Viku­byrj­un 21. októ­ber 2024

Í síðustu viku birtum við hagspá til ársins 2027. Vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs lækkuðu á milli mánaða í september og greiðslukortavelta heimilanna dróst saman á milli ára innanlands en jókst erlendis. Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar og voru allir nefndarmenn sammála um að lækka vexti. Nokkur fyrirtæki birta uppgjör í þessari viku.
21. október 2024

Vikan framundan

  • Í dag birtir Sjóvá uppgjör.
  • Á þriðjudag birta Icelandair og Síminn uppgjör.
  • Á miðvikudaginn birtir Hagstofan veltu skv. VSK skýrslum og vísitölu launa. Íslandsbanki og Landsbankinn birta uppgjör.
  • Á fimmtudag birtir Play uppgjör.

Mynd vikunnar

Við spáum því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár. Bakslag í útflutningsgreinum setti svip sinn á fyrri hluta árs, loðnubrestur og hægari vöxtur ferðaþjónustu ollu samdrætti á sama tíma og háir vextir hafa kælt eftirspurnina sem engu að síður mælist nokkuð kröftug. Samkvæmt spánni fer hagkerfið svo rólega af stað með um 2% hagvexti árlega næstu árin. Við spáum því að verðbólgan hjaðni nokkuð stöðugt út spátímann, þó einstaka bakslag geti gert vart við sig. Peningastefnunefnd Seðlabankans hóf vaxtalækkunarferlið fyrr í þessum mánuði og við spáum því að áfram verði tekin hægfara skref til lækkunar samhliða hjaðnandi verðbólgu.

Það helsta frá vikunni sem leið

  • Samkvæmt fundargerð peningastefnunefndar greiddu allir nefndarmenn atkvæði með tillögu seðlabankastjóra um að lækka vexti um 0,25 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar, þótt einn nefndarmaður hefði heldur kosið að halda vöxtum óbreyttum. Samstaðan var meiri en við höfðum búist við.
  • HMS birti vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu. Vísitala íbúðaverðs lækkaði á milli mánaða í fyrsta sinn frá því í janúar, nú um 0,28%. Sérbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði mest í verði, um 1,72%, á meðan sérbýli á landsbyggðinni hækkaði í verði, um 2,45%. Árshækkun vísitölunnar lækkaði úr 10,8% niður í 9,5%. Vísitala leiguverðs lækkaði einnig á milli mánaða, um 0,6%. Þrátt fyrir að leiguverðsvísitalan hafi lækkað minna en íbúðaverðsvísitalan er árshækkun leiguverðs meiri en íbúðaverðs, eða 10,5%.
  • Alls nam greiðslukortavelta íslenskra heimila 120,8 mö.kr. í september og jókst um 1,2% á milli ára, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Innanlands dróst kortavelta íslenskra heimila saman um 1,8% að raunvirði og erlendis jókst hún um 12,4% á föstu gengi, sé miðað við septembermánuð í fyrra. Þótt áfram sé kraftur í kortaveltu Íslendinga erlendis virðist loks farið að hægja á henni innanlands. Innlend kortavelta dróst saman í fyrsta sinn frá því í mars og heildarkortaveltan jókst þó nokkuð minna en á allra síðustu mánuðum.
  • Frumvarp um kílómetragjald vegna notkunar ökutækja var sett í samráðsgátt stjórnvalda. Við bíðum frekari upplýsinga frá Hagstofunni um það hvort eða hvernig breytt gjaldtaka kann að hafa áhrif á vísitölu neysluverðs.
  • Samtök atvinnulífsins birtu niðurstöður nýrrar könnunar Gallup á meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins.
  • Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Almennt var búist við þessari lækkun, en verðbólga á evrusvæðinu fór nýlegu undir 2% verðbólgumarkmið bankans og flestar nýlegar hagtölur hafa bent til kólnunar. Bankinn hóf vaxtalækkunarferilinn í júní og er þetta þriðja lækkunin á fjórum fundum.
  • Verðbólga í Bretlandi mældist 1,7% í september og er þar með komin niður fyrir verðbólgumarkmið þar í landi.
  • Hagar birtu uppgjör (fjárfestakynning). Play tilkynnti að félagið hygðist breyta viðskiptalíkani sínu auk þess að sækja um flugrekstrarleyfi á Möltu, Eik tilkynnti um niðurstöður úr yfirtökutilboðs Langasjávar og Reitir undirrituðu samkomulag um kaup á fasteignum í atvinnuhúsnæði.
  • Lánamál ríkisins héldu útboð á ríkisvíxlum og ríkisbréfum. Síminn hélt víxlaútboð.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 21. október 2024 (PDF)

Fyrirvari
Þessi samantekt og/eða umfjöllun er markaðsefni ætlað til upplýsingar en ekki sem grundvöllur viðskipta. Markaðsefni þetta felur hvorki í sér fjárfestingarráðgjöf né óháða fjárfestingargreiningu. Lagakröfur sem gilda um fjárfestingarráðgjöf og fjárfestingargreiningu eiga því ekki við, þ.m.t. bann við viðskiptum fyrir dreifingu.

Upplýsingar um þróun gengis innlendra hlutabréfa, skuldabréfa og/eða vísitalna koma frá Nasdaq Iceland – Kauphöllinni. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á viðkomandi hlutabréf, skuldabréfaflokk eða vísitölu. Upplýsingar um þróun gengis erlendra fjármálagerninga, vísitalna og/eða sjóða koma frá aðilum sem Landsbankinn hefur metið áreiðanlega. Þróun gengis í fortíð gefur ekki vísbendingu um framtíðarþróun.

Upplýsingar um fyrri árangur sjóða Landsbréfa byggja á upplýsingum frá Landsbréfum. Á vef Landsbankans er hægt að nálgast nánari upplýsingar með því að smella á heiti viðkomandi sjóðs, þ.m.t. um árangur síðastliðinna fimm ára. Upplýsingar um fyrri árangur sjóða sýna nafnávöxtun, nema annað sé tekið fram. Ef fyrri árangur sjóða byggir á erlendum gjaldmiðli getur ávöxtun aukist eða minnkað vegna gengissveiflna. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur.

Verðbréfaviðskipti fela í sér áhættu og eru lesendur hvattir til að kynna sér Áhættulýsingu vegna viðskipta með fjármálagerninga og Stefnu Landsbankans um hagsmunaárekstra sem finna má á vef Landsbankans.

Landsbankinn hefur starfsleyfi sem viðskiptabanki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki og sætir eftirliti Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands (www.sedlabanki.is/fjarmalaeftirlit).
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip
8. nóv. 2024
Hægir á vexti vöruskiptahallans
Halli á vöruviðskiptum jókst lítillega á milli ára í október og mældist 49,4 ma.kr, en var 47,5 ma.kr. í október í fyrra. Uppsafnaður halli á vöruskiptum hefur aukist frá fyrra ári, en þó hægar í ár en síðustu ár, og var 330 ma.kr. í október, sem er einungis lítillega meira en mældist á sama tíma í fyrra þegar hann var 320 ma.kr.
Bílar
6. nóv. 2024
Minni spenna á vinnumarkaði en lítil breyting á atvinnuleysi
Staðan á vinnumarkaði hefur haldist merkilega stöðug í gegnum hraðar breytingar í hagkerfinu og þrátt fyrir vaxtahækkanir síðustu ára hefur atvinnuleysi lítið aukist. Þó eru vísbendingar um að eftirspurn eftir launafólki hafi minnkað og laun hækka ekki jafn hratt og áður. Óvissa hefur aukist lítillega síðustu daga vegna átaka á opinberum vinnumarkaði.
5. nóv. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - október 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Ferðamenn við Strokk
5. nóv. 2024
Ágætur þriðji fjórðungur í ferðaþjónustu
Ferðamönnum fjölgaði um tæplega prósent á þriðja ársfjórðungi, stærsta ferðaþjónustutímabili ársins, frá fyrra ári. Gistinóttum ferðamanna fækkaði hins vegar um tæpt prósent, en kortavelta á föstu verðlagi jókst um 2% á milli ára.
Fjölbýlishús
4. nóv. 2024
Þörf á íbúðum og ágætis uppbygging í kortunum 
Íbúðafjárfesting hefur færst í aukana, starfsfólki fjölgar sífellt í byggingarstarfsemi, velta í greininni hefur aukist síðustu árin og innflutningur á byggingarefni er í hæstu hæðum. Íbúðauppbygging virðist nokkuð kröftug, enda er þörfin brýn - kjarnafjölskyldum hefur fjölgað mun hraðar en íbúðum síðustu ár. 
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
4. nóv. 2024
Vikubyrjun 4. nóvember 2024
Verðbólga lækkaði úr 5,4% niður í 5,1% í október, í samræmi við væntingar. Samhliða birtingu VNV tilkynnti Hagstofan að fyrirhugað kílómetragjald yrði tekið inn í vísitöluna. Í þessari viku birtir Vinnumálastofnum skráð atvinnuleysi í október, kosið verður um nýjan forseta í Bandaríkjunum, Seðlabanki Bandaríkjanna og Englandsbanki tilkynna um vaxtaákvarðanir og uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er áfram í fullum gangi.
1. nóv. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 1. nóvember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fjölskylda við sumarbústað
30. okt. 2024
Verðbólga lækkar áfram og mælist 5,1% í október
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28% á milli mánaða í október og verðbólga lækkar því úr 5,4% í 5,1%. Verð á mat og drykkjarvörum og flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif til hækkunar. Reiknuð leiga hækkaði mjög lítið á milli mánaða. Kílómetragjald á bensín- og olíubíla verður með í verðmælingum Hagstofunnar.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. okt. 2024
Vikubyrjun 28. október 2024
Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir októbermánuð. Þessar verðbólgutölur verða þær síðustu fyrir næstu vaxtaákvörðun sem verður tilkynnt þann 20. nóvember nk. Í síðustu viku birti Hagstofan veltu skv. VSK-skýrslum, niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn og launavísitölu. Þá er uppgjörstímabilið í kauphöllinni áfram í fullum gangi.
Vélsmiðja Guðmundar
23. okt. 2024
Velta í hagkerfinu eykst og tæknigreinar draga vagninn
Velta í hagkerfinu jókst um 2,1% á milli ára í júlí og ágúst að raunvirði, samkvæmt virðisaukaskattskýrslum. Svo mikið hefur veltan ekki aukist frá því á VSK-tímabilinu janúar-febrúar árið 2023, þegar hagkerfið var enn að rétta úr kútnum eftir covid-samdráttinn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur