24. janúar 2022 - Hagfræðideild
Vikan framundan
- Í dag birtir Hagstofan launavísitöluna fyrir desember.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni.
- Á föstudag birtir Hagstofan síðan janúarmælingu vísitölu neysluverðs. Við spáum því að vísitalan lækki um 0,2% milli mánaða og að verðbólgan lækki úr 5,1% í 5,0%.
Mynd vikunnar
Fyrir helgi seldi ríkissjóður verðtryggð ríkisskuldabréf á gjalddaga 2037 (15 ár) á ávöxtunarkröfunni 1,11%. Óhætt er að segja að kjör ríkissjóðs hafa stórbatnað síðan aldamót, en til samanburðar var ávöxtunarkrafan á verðtryggðum ríkisbréfum á gjalddaga 2015 (15 ár) rúmlega 5% árið 2000 og fyrri hluta árs 2010 var ávöxtunarkrafan á bréf á gjalddaga 2021 (11 ár) yfir 3,5%.
Efnahagsmál
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,8% milli mánaða í desember. Árshækkun fjölbýlis mælist 17,6%, sérbýlis 21% og vegin hækkun íbúðarhúsnæðis alls 18,4%. Vísitala leiguverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða og er árshækkunin leiguverðs 4%.
- Bankasýsla ríkisins lagði fram tillögu til ráðherra um að stofnunin fái heimild til að selja allan eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka.
- Í síðustu viku birti Hagstofan tilraunatölfræði um látna eftir vikum og skammtímahagvísa ferðaþjónustu.
- Seðlabankinn birti skýrslu peningastefnunefndar til Alþingis um störf nefndarinnar á fyrri árshelmingi 2021.
- Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu.
Fjármálamarkaðir
- Eimskip, Kvika banki, Sýn og Sjóvá birtu afkomuviðvaranir.
- Seðlabankinn birti samantekt um gjaldeyrismarkaðinn, gengisþróun og gjaldeyrisforða fyrir árið 2021.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa. Boðinn var til sölu nýr verðtryggður flokkur á gjalddaga 2037. Seld voru bréf að nafnvirði 14.855 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 1,11%.
- Íslandsbanki gaf út sjálfbært skuldabréf í evrum og tilkynnti um endurkaupatilboð á skuldabréfaútgáfu í evrum. Kvika banki gaf út skuldabréf í sænskum krónum.
- Reykjavíkurborg birti útgáfuáætlun fyrir fyrri hluta 2022.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
6. sept. 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
5. sept. 2024
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. sept. 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
30. ágúst 2024
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
29. ágúst 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár.
27. ágúst 2024
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
26. ágúst 2024
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs.
20. ágúst 2024
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.