Viku­byrj­un 22. apríl 2024

Nafnverð íbúða hefur hækkað um 5,2% á síðustu 12 mánuðum, samkvæmt nýrri vísitölu íbúðaverðs,og raunverð íbúða er lítillega hærra en á sama tíma í fyrra.
Hús í Reykjavík
22. apríl 2024

Samkvæmt nýjustu talningu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) á íbúðum í byggingu hefur nýframkvæmdum fækkað á milli ára og HMS telur horfur á að íbúðauppbygging næstu árin verði langt undir því sem þörf er á. Gangi uppbyggingarspá HMS eftir er ekki ólíklegt að verðhækkanir á íbúðamarkaði færist nokkuð í aukana þegar vaxtalækkanir taka að kynda undir eftirspurn.  

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birta Hagar uppgjör fyrir síðasta ár og Síminn og Össur birta uppgjör fyrir fyrsta fjórðung þessa árs. 
  • Á miðvikudag birtir Hagstofan vísitölu neysluverðs. Við spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%. Icelandair og Nova klúbburinn birta uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung. 

Mynd vikunnar

Ný vísitala íbúðaverðs sem HMS hóf að birta í síðasta mánuði sýnir meðal annars ólíka þróun íbúðaverðs á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu. Verðþrýstingur virðist almennt hafa verið lítillega meiri á landsbyggðinni en höfuðborgarsvæðinu síðustu misseri. Í júlí í fyrra mældist árslækkun á höfuðborgarsvæðinu á meðan verð á landsbyggðinni hélt áfram að hækka lítillega. Eins og sést hefur verðþrýstingur á íbúðamarkaði nú aukist aftur frá því um mitt ár í fyrra og verðið á landinu öllu er 5,2% hærra en fyrir ári síðan. Það kann að skýrast af ýmsum þáttum, svo sem eftirspurn Grindvíkinga, væntingum um hærra verð, fjölgun hlutdeildarlána og ónógri íbúðauppbyggingu. HMS spáir því að á næstu tveimur árum takist aðeins að byggja um 58% af þeim íbúðum sem þörf er á.  

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Seðlabankinn birti í síðustu viku gögn um greiðslukortaveltu í mars. Samkvæmt þeim dregst kortavelta íslenskra heimila þó nokkuð saman innanlands á milli ára, en eykst verulega erlendis. Alls nam greiðslukortavelta heimila 100,1 ma.kr. í mars og dróst saman um 2,2% á milli ára á föstu verðlagi. Innanlands dróst kortavelta íslenskra heimila saman um 6,2% að raunvirði í mars en á móti jókst hún erlendis um 15,2% á föstu gengi. Samdráttur í kortaveltu er vísbending um að áfram dragi smám saman úr eftirspurn í hagkerfinu.  
  • Íbúðaverð hækkaði um 0,8% í mars samkvæmt vísitölu íbúðaverðs sem HMS birti á þriðjudag. Hækkunin er lítillega yfir meðalhækkun vísitölunnar á mánuði frá upphafi árs 2023. HMS birti einnig niðurstöður úr nýrri talningu á íbúðum í byggingu þar sem meðal annars kemur fram að framkvæmdir séu hafnar við byggingu 9,3% færri íbúða en á sama tíma í fyrra. 
  • Fjármálaráðuneytið birti ríkisfjármálaáætlun áranna 2025-2029 á þriðjudag. Áætlun um afkomu ríkissjóðs til næstu ára er lítið breytt frá síðustu fjármálaáætlun. Gert er ráð fyrir 49 ma.kr. halla í ár. Ekki er áætlað að það takist að draga úr hallarekstri á þessu ári frá því í fyrra, enda hafa umfangsmikil ófyrirséð útgjöld fallið til, svo sem í tengslum við hamfarir í Grindavík og kjarasamninga. Smám saman á að rétta úr rekstrinum á næstu árum en afgangur er ekki áætlaður fyrr en eftir alls níu ár af hallarekstri, árið 2028, þá 3 ma.kr. afgangur. 
  • Verðbólga í Bretlandi mældist 3,2% í mars og hjaðnaði örlítið minna en búist var við. Í fyrsta skipti í tvö ár er verðbólga í Bretlandi minni en í Bandaríkjunum, en markaðsaðilar fara varlegar í að spá vaxtalækkunum í Bretlandi eftir nýjustu verðbólgutöluna.  
  • Sjóvá birti uppgjör fyrir 1F 2024. 
  • Síminn birti niðurstöðu víxlaútboðs
  • Landsbankinn birti niðurstöðu útboðs sértryggðra skuldabréfa
  • Lánamál ríkisins hélt útboð á nýjum flokki ríkisbréfa
  • Orkuveitan birti niðurstöðu útboðs grænna skuldabréfa
  • Ölgerðin birti ársreikning

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 22. apríl 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Fólk að ganga við Helgafell
29. apríl 2024
Vikubyrjun 29. apríl 2024
Hagvöxtur verður takmarkaður á næstu árum, samkvæmt nýrri hagspá til ársins 2026 sem við gáfum út í morgun. Við spáum 0,9% hagvexti í ár, 2,2% á næsta ári og loks 2,6% árið 2026.
Fólk að ganga við Helgafell
29. apríl 2024
Hagspá 2024-2026: Þrautseigt hagkerfi við háa vexti
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði afar lítill í ár þar sem háir vextir halda aftur af umsvifum í hagkerfinu. Verðbólga verði þrálát og vextir lækki ekki fyrr en í haust.
Flugvél
24. apríl 2024
Verðbólgan lækkaði í 6,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,55% milli mánaða í apríl og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,8% í 6,0%. Í þetta sinn höfðu tveir undirliðir langmest áhrif á mælinguna, reiknuð húsaleiga og flugfargjöld til útlanda. Þessir tveir undirliðir skýra 95% af hækkun vísitölunnar milli mánaða. Við teljum að verðbólgan haldist í kringum 6% næstu þrjá mánuði.
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur