Vikan framundan
- Í dag birta Reitir uppgjör.
- Á þriðjudag birtir Þjóðskrá vístölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar vegna seinustu vaxtaákvörðunar.
- Á fimmtudag birtir Síminn uppgjör.
Mynd vikunnar
Í fyrra voru um 13.700 bifreiðar nýskráðar hér á landi og fækkaði skráningum um 36% milli ára. Þessi mikli samdráttur kemur þó ekki sérstaklega á óvart þar sem nýskráningum hafði fjölgað verulega á síðustu árum, meðal annars í takt við fjölgun ferðamanna. Rúmlega 30% allra nýskráðra bifreiða í fyrra voru raf- eða tvinnbílar samanborið við 5% árið 2014. Vinsældir bíla sem eru að hluta til, eða öllu leyti, knúnir áfram af orkugjöfum öðrum en bensíni eða dísel hafa þannig aukist verulega á síðustu árum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Eftirfarandi félög birtu uppgjör:
- Erlendum ferðamönnum um Leifsstöð fækkaði um 13% milli ára í janúar.
- Skráð atvinnuleysi var 4,8% í janúar.
- Þjóðskrá birti veltutölur fyrir fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu og utan höfuðborgarsvæðis.
- Lánamál Ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Hagstofan birti talnaefni um vinnumarkaðinn 2019.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa.
- Landsbankinn lauk skuldabréfaútgáfu í evrum.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 17. febrúar 2020 (PDF)