Viku­byrj­un 18. októ­ber 2021

Um 40% færri ferðamenn fóru um Leifsstöð í september en í september 2019. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í september var hins vegar einungis 9% lægri en í september 2019.
Flugvél
18. október 2021 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Við kynnum nýja þjóðhags- og verðbólguspá á miðvikudag. Hér er hægt að skrá sig á fundinn.
  • Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu og Hagar birta uppgjör.
  • Á miðvikudag birta Icelandair og Marel uppgjör sín og Seðlabankinn birtir fundargerð peningastefnunefndar.
  • Á fimmtudag birta Origo og VÍS uppgjör.
  • Á föstudag birtir Hagstofan launavísitöluna fyrir september.

Mynd vikunnar

108 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Leifsstöð í september, sem er um 40% færri ferðamenn en í september 2019. Velta erlendra greiðslukorta hér á landi í september var hins vegar einungis 9% lægri en í september 2019 (á föstu gengi). Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar var heildarfjöldi gistinótta útlendinga hér á landi í september um 30% lægri en í september 2019.

Efnahagsmál

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 18. október 2021 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Háþrýstiþvottur
26. nóv. 2021

Vinnumarkaður óðum að ná fyrri styrk

Í upphafi ársins 2006 voru innflytjendur rúmlega 7% af starfandi fólki. Í september 2021 voru þeir um 23% sé miðað við 12 mánaða meðaltal. Myndin er dálítið öðruvísi þegar litið er til hlutfalls innflytjenda af atvinnulausu fólki. Í september í árhöfðu innflytjendur að meðaltali verið rúmlega 40% af þeim sem voru skráðir atvinnulausir síðustu 12 mánuði og hafði hlutfallið tvöfaldast frá seinni hluta ársins 2016. Í upphafi árs 2006 voru innflytjendur innan við 5% af skráðum atvinnulausum. Innflytjendur bera því meiri byrðar af atvinnuleysi en gildir um Íslendinga.
Sendibifreið og gámar
25. nóv. 2021

Halli á vöru- og þjónustuviðskiptum breytist í afgang

Útflutningur vöru og þjónustu nam 356,2 mö.kr. á þriðja ársfjórðungi og jókst um 108 ma.kr., eða 43,5%, miðað við sama tímabil í fyrra. Innflutningur vöru og þjónustu nam 343,3 mö.kr. og jókst einnig verulega eða um 82,9 ma.kr., eða 31,9%. Afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum nam 12,9 mö.kr. en 12,2 ma.kr. halli mældist á sama tímabili í fyrra. Jákvæður viðsnúningur nam því 25 mö.kr. milli ára.
Gata í Reykjavík
25. nóv. 2021

Verðbólgan jókst í nóvember en minna en búist var við

Vísitala neysluverðs (VNV) hækkaði um 0,35% milli mánaða í nóvember og mælist verðbólga nú 4,8% í samanburði við 4,5% í október. Þetta var minni hækkun en búist var við, en við höfðum spáð +0,5% milli mánaða.
Smiður
24. nóv. 2021

Áfram mikil hækkun launavísitölu í október

Launavísitalan hækkaði um 0,5% milli september og október samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 7,6%, sem er svipaður árstaktur og verið hefur síðustu mánuði. Árshækkunartaktur launa hefur verið vel ofan við 7% allt frá því í október 2020 sem er töluvert hærra en hefur verið frá miðju ári 2017.
Fjölbýlishús
22. nóv. 2021

Fyrstu kaupendur aldrei verið fleiri

Fyrstu kaupendum hefur fjölgað mjög á síðustu misserum. Þeir eru yngri og kaupa minni íbúðir en áður. Meðalkaupverð íbúðar fyrstu kaupenda á höfuðborgarsvæðinu er um 50 milljónir.
Bananar í verslun
22. nóv. 2021

Vikubyrjun 22. nóvember 2021

Óhætt er að segja að verðbólguhorfur hafi versnað verulega eftir því sem liðið hefur á árið í ár, en Seðlabankinn hefur hækkað verðbólguspá sína verulega innan árs.
Vetni
18. nóv. 2021

Meiri notkun vetnis gæti skipt íslenska hagkerfið miklu máli

Stóraukin framleiðsla og notkun á vetni getur verið nauðsynleg til þess að ná markmiðum í loftsalagsmálum. Vetnisvæðing fiskiskipa- og flutningaskipaflotans kemur vel til greina og sama má segja um flutninga- og leigubíla og jafnvel flugvélar. Notkun vetnis á þessum sviðum myndi gera íslenska hagkerfið næstum óháð jarðefnaeldsneyti. Að því leyti gæti vetnisvæðing komið í kjölfarið á raf- og hitaveituvæðingu þjóðarinnar. Þessu til viðbótar er ljóst að nálægar þjóðir eru sem óðast að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Þar mun eftirspurn vaxa mikið eftir orkugjöfum eins og vetni. Það er því eftir miklu að slægjast.
Ferðafólk
17. nóv. 2021

Landsmenn neysluglaðir, innanlands sem erlendis

Mikill vöxtur mældist í kortaveltu Íslendinga í október bæði innanlands og erlendis. Ferðalög eru orðin algengari og þeir sem fara út eyða meiru en áður. Innanlands mælist mikill vöxtur í kaupum á þjónustu og er mikið undir fyrir menningarstarfsemi nú þegar jólaskemmtanir eru rétt handan við hornið.
Seðlabanki Íslands
17. nóv. 2021

Mikil hækkun íbúðaverðs, bið eftir áhrifum af aðgerðum Seðlabankans

Íbúðaverð hækkaði um 1,4% milli mánaða í október sem er talsvert mikil hækkun, meiri en sást mánuðinn á undan. Raunverð er farið að hækka talsvert hraðar en kaupmáttur launa og hækkanir því ósjálfbærar til lengri tíma. Það er enn mat Hagfræðideildar að ró muni færast yfir markaðinn á næstu misserum, sér í lagi þegar aðgerðir Seðlabankans eru farnar að virka.
Rafbíll í hleðslu
15. nóv. 2021

Vikubyrjun 15. nóvember 2021

Samkvæmt útreikningum Orkuskiptanefndarinnar þarf að minnka losun CO2 um 17 gígatonn á ári til þess að markmiðið um takmörkun hitastigs jarðarinnar náist.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur