Viku­byrj­un 18. októ­ber 2021

Um 40% færri ferðamenn fóru um Leifsstöð í september en í september 2019. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í september var hins vegar einungis 9% lægri en í september 2019.
Flugvél
18. október 2021 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Við kynnum nýja þjóðhags- og verðbólguspá á miðvikudag. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.
  • Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og Hagar birta uppgjör.
  • Á miðvikudag birta Icelandair og Marel uppgjör sín og Seðlabankinn birtir fundargerð peningastefnunefndar.
  • Á fimmtudag birta Origo og VÍS uppgjör.
  • Á föstudag birtir Hagstofan launavísitöluna fyrir september.

Mynd vikunnar

108 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð í september, sem er um 40% færri ferðamenn en í september 2019. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í september var hins vegar einungis 9% lægri en í september 2019 (á föstu gengi). Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var heildarfjöldi gistinótta útlendinga hér á landi í september um 30% lægri en í september 2019.

Efnahagsmál

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 18. október 2021 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Foss
11. sept. 2023
Vikubyrjun 11. september 2023
Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar. Samkvæmt henni greiddi einn nefndarmaður atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra um að hækka vexti um 0,50 prósentustig á síðasta fundi nefndarinnar og hefði heldur kosið að hækka þá um 0,25 prósentustig. Í þessari viku berast gögn yfir fjölda brottfara um Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og kortaveltu.
4. sept. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
Bláa lónið
4. sept. 2023
Vikubyrjun 4. september 2023
Verðbólga jókst úr 7,6% í 7,7% samkvæmt ágústmælingu Hagstofunnar. Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi samkvæmt nýjum þjóðhagsreikningum sem Hagstofan birti í vikunni, en hagvöxtur á fyrsta ársfjórðungi mældist 7,1%. Minni vöxtur einkaneyslu skýrir að stórum hluta minni hagvöxt á öðrum ársfjórðungi.
Fataverslun
31. ágúst 2023
Hægir á hagvexti og einkaneysla á mann dregst saman
Hagvöxtur mældist 4,5% á öðrum ársfjórðungi, samkvæmt fyrsta mati Hagstofunnar. Eins og við var að búast benda tölurnar til þess að hægt hafi á hagkerfinu, en hagvöxtur mældist 7,1% á fyrsta ársfjórðungi. Vaxtahækkanir hafa tekið að tempra innlenda eftirspurn á sama tíma og hægt hefur á vexti kaupmáttar á síðustu misserum. Einkaneysla jókst örlítið en vegna hraðrar fólksfjölgunar dróst hún saman á mann.
Frosnir ávextir og grænmeti
30. ágúst 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,6% í 7,7%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% milli mánaða í ágúst og við það jókst ársverðbólga úr 7,6% í 7,7%. Við eigum þó enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og gerum nú ráð fyrir að verðbólgan verði komin niður í 6,4% í nóvember. Þetta er fyrsti mánuðurinn síðan í apríl 2021 þar sem húsnæði ber ekki ábyrgð á stærstum hluta verðbólgunnar. Nú bera bæði innfluttar vörur og þjónusta ábyrgð á stærri hluta verðbólgunnar en húsnæði.
Ferðafólk
28. ágúst 2023
Vikubyrjun 28. ágúst 2023
Í síðustu viku hækkaði Peningastefnunefnd vexti um 0,5 prósentustig. Auk þess birti SÍ Peningamál, HMS birti mánaðarskýrslu, Hagstofan birti veltu skv. VSK-skýrslum og vöru- og þjónustujöfnuð, auk þess sem nokkur uppgjör voru birt. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágúst og þjóðhagsreikninga fyrir 2. ársfjórðung.
21. ágúst 2023
Vikubyrjun 21. ágúst 2023
Óleiðréttur launamunur karla og kvenna dróst saman árið 2022 frá fyrra ári úr 10,2% í 9,1%. Við útreikning á óleiðréttum mun er reiknað meðaltímakaup karla og kvenna fyrir októbermánuð hvers árs. Bæði grunnlaun og allar aukagreiðslur, eins og vegna álags eða bónusa, eru teknar með.
Fataverslun
17. ágúst 2023
Spáum 7,5% verðbólgu í ágúst
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,18% milli mánaða í ágúst og að ársverðbólga lækki úr 7,6% í 7,5%. Útsölulok hafa mest áhrif til hækkunar milli mánaða samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er húsnæðisverð og árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur