
  • Á fimmtudag birtir Hagstofan aprílmælingu vísitölu neysluverðs. Við eigum von á að verðbólgan verði óbreytt í 6,7% milli mánaða. Icelandair og Skeljungur birta árshlutauppgjör fyrir 1. ársfjórðung og Hagar birta ársuppgjör fyrir rekstrarárið 2021/2022.

Mynd vikunnar

Miklar hækkanir íbúðaverðs þessa dagana hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tæplega 17% umfram almennt verðlag (raunverð) síðustu tólf mánuði. Frá því að mælingar á vísitölu íbúðaverðs hófust fyrir tæplega 30 árum hefur raunverðshækkunin aðeins tvisvar farið yfir 20% á ársgrundvelli. Í fyrra skiptið var það á árunum 2005-2006 þegar hún fór hæst í 40% í ágúst árið 2005 og í síðara skiptið á árinu 2017 þegar hún fór hæst í tæp 27% í maímánuði það ár. Ólíklegt þykir að raunverðshækkanirnar sem við upplifum nú muni ná því stigi.

Efnahagsmál

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 25. apríl 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Maður á ísjaka
24. apríl 2023

Vikubyrjun 24. apríl 2023

Hagvöxtur hér á landi verður 3,2% á þessu ári, samkvæmt nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá okkar. Þrálát verðbólga, langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, og hækkandi vaxtastig setja þó svip sinn á efnahagsumhverfið.
Landslag
24. apríl 2023

Þjóðhags- og verðbólguspá 2023-2025: Hægari taktur eftir hraðan viðsnúning

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að hægja muni á hagkerfinu á næstu árum þó áfram megi búast við hagvexti. Verðbólga fari hægt hjaðnandi og vextir haldi áfram að hækka.
19. apríl 2023

Spáum að verðbólga lækki í 9,5% í apríl

Hagstofan birtir aprílmælingu vísitölu neysluverðs fimmtudaginn 27. apríl næstkomandi. Við spáum því að vísitalan hækki um 1% milli mánaða og að ársverðbólgan lækki úr 9,8% í 9,5%. Spá okkar til næstu mánaða gerir ráð fyrir að verðbólga lækki, þótt það gerist hægt, og fari niður fyrir 8% í júlí.
Bláa lónið
17. apríl 2023

Atvinnuleysi minnkar þrátt fyrir merki um minni spennu

Atvinnuleysi dróst lítillega saman í mars og stóð í 3,5%. Í flestum atvinnugreinum virðist hafa dregið lítillega úr eftirspurn eftir starfsfólki frá því í desember en þó hefur eftirspurnin aukist snarlega í greinum tengdum ferðaþjónustu. Hversu mikil sem eftirspurnin verður má telja ólíklegt að atvinnuleysi minnki að ráði, enda hefur aukinni eftirspurn eftir vinnuafli á síðustu mánuðum verið mætt með aðflutningi fólks til landsins og er slíkur aðflutningur í hæstu hæðum.
Flugvél
17. apríl 2023

Vikubyrjun 17. apríl 2023

Árið fer vel af stað í íslenskri ferðaþjónustu, en tæplega 420 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í gegnum Leifsstöð á fyrstu þremur mánuðum ársins.
Ferðamenn á jökli
13. apríl 2023

Ferðamenn nálgast metfjölda

Tæplega 161 þúsund erlendir ferðamenn lögðu upp frá Keflavíkurflugvelli í mars, örlítið færri en í sama mánuði síðustu árin fyrir faraldur. Ferðamenn halda áfram að eyða að jafnaði meiri pening en þá. Ferðir Íslendinga til útlanda í mars voru rétt tæplega 40 þúsund, talsvert færri en í mars síðustu árin fyrir faraldur sem skýrist líklega af tímasetningu páskaleyfa.
Byggingakrani og fjölbýlishús
11. apríl 2023

Vikubyrjun 11. apríl 2023

Um þriðjungur stærstu fyrirtækja landsins hyggst fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum. Áform um ráðningar eru ólík eftir atvinnugreinum en uppgangurinn virðist mestur í byggingariðnaði og í atvinnugreinum tengdum ferðaþjónustu.
3. apríl 2023

Vikubyrjun 3. apríl 2023

Ríkissjóður verður rekinn með halla til ársins 2028, samkvæmt ríkisfjármálaáætlun sem ríkisstjórnin kynnti á miðvikudaginn í síðustu viku. Stefnt er að því að rétta ríkisreksturinn af örlítið fyrr en var áætlað í síðustu fjármálaáætlun, en ólíklegt má þó telja að aðhaldið dugi til þess að slá á verðbólgu. Skuldahlutfall ríkissjóðs helst stöðugt í 31% til ársins 2028 þegar það lækkar í 30%.
28. mars 2023

Ársverðbólgan fer úr 10,2% í 9,8%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,59% milli mánaða í mars og lækkaði ársverðbólgan úr 10,2% í 9,8%. Þetta er fyrsta lækkun á ársverðbólgu síðan í nóvember og er hún aftur komin undir tveggja stafa tölu. Verðbólgan var lægri en við gerðum ráð fyrir, en við höfðum spáð því að hún myndi lækka í 10% í mars.
Seðlabanki
27. mars 2023

Vikubyrjun 27. mars 2023

Yfirstandandi vaxtahækkunarferill Seðlabanka Íslands er sá brattasti hingað til, en bankinn hefur nú hækkað vexti um 6,75 prósentustig á 675 dögum. Þessi vaxtahækkunarferill er því brattari en sá sem hófst í maí 2004, en þá hækkaði bankinn vexti um 5 prósentustig á jafn löngu tímabili.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur