24. janúar 2022  - Greiningardeild 
Vikan framundan
- Í dag birtir Hagstofan launavísitöluna fyrir desember.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni.
- Á föstudag birtir Hagstofan síðan janúarmælingu vísitölu neysluverðs. Við spáum því að vísitalan lækki um 0,2% milli mánaða og að verðbólgan lækki úr 5,1% í 5,0%.
Mynd vikunnar
Fyrir helgi seldi ríkissjóður verðtryggð ríkisskuldabréf á gjalddaga 2037 (15 ár) á ávöxtunarkröfunni 1,11%. Óhætt er að segja að kjör ríkissjóðs hafa stórbatnað síðan aldamót, en til samanburðar var ávöxtunarkrafan á verðtryggðum ríkisbréfum á gjalddaga 2015 (15 ár) rúmlega 5% árið 2000 og fyrri hluta árs 2010 var ávöxtunarkrafan á bréf á gjalddaga 2021 (11 ár) yfir 3,5%.
Efnahagsmál
- Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,8% milli mánaða í desember. Árshækkun fjölbýlis mælist 17,6%, sérbýlis 21% og vegin hækkun íbúðarhúsnæðis alls 18,4%. Vísitala leiguverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða og er árshækkunin leiguverðs 4%.
- Bankasýsla ríkisins lagði fram tillögu til ráðherra um að stofnunin fái heimild til að selja allan eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka.
- Í síðustu viku birti Hagstofan tilraunatölfræði um látna eftir vikum og skammtímahagvísa ferðaþjónustu.
- Seðlabankinn birti skýrslu peningastefnunefndar til Alþingis um störf nefndarinnar á fyrri árshelmingi 2021.
- Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu.
Fjármálamarkaðir
- Eimskip, Kvika banki, Sýn og Sjóvá birtu afkomuviðvaranir.
- Seðlabankinn birti samantekt um gjaldeyrismarkaðinn, gengisþróun og gjaldeyrisforða fyrir árið 2021.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa. Boðinn var til sölu nýr verðtryggður flokkur á gjalddaga 2037. Seld voru bréf að nafnvirði 14.855 m. kr. á ávöxtunarkröfunni 1,11%.
- Íslandsbanki gaf út sjálfbært skuldabréf í evrum og tilkynnti um endurkaupatilboð á skuldabréfaútgáfu í evrum. Kvika banki gaf út skuldabréf í sænskum krónum.
- Reykjavíkurborg birti útgáfuáætlun fyrir fyrri hluta 2022.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

30. okt. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,47% á milli mánaða í október og verðbólga jókst úr 4,1% í 4,3%. Vísitala neysluverðs hækkaði meira en við bjuggumst við, ekki síst reiknuð húsaleiga og verð á mat og drykk. Skammtímaspá okkar gerir nú ráð fyrir að verðbólga haldist í 4,3% út árið, en aukist svo í janúar og mælist 4,5%.

27. okt. 2025
Íslenska hagkerfið verður í hægum vaxtartakti á næstu árum gangi hagspá sem við birtum í síðustu viku eftir. Á fimmtudag koma verðbólgutölur fyrir október og við eigum von á að verðbólga hækki úr 4,1% í 4,2%.

22. okt. 2025
Hagvöxtur verður 1,5% á þessu ári og 1,7% á því næsta, samkvæmt nýrri hagspá Landsbankans. Hagvöxtur verður ekki síst drifinn áfram af neyslu innanlands en á sama tíma er útlit fyrir smám saman minnkandi spennu í atvinnulífinu. Verðbólga reynist áfram þrálát næstu misseri og ekki eru horfur á að hún komist niður í markmið Seðlabankans á spátímabilinu. Því má áfram búast við háum raunstýrivöxtum.

20. okt. 2025
Kortavelta Íslendinga jókst um 7,6% að raunvirði á milli ára í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins hefur kortavelta heimila verið um 5,2% meiri en á sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Í vikunni birtir Greiningardeild Landsbankans nýja hagspá til ársins 2028. HMS birtir vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.  

16. okt. 2025
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í október, úr 4,1% í 4,2%. Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni hafa flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og matarkarfan. Gangi spáin eftir verður október níundi mánuðurinn í röð þar sem verðbólga er á bilinu 3,8% til 4,2%. Við teljum að verðbólga verði áfram á þessu bili næstu mánuði.

13. okt. 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.

6. okt. 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.  

2. okt. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. 

1. okt. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

29. sept. 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.
