Vikan framundan
- Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á föstudag birtir Hagstofan launavísitöluna og Þjóðskrá veltu á fasteignamarkað
Mynd vikunnar
Samkvæmt nýjustu fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands jukust vanskil fyrirtækja ekki verulega í kjölfar faraldursins. Það skýrist að miklu leyti af því að töluverður fjöldi fyrirtækja nýtti sér úrræði um sérstakt greiðsluhlé á lánum. Þannig voru tæp 17% lána í frystingu í lok febrúar sem er 13,3 prósentustiga aukning milli ára. Aukning lána í frystingu er langmest í þjónustugeiranum, en ferðaþjónustufyrirtæki eru almennt í þeim flokki. Að mati Seðlabankans er viðbúið að vanskil, og gjaldþrot fyrirtækja muni aukast verulega þegar dregur úr stuðningsaðgerðum stjórnvalda.
Það helsta frá síðustu viku
- Greiðslukortavelta Íslendinga jókst verulega innanlands milli ára í mars.
- Við spáum því að verðbólgan lækki úr 4,3% í 4,1% í apríl.
- Seðlabankinn birti yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fyrri fjármálastöðugleikaskýrslu ársins.
- Atvinnuleysi minnkaði áfram í mars.
- 4.600 erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð í mars.
- Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu.
- Aðalfundur Landsvirkjunar samþykkti arðgreiðslu til ríkisins.
- Fitch hækkaði lánshæfiseinkunn OR.
- Arion banki lauk framkvæmd endurkaupaáætlunar.
- Hagstofan birti bráðabirgðatölur um vöruviðskipti í mars, tilraunatölfræði um gistinætur og tilraunatölfræði um látna eftir vikum.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.