Vikubyrjun 25. apríl 2022
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Síminn árshlutauppgjör fyrir 1. ársfjórðung.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn niðurstöður úr könnun á væntingum markaðsaðila sem fór fram í síðustu viku. Marel birtir árshlutauppgjör fyrir 1. ársfjórðung.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan aprílmælingu vísitölu neysluverðs. Við eigum von á að verðbólgan verði óbreytt í 6,7% milli mánaða. Icelandair og Skeljungur birta árshlutauppgjör fyrir 1. ársfjórðung og Hagar birta ársuppgjör fyrir rekstrarárið 2021/2022.
Mynd vikunnar
Miklar hækkanir íbúðaverðs þessa dagana hafa væntanlega ekki farið fram hjá neinum. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tæplega 17% umfram almennt verðlag (raunverð) síðustu tólf mánuði. Frá því að mælingar á vísitölu íbúðaverðs hófust fyrir tæplega 30 árum hefur raunverðshækkunin aðeins tvisvar farið yfir 20% á ársgrundvelli. Í fyrra skiptið var það á árunum 2005-2006 þegar hún fór hæst í 40% í ágúst árið 2005 og í síðara skiptið á árinu 2017 þegar hún fór hæst í tæp 27% í maímánuði það ár. Ólíklegt þykir að raunverðshækkanirnar sem við upplifum nú muni ná því stigi.
Efnahagsmál
- Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 3,1% milli febrúar og mars og er árshækkun vísitölunnar 22%. Þetta er mesta hækkun milli mánaða síðan í mars í fyrra. Hækkanir milli mánaða hafa stigmagnast það sem af er þessu ári.
- Hagstofan birti skammtímahagvísa ferðaþjónustu í síðustu viku.
- Seðlabankinn birti talnaefni um tryggingarfélög og útboð verðbréfa.
Fjármálamarkaðir
- Alma íbúðafélag lauk sölu á víxlum.