Viku­byrj­un 18. maí

Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá sem við birtum í síðustu viku mun landsframleiðsla dragast saman um tæplega 9% á árinu 2020 vegna áhrifa af Covid-19. Samdráttarskeiðið verður stutt og er gert ráð fyrir að á næsta ári verði hagvöxtur 5% og 3% árið 2022. Í grunnspá okkar gerum við ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist á seinni helmingi ársins samhliða því sem faraldurinn gengur niður án þess að verulegt bakslag komi í baráttuna gegn veirunni.
15. maí 2020

Vikan framundan

  • Í dag birta Hagar og Iceland Seafood árshlutauppgjör.
  • Á morgun birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabanki Íslands vaxtaákvörðun, samhliða ákvörðuninni verða Peningamál 2020/1 birt. Brim birtir árshlutauppgjör.
  • Á föstudag birtir Hagstofan mánaðarlega launavísitölu fyrir apríl.

Mynd vikunnar

Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá sem við birtum í seinustu viku mun landsframleiðsla dragast saman um tæplega 9% á árinu 2020 vegna áhrifa af Covid-19. Samdráttarskeiðið verður stutt og er gert ráð fyrir að á næsta ári verði hagvöxtur 5% og 3% árið 2022. Það verður seint lögð of mikil áhersla á að óvissa er gríðarlega mikil á þessum fordæmalausu tímum, bæði hvað varðar þróun faraldursins sjálfs og efnahagslegar afleiðingar hans. Í grunnspá okkar gerum við ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist á seinni helmingi ársins samhliða því sem faraldurinn gengur niður án þess að verulegt bakslag komi í baráttuna gegn veirunni. Þar er þó engan veginn á vísan að róa. Í ljósi þeirrar miklu óvissu sem nú ríkir höfum við því þróað tvær sviðsmyndir samhliða grunnspánni. Í annarri þeirra er gert ráð fyrir talsvert neikvæðari þróun, að veiran blossi upp að nýju eftir að fyrsta bylgjan er um garð gengin. Efnahagsbatinn fer því seinna af stað og verður töluvert veikari á næsta ári en gert er ráð fyrir í grunnspá. Við birtum einnig bjartsýnni sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir hraðari efnahagsbata í heiminum og sterkari eftirspurn í helstu viðskiptalöndum okkar. Sú sviðsmynd gerir ráð fyrir að þróun skilvirkrar meðferðar og/eða bóluefnis gegn Covid-19 gangi talsvert hraðar en nú er útlit fyrir.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 18. maí 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 18. maí 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 18. maí 2020 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
1. okt. 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. október 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Byggingakrani og fjölbýlishús
30. sept. 2024
Vikubyrjun 30. september 2024
Verðbólga í september var nokkuð undir væntingum og lækkaði úr 6,0% niður í 5,4%. Þrátt fyrir það teljum við að peningastefnunefnd vilji sýna varkárni þegar hún hittist í byrjun vikunnar og haldi vöxtum óbreyttum á miðvikudaginn.
Bakarí
27. sept. 2024
Verðbólga undir væntingum annan mánuðinn í röð - lækkar í 5,4%
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,24% á milli mánaða í september, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 6,0% í 5,4%, eða um 0,6 prósentustig. Verðbólga hefur ekki mælst lægri síðan í desember 2021.
27. sept. 2024
Spáum varkárni í peningastefnu og óbreyttum vöxtum
Ýmis merki eru um nokkuð kröftuga eftirspurn í hagkerfinu þótt verðbólga sé á niðurleið og landsframleiðsla hafi dregist saman það sem af er ári. Kortavelta eykst statt og stöðugt á milli ára, íbúðaverð er á hraðri uppleið, velta á íbúðamarkaði er meiri en í fyrra og atvinnuleysi hefur ekki aukist að ráði. Við teljum að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum áfram óbreyttum í 9,25% í næstu viku, sjöunda skiptið í röð.
Þjóðvegur
23. sept. 2024
Vikubyrjun 23. september 2024
Í vikunni birtir Seðlabankinn yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fjármálastöðugleikaskýrslu. Þá gefur Hagstofan út verðbólgumælingu fyrir septembermánuð á föstudag. Í síðustu viku gaf HMS út vísitölu íbúðaverðs sem hækkaði talsvert á milli mánaða og vísitölu leiguverðs sem lækkaði á milli mánaða. Kortaveltugögn sem Seðlabankinn birti í síðustu viku benda til þess að þó nokkur kraftur sé í innlendri eftirspurn eftir vörum og þjónustu.
Alþingishús
16. sept. 2024
Vikubyrjun 16. september 2024
Í vikunni birtist meðal annars vísitala íbúðaverðs, vísitala leiguverðs og tölur um veltu greiðslukorta í ágúst. Í síðustu viku birtust tölur um fjölda ferðamanna sem hingað komu í ágúst, en þeir voru svipað margir og í ágúst í fyrra. Atvinnuleysi jókst lítillega á milli mánaða í ágúst. Fjárlög fyrir 2025 voru kynnt.
12. sept. 2024
Spáum að verðbólga lækki í 5,7% í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08% á milli mánaða í september og að verðbólga lækki úr 6,0% niður í 5,7%. Við eigum von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9% í lok árs.
9. sept. 2024
Vikubyrjun 9. september 2024
Í þessari viku ber hæst útgáfa á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi á morgun. Í síðustu viku birtist fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn voru sammála um að halda vöxtum óbreyttum á síðasta fundi, ólíkt því sem var síðustu þrjá fundi þar áður þar sem einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 0,25 prósentustig.
6. sept. 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - ágúst 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Lyftari í vöruhúsi
5. sept. 2024
Halli á viðskiptum við útlönd á 2. ársfjórðungi
Halli mældist á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs, ólíkt öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar lítils háttar afgangur mældist. Það var afgangur af þjónustujöfnuði og frumþáttatekjum, en halli á vöruskiptum og rekstrarframlögum. Hrein staða þjóðarbúsins versnaði lítillega á fjórðungnum.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur