20. september 2021 - Hagfræðideild
Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs fyrir ágúst.
- Á miðvikudag birtir Hagstofan launavísitöluna og tengdar vísitölur.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni.
Mynd vikunnar
Í tölum um kortaveltu Íslendinga má sjá skýr merki um að ferðhugur Íslendinga sé farinn að aukast á ný. Þannig jukust kaup á þjónustu ferðaskrifstofa um 210% milli ára í ágúst. Þrátt fyrir aukninguna námu þessi kaup þó aðeins um helming af því sem var í ágúst 2019. Bæði sumrin 2020 og 2021 eyddu Íslendingar mun meira í kaup á gistiþjónustu innanlands en fyrir faraldurinn.
Efnahagsmál
- Kortavelta jókst um 11% að raunvirði milli ára í ágúst. Aukningin er að mestu leyti tilkomin vegna aukningar í kortaveltu erlendis frá þar sem Íslendingar eru nú farnir að ferðast til útlanda í auknum mæli.
- Hagfræðideildin spáir því að vísitala neysluverð hækki um 0,5% milli mánaða í september og ársverðbólgan hækki úr 4,3% í 4,4%. Helstu áhrifaþættir milli mánaða eru hækkanir á húsnæðisverði og útsölulok á fatnaði og skóm. Verðbólguhorfur til næstu mánaða hafa versnað nokkuð vegna veikingar á krónunni.
- Afkoma hins opinbera var neikvæð um 11,1% af VLF á 2. ársfjórðungi og neikvæð um 8,6% af VLF í fyrra.
- Hagstofan birti afla í ágúst og skammtímavísa ferðaþjónustu.
Fjármálamarkaðir
- Miðað við lok ágúst þá er árshækkun hlutabréfa hér á landi sú mesta í heiminum, sé litið til helstu hlutabréfamarkaða.
- Landsbankinn og Lánasjóður Sveitarfélaga luku skuldabréfaútboði í síðustu viku.
- Iceland Seafood keypti 85% hlut í spænsku smásölufyrirtæki.
- Reykjavíkurborg lækkaði áætlana lántöku í ár.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
23. sept. 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
16. sept. 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
5. sept. 2024
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
3. sept. 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. sept. 2024
Verðbólga lækkaði óvænt á milli mánaða í ágúst. Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, en á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur í fyrra var meiri en áður var talið og einnig að samdráttur var minni á fyrsta ársfjórðungi. Í þessari viku birtir Seðlabankinn gögn um greiðslujöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.
30. ágúst 2024
Hagkerfið dróst örlítið saman á milli ára á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Á sama tíma er nú ljóst að hagvöxtur var meiri í fyrra en áður var talið og samdráttur einnig minni á fyrsta ársfjórðungi. Umsvif í hagkerfinu eru því meiri en áður var talið þótt landsframleiðsla dragist saman.
29. ágúst 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í ágúst, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Ísland. Ársverðbólga lækkar því úr 6,3% í 6,0%, um 0,3 prósentustig. Vísitalan hækkaði nokkuð minna en við gerðum ráð fyrir, en við spáðum óbreyttri verðbólgu. Það sem kom okkur mest á óvart var lækkun á menntunarliðnum, sem skýrist af niðurfellingu á skólagjöldum einstaka háskóla. Verð á matarkörfunni lækkaði í fyrsta skiptið í þrjú ár.