Viku­byrj­un 18. maí

Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá sem við birtum í síðustu viku mun landsframleiðsla dragast saman um tæplega 9% á árinu 2020 vegna áhrifa af Covid-19. Samdráttarskeiðið verður stutt og er gert ráð fyrir að á næsta ári verði hagvöxtur 5% og 3% árið 2022. Í grunnspá okkar gerum við ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist á seinni helmingi ársins samhliða því sem faraldurinn gengur niður án þess að verulegt bakslag komi í baráttuna gegn veirunni.
15. maí 2020

Vikan framundan

  • Í dag birta Hagar og Iceland Seafood árshlutauppgjör.
  • Á morgun birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabanki Íslands vaxtaákvörðun, samhliða ákvörðuninni verða Peningamál 2020/1 birt. Brim birtir árshlutauppgjör.
  • Á föstudag birtir Hagstofan mánaðarlega launavísitölu fyrir apríl.

Mynd vikunnar

Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá sem við birtum í seinustu viku mun landsframleiðsla dragast saman um tæplega 9% á árinu 2020 vegna áhrifa af Covid-19. Samdráttarskeiðið verður stutt og er gert ráð fyrir að á næsta ári verði hagvöxtur 5% og 3% árið 2022. Það verður seint lögð of mikil áhersla á að óvissa er gríðarlega mikil á þessum fordæmalausu tímum, bæði hvað varðar þróun faraldursins sjálfs og efnahagslegar afleiðingar hans. Í grunnspá okkar gerum við ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist á seinni helmingi ársins samhliða því sem faraldurinn gengur niður án þess að verulegt bakslag komi í baráttuna gegn veirunni. Þar er þó engan veginn á vísan að róa. Í ljósi þeirrar miklu óvissu sem nú ríkir höfum við því þróað tvær sviðsmyndir samhliða grunnspánni. Í annarri þeirra er gert ráð fyrir talsvert neikvæðari þróun, að veiran blossi upp að nýju eftir að fyrsta bylgjan er um garð gengin. Efnahagsbatinn fer því seinna af stað og verður töluvert veikari á næsta ári en gert er ráð fyrir í grunnspá. Við birtum einnig bjartsýnni sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir hraðari efnahagsbata í heiminum og sterkari eftirspurn í helstu viðskiptalöndum okkar. Sú sviðsmynd gerir ráð fyrir að þróun skilvirkrar meðferðar og/eða bóluefnis gegn Covid-19 gangi talsvert hraðar en nú er útlit fyrir.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 18. maí 2020 (PDF)

Innlendar markaðsupplýsingar 18. maí 2020 (PDF)

Erlendar markaðsupplýsingar 18. maí 2020 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Hús í Reykjavík
18. júlí 2024
Spenna á íbúðamarkaði
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í júní. Árshækkun vísitölu íbúðaverðs jókst úr 8,4% í 9,1% en svo mikil hefur árshækkunin ekki verið síðan í febrúar 2023. Leiguverð hækkaði einnig á milli mánaða í júní, alls um 2,5%. Mikil velta var á íbúðamarkaði í júní og ljóst að íbúðamarkaður hefur tekið verulega við sér.
Gönguleið
15. júlí 2024
Vikubyrjun 15. júlí 2024
Erlendir ferðamenn voru 9% færri í júní á þessu ári en í júní í fyrra. Atvinnuleysi var 3,1% í júní og er áfram lítillega meira en á sama tíma í fyrra.
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur