Viku­byrj­un 20. des­em­ber 2021

Hlutfall af greiðslukortaveltu í verslun sem fer fram í gegnum netið var mun hærra í nóvember en fyrri mánuði ársins, en margar verslanir bjóða upp á sérkjör á sérstökum afsláttardögum í nóvember í netverslun.
Fjöll
20. desember 2021 - Hagfræðideild

Vikan framundan

Á þriðjudag birtir Hagstofan desembermælingu vísitölu neysluverðs. Við spáum því að vísitalan hækki um 0,3% milli mánaða og að verðbólgan hækki úr 4,8% í 4,9%. Auk þess birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs, Hagstofan launavísitöluna og Seðlabankinn Hagvísa þennan dag.

Á miðvikudag birtir Hagstofan niðurstöður úr mánaðarlegri vinnumarkaðsrannsókn sinni og Ferðamálastofa birtir samantektina Ferðaþjónusta í tölum.

Mynd vikunnar

Hlutfall af greiðslukortaveltu í verslun sem fer fram í gegnum netið var mun hærra í nóvember en fyrri mánuði ársins, en margar verslanir bjóða upp á sérkjör á sérstökum afsláttardögum í nóvember í netverslun. Aðstæður voru þó betri í ár en í fyrra til þess að heimsækja verslanir og var hlutfall netverslunar því ekki jafn hátt í ár og í fyrra. Sjá nánar Hagsjá: Netverslun og kaup á þjónustu áberandi í nóvember.

Efnahagsmál

Gögn um kortaveltu, sem Seðlabankinn birti í síðustu viku, benda til þess að jólavertíðin hafi farið vel af stað. Alls jókst kortavelta um 20% milli ára í nóvember miðað við fast verðlag og fast gengi, þar af jókst kortavelta í verslun innanlands um 10% og kortavelta erlendis um 95%. Nóvembermánuður var veltumesti mánuður í kortanotkun Íslendinga erlendis síðan í júlí 2019.

Verð íslenskra sjávarafurða í erlendri mynt hækkaði milli ársfjórðunga á þriðja ársfjórðungi. Hækkunin skýrist einungis af mikilli hækkun botnfisksverðs, en verð á uppsjávarfiski lækkaði.

Afli í nóvember var 97 þúsund tonn samanborið við 64 þúsund tonn í nóvember 2020. Mestu munar um að síldaraflinn var 47 þúsund tonn samanborið við 14 þúsund tonn í fyrra. Þorskafli dróst saman um 2 þúsund tonn og kolmuni jókst um 1,2 þúsund tonn.

Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu.

Ferðamálastofa birti niðurstöðu úr könnun meðal ferðaþjónustuaðila.

Hagstofan birti eftirfarandi talnaefni um 2020: launakostnað á unna stund, rekstrar- og efnahagsreikning, starfandi í menningu og hagur veiða og vinnslu.

Fjármálamarkaðir

Arion banki tilkynnti um áframhald á endurkaupaáætlun og um uppfærð fjárhagsleg markmið.

Sýn lauk sölu á óvirkum farsímainnviðum félagsins.

Reitir luku endurkaupaáætlun.

Lánasjóður sveitarfélaga birti útgáfuáætlun fyrir 2022.

Lánasjóður sveitarfélaga, Arion banki og Eik luku skuldabréfaútboðum.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 20. desember 2021 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Sky Lagoon
18. jan. 2022

Það hægir á neysluaukningu erlendra ferðamanna

Neyslumynstur erlendra ferðamanna breyttist mikið eftir að faraldurinn skall á. Þannig hafa ferðamenn að meðaltali eytt töluvert meira í sínum eigin gjaldmiðli í Íslandsferðinni en fyrir faraldur. Að einhverju leyti endurspeglar þetta breytta samsetningu ferðamanna sem hingað koma og er ef til vill vísbending um að hingað hafi komið efnaðri ferðamenn eftir faraldur.
USD
17. jan. 2022

Vikubyrjun 17. janúar 2022

Verðbólga í Bandaríkjunum mældist rúmlega 7% í desember. Þetta er í fyrsta sinn síðan í febrúar 1982 sem verðbólga mælist yfir 7% þarlendis en hún fór hæst í 14,8% í mars 1980.
Posi og greiðslukort
14. jan. 2022

Jólavertíðin góð þrátt fyrir ómíkron

Nýtt afbrigði veirunnar og sóttvarnaraðgerðir virðast ekki hafa haft mikil áhrif á venjur fólks í desembermánuði. Neyslan mældist meiri en í hefðbundnum desembermánuði fyrir faraldur.
Þvottavélar
13. jan. 2022

Spáum 5,0% verðbólgu í janúar

Hagstofan birtir janúarmælingu vísitölu neysluverðs (VNV) föstudaginn 28. janúar. Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,2% lækkun vísitölunnar milli mánaða. Gangi spáin eftir lækkar verðbólga úr 5,1% í 5%. Við spáum því að verðbólga án húsnæðis verði 3% í janúar.
Smiður að störfum
12. jan. 2022

Atvinnuleysi í desember undir 5% þriðja mánuðinn í röð

Almennt atvinnuleysi var að meðaltali 7,7% á árinu 2021, 0,2 prósentustigum lægra en árið 2020. Atvinnuleysið á árunum 2009 og 2010 var 8,0% og 8,1% þannig að 2021 er þriðja hæsta atvinnuleysisárið frá aldamótum.
Hverasvæði
11. jan. 2022

Mikill vöxtur í flestum atvinnugreinum

Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst um 19% milli ára að raunvirði í september og október í fyrra og er þetta fjórða uppgjörstímabilið í röð sem vöxtur mælist. Það er ljóst að hagkerfið er óðum að ná vopnum sínum og margar atvinnugreinar að rétta úr kútnum. Þróunin er þó misjöfn eftir greinum.
Háþrýstiþvottur
10. jan. 2022

Nokkuð gott jafnvægi að myndast á vinnumarkaði

Meðalatvinnuleysi hefur verið 4,8% frá árinu 2003 og atvinnuleysi ungs fólks (16-24 ára) 13,3%. Atvinnuleysi ungra hefur því að meðaltali verið 2,2 sinnum hærra en meðaltalið. Hlutfallið var mjög hátt í upphafi tímabilsins, lækkaði svo fram til ársloka 2016, en tók þá tímabundið stökk upp á við. Miðað við tölur Hagstofunnar hefur hlutfall atvinnuleysis ungra miðað við heildina aldrei verið lægra en á þessu ári þar sem það hefur verið 1,8 sinnum hærra en allra.
Grafarholt
10. jan. 2022

Vikubyrjun 10. janúar 2022

Ólíkt fasteignaverði hefur leiguverð þróast með rólegasta móti frá því að heimsfaraldurinn skall á. Þannig hefur vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu einungis hækkað um 1,9% frá því í janúar 2020 á meðan vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um 24,6%.
Seðlabanki Íslands
7. jan. 2022

Krónan veiktist lítillega í desember

Íslenska krónan veiktist lítillega á móti gjaldmiðlum helstu viðskiptalanda okkar í desember, að japanska jeninu undanskildu. Seðlabankinn greip ekki inn í markaðinn í desember.
New temp image
6. jan. 2022

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi bréf í flokknum LBANK CB 25 að fjárhæð 700 m.kr. á kröfunni 4,18% (0,47% álag á ríki) í útboði 7. desember.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur