Vikubyrjun 24. júní
Vikan framundan
- Í dag birtir Hagstofan ársfjórðungslegar launavísitölur.
- Á morgun birtir Hagstofan ferðaþjónustureikninga.
- Á miðvikudag er stýrivaxtaákvörðun. Hagstofan birtir júnímælingu vísitölu neysluverðs þennan dag.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn síðan Hagvísa.
Mynd vikunnar
Hvort sem horft er til verðbólguálags á skuldabréfamarkaði, könnunar á væntingum markaðsaðila eða könnunar meðal stjórnenda 400 stærstu fyrirtækja þá hafa verðbólguvæntingar lækkað verulega á síðustu mánuðum. Lækkun verðbólguvæntinga má vafalaust að stórum hluta rekja til hóflegri kjarasamninga en margir óttuðust í apríl síðastliðnum. Lægri verðbólguvæntingar gera Seðlabankanum kleift að ná verðbólgumarkmiði sínu með lægra vaxtastigi en ella og mun peningastefnunefnd eflaust horfa til þess við vaxtaákvörðunina nú í vikunni. Við spáum því að nefndin lækki vexti um 0,25 prósentustig.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,3% milli mánaða í maí.
- Ferðamálastofa birti mánaðarlegt yfirlit yfir ferðaþjónustuna í tölum.
- Hagstofan birti mánaðarlegan vöru- og þjónustujöfnuð fyrir apríl og vísitölu byggingarkostnaðar m.v. miðjan júní.
- Seðlabankinn birti talnaefni um bankakerfið og tryggingarfélög.
- Þjóðskrá birti vísitölu leiguverðs.
- Kvika banki lauk víxlaútboði, Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði og Almenna leigufélagið lauk skuldabréfaútboði.
Hagtölur og markaðsupplýsingar









