Viku­byrj­un 21. fe­brú­ar 2022

Tölur um innlán og yfirdráttarlán heimilanna benda til þess að fjárhagsleg staða þeirra hafi batnað nokkuð á síðustu árum. Nokkra athygli vekur að innlán jukust í gegnum efnahagsþrengingarnar í kjölfar heimsfaraldursins.
Fjölskylda að útbúa mat
21. febrúar 2022 - Greiningardeild

Vikan framundan

  • Á þriðjudag birtir Hagstofan launavísitöluna fyrir janúar. Iceland Seafood birtir ársuppgjör.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð Peningastefnunefndar.
  • Á fimmtudag Hagstofan niðurstöður úr vinnumarkaðsrannsókn sinni. Brim, Kvika banki og VÍS birta ársuppgjör.
  • Á föstudag birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs. Við spáum því að vísitalan hækki um 0,8% milli mánaða og að verðbólgan hækki úr 5,7% í 5,8%. Auk þess birtir Hagstofan vöru- og þjónustujöfnuð fyrir 4. ársfjórðung þennan dag.

Mynd vikunnar

Tölur um innlán og yfirdráttarlán heimilanna benda til þess að fjárhagsleg staða þeirra hafi batnað nokkuð á síðustu árum. Þannig hafa innlán heimilanna aukist um 54% að raunvirði frá árslokum 2013, þar af um 9% frá lokum febrúar 2020 rétt áður en Covid-19 heimsfaraldurinn skall á. Nokkra athygli vekur að innlán jukust í gegnum þessar efnahagsþrengingar en innlán drógust verulega saman í kjölfar falls viðskiptabankanna haustið 2008. Yfirdráttarlán hafa dregist nokkuð saman síðustu ár og eru nú 27% lægri að raunvirði en í lok árs 2013.

Efnahagsmál

Fjármálamarkaðir

Eik, Eimskip, Reitir, Síminn og Sýn birtu ársuppgjör í síðustu viku.

Arion banki, Sjóvá og Reginn birtu ársskýrslur fyrir 2021.

Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði (viðbótarútgáfa) og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 21. febrúar 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ský
13. jan. 2025
Vikubyrjun 13. janúar 2025
Atvinnuleysi var að meðaltali 3,5% árið 2024, líkt og við spáðum í október. Komur erlendra ferðamanna til Íslands á árinu voru lítillega fleiri en við bjuggumst við, eða tæplega 2,3 milljónir, og desembermánuður var sá fjölmennasti frá upphafi. Í síðustu viku gáfum við út verðbólguspá og gerum ráð fyrir að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6% í janúar.
Fataverslun
9. jan. 2025
Spáum 4,6% verðbólgu í janúar
Við spáum því að vísitala neysluverðs lækki um 0,32% á milli mánaða í janúar og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,6%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í apríl.
6. jan. 2025
Vikubyrjun 6. janúar 2025
Í vikunni birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi í desember og birtar verða tölur um atvinnuleysi í Bandaríkjunum. Einnig fara fram verðmælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir mælinguna fimmtudaginn 30. janúar.
2. jan. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 2. janúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvöllur, Leifsstöð
19. des. 2024
Verðbólga stendur í stað á milli mánaða
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,39% á milli mánaða í desember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga stendur því í stað í 4,8%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 3,9% í mars.
Símagreiðsla
17. des. 2024
Kröftug kortavelta í aðdraganda jóla 
Kortavelta landsmanna færist enn í aukana þrátt fyrir hátt vaxtastig. Innlán heimila hafa vaxið og yfirdráttur ekki aukist. Erlendir ferðamenn hér á landi eyða líka þó nokkuð fleiri krónum en á sama tíma í fyrra. 
Greiðsla
16. des. 2024
Munu lægri vextir leiða til meiri neyslu?
Seðlabankinn hóf vaxtalækkunarferlið í október með 25 punkta lækkun og fylgdi því eftir með 50 punkta lækkun í nóvember. Þetta gerði bankinn rétt fyrir mestu neyslutíð ársins, með öllum sínum tilboðsdögum og jólainnkaupum.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
16. des. 2024
Vikubyrjun 16. desember 2024
Í vikunni fáum við vísitölur íbúðaverðs og leiguverðs frá HMS og vísitölu neysluverðs frá Hagstofunni en við gerum ráð fyrir lítilsháttar hjöðnun verðbólgu úr 4,8% í 4,7%. Um 9,3% fleiri erlendir ferðamenn komu til landsins í nóvember en á sama tíma í fyrra og skráð atvinnuleysi var 0,3 prósentustigum meira en það var í nóvember í fyrra. Seðlabanki Evrópu og Seðlabanki Sviss lækkuðu vexti í síðustu viku og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Bandaríkjanna og Englandsbanka í þessari viku.
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur