Vikubyrjun 18. maí
Vikan framundan
- Í dag birta Hagar og Iceland Seafood árshlutauppgjör.
- Á morgun birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á miðvikudag birtir Seðlabanki Íslands vaxtaákvörðun, samhliða ákvörðuninni verða Peningamál 2020/1 birt. Brim birtir árshlutauppgjör.
- Á föstudag birtir Hagstofan mánaðarlega launavísitölu fyrir apríl.
Mynd vikunnar
Samkvæmt þjóðhags- og verðbólguspá sem við birtum í seinustu viku mun landsframleiðsla dragast saman um tæplega 9% á árinu 2020 vegna áhrifa af Covid-19. Samdráttarskeiðið verður stutt og er gert ráð fyrir að á næsta ári verði hagvöxtur 5% og 3% árið 2022. Það verður seint lögð of mikil áhersla á að óvissa er gríðarlega mikil á þessum fordæmalausu tímum, bæði hvað varðar þróun faraldursins sjálfs og efnahagslegar afleiðingar hans. Í grunnspá okkar gerum við ráð fyrir að efnahagsbatinn hefjist á seinni helmingi ársins samhliða því sem faraldurinn gengur niður án þess að verulegt bakslag komi í baráttuna gegn veirunni. Þar er þó engan veginn á vísan að róa. Í ljósi þeirrar miklu óvissu sem nú ríkir höfum við því þróað tvær sviðsmyndir samhliða grunnspánni. Í annarri þeirra er gert ráð fyrir talsvert neikvæðari þróun, að veiran blossi upp að nýju eftir að fyrsta bylgjan er um garð gengin. Efnahagsbatinn fer því seinna af stað og verður töluvert veikari á næsta ári en gert er ráð fyrir í grunnspá. Við birtum einnig bjartsýnni sviðsmynd þar sem gert er ráð fyrir hraðari efnahagsbata í heiminum og sterkari eftirspurn í helstu viðskiptalöndum okkar. Sú sviðsmynd gerir ráð fyrir að þróun skilvirkrar meðferðar og/eða bóluefnis gegn Covid-19 gangi talsvert hraðar en nú er útlit fyrir.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Við birtum nýja þjóðhags- og verðbólguspá.
- Eftirfarandi félög birtu uppgjör fyrir F1:
- Seðlabankinn birti niðurstöður úr væntingakönnun markaðsaðila.
- Seðlabankinn og lánastofnanir skrifuðu undir samninga um brúarlán.
- Ferðamálastofa birti talningu á ferðamönnum um Leifsstöð í apríl.
- Hagstofan birti tölur um afla íslenskra fiskiskipa í apríl og endanlegar tölur um vöruviðskipti við útlönd 2019.
- Hagstofan uppfærði tilraunatölfræði um vöruviðskipti og dána eftir vikum.
- Vinnumálastofnun birti skráð atvinnuleysi í apríl.
- Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti mánaðarskýrslu.
- Lánamál Ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Lánamál Ríkisins luku útboði ríkisvíxla, Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Lánasjóður sveitarfélaga lauk skuldabréfaútboði.