Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 19. apríl 2022

Velta innlendra greiðslukorta jókst um 12% að raunvirði milli ára í mars. Eins og í janúar og febrúar skýrist aukningin alfarið af tvöföldun í aukningu hjá erlendum söluaðilum.
Posi og greiðslukort
19. apríl 2022 - Greiningardeild

Vikan framundan

Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs.

Mynd vikunnar

Velta innlendra greiðslukorta jókst um 12% að raunvirði milli ára í mars. Eins og í janúar og febrúar skýrist aukningin alfarið af tvöföldun hjá erlendum söluaðilum. Óveruleg breyting var á veltu innanlands. Þessi mikla aukning erlendis ætti ekki að koma á óvart í ljósi mikillar aukningar í utanlandsferðum Íslendinga, en þær voru 77.400 á tímabilinu janúar-mars í ár í samanburði við 11.600 á sama tíma i fyrra. Það að neysla erlendis hafi aukist mun minna en utanlandsferðir skýrist af því að netverslun færist sífellt í aukana. Aukin netverslun gerði það að verkum að neysla á erlendri vöru og þjónustu datt aldrei alveg niður, þrátt fyrir nær engin ferðalög þegar faraldurinn stóð sem hæst.

Efnahagsmál

Brottfarir erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli voru um 101 þúsund í mars. Þetta eru 13% færri farþegar en 2016, en 2016 er það ár sem að kemur næst 2022 varðandi fjölda erlendra ferðamanna. Þetta rímar við að gistinætur ferðamanna voru um 15% færri en í mars 2016. Hins vegar var velta erlendra greiðslukorta hér á landi einungis 3,5% minni (á föstu gengi) nú í mars en í mars 2016.

Velta innlendra greiðslukorta jókst um 12% að raunvirði milli ára í mars. Þar af jókst velta hjá erlendum söluaðilum um 110% og velta í verslunum hér á landi um 0,4%. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi sjöfaldaðist milli ára í mars.

Hagstofan birti fjármálareikninga fyrir 2021 og afla í mars.

Fjármálamarkaðir

Ekkert skuldabréfaútboð var í síðustu viku.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 19. apríl 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fjölskylda við matarborð
13. okt. 2025
Vikubyrjun 13. október 2025
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og við var búist. Þó mátti greina aukna bjartsýni í yfirlýsingu nefndarinnar. Skráð atvinnuleysi var 3,5% í september og jókst um 0,1 prósentustig á milli mánaða. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fjölgaði um 0,5% í september og utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 14%.
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.  
Seðlabanki Íslands
2. okt. 2025
Þrálát verðbólga kallar á óbreytta vexti
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. 
1. okt. 2025
Mánaðamót 1. október 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íbúðahús
29. sept. 2025
Vikubyrjun 29. september 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.
Litríkir bolir á fataslá
25. sept. 2025
Verðbólga eykst í takt við væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.
Bílar
23. sept. 2025
Aukin neysla, aldrei jafnmargar utanlandsferðir og bílakaup færast í aukana
Greiðslukortavelta heimila heldur áfram að aukast samhliða aukinni einkaneyslu. Það sama má segja um utanlandsferðir Íslendinga en það sem af er ári hafa Íslendingar farið í rúmlega 20% fleiri utanlandsferðir en á sama tímabili í fyrra. Auk þess að fara meira til útlanda virðast landsmenn kaupa þó nokkuð fleiri bíla en í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru nýskráðir bílar um 28% fleiri en á sama tíma í fyrra.
Íbúðahús
22. sept. 2025
Vikubyrjun 22. september 2025
Raunverð íbúða lækkaði á milli ára í ágúst, í fyrsta skipti frá því í byrjun árs 2024. Nafnverð íbúða hefur aðeins hækkað um 2,2% á einu ári og sífellt lengri tíma tekur að selja íbúðir. Leiguvísitalan hækkaði þó í ágúst og hækkandi leiguverð hefur með tímanum áhrif á verðbólgumælingar. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs næsta fimmtudag.
Fólk við Geysi
15. sept. 2025
Vikubyrjun 15. september 2025
Ferðamönnum hélt áfram að fjölga af krafti í ágúst og Íslendingar slógu enn eitt metið í fjölda utanlandsferða. Atvinnuleysi hélst óbreytt á milli mánaða í 3,4% og er lítillega meira en á sama tíma í fyrra. Í þessari viku birtir HMS nýjustu gögn um íbúðamarkað og við fylgjumst með vaxtaákvörðunum í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Bakarí
11. sept. 2025
Spáum 4,1% verðbólgu í september
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.