Vikubyrjun 19. ágúst
Atvinnuþátttaka var 84% í júní og hefur ekki verið meiri síðan í júlí 2018. 209 þús. manns voru starfandi og 6.800 atvinnulausir. Starfandi voru um 6 þús. fleiri nú í júní en í júní 2018. Vikulegur vinnutími var að jafnaði 40,1 stundir í júní og hafði fækkað um 0,6 stundir frá júní 2018.

16. ágúst 2019
Vikan framundan
- Í dag birta Reitir hálfsársuppgjör.
- Á morgun birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn niðurstöður könnunar á væntingum markaðsaðila á þriðja ársfjórðungi. VÍS birtir hálfsársuppgjör.
- Á fimmtudag birta Origo og Sjóvá hálfsársuppgjör.
- Á föstudag birtir TM hálfsársuppgjör.
Mynd vikunnar
Atvinnuþátttaka var 84% í júní og hefur ekki verið meiri síðan í júlí 2018. 209 þús. manns voru starfandi og 6.800 atvinnulausir. Starfandi voru um 6 þús. fleiri nú í júní en í júní 2018. Vikulegur vinnutími var að jafnaði 40,1 stundir í júní og hafði fækkað um 0,6 stundir frá júní 2018. Séu breytingar á fjölda starfandi og vikulegum vinnutíma teknar saman jókst vinnuaflsnotkun um 1,8% á 1. ársfjórðungi og 2,0% á 2. ársfjórðungi í ár.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Skráð atvinnuleysi var 3,4% í júní.
- Hagstofan birti tölur um vöru- og þjónustujöfnuð í maí, skammtímahagvísa ferðaþjónustu í ágúst, tölur um aflaverðmæti íslenskra skipa á árinu 2018 og aflamagn í júlí.
- Þjóðskrá birti tölur um fjölda þinglýstra leigusamninga fyrir íbúðarhúsnæði eftir landshlutum í júlí og ávöxtun af leigu íbúðarhúsnæðis.
- Reginn birti hálfsársuppgjör.
- Hluthafar HB Granda samþykktu kaup á sölufélögum.
- Greiningardeild Arion banka birti uppfærða hagspá.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

8. des. 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.

1. des. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

1. des. 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.

28. nóv. 2025
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.

27. nóv. 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.

24. nóv. 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.

21. nóv. 2025
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.

17. nóv. 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.

14. nóv. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.

13. nóv. 2025
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.