Vikubyrjun 16. mars
Hlutabréfavísitölur um allan heim lækkuðu verulega í síðustu viku. Meðal annars hefur MSCI-heimsvísitalan lækkað um 25% síðan um áramót, S&P 500 um 23% og FTSE 100 um 31%. Þá voru viðskipti í kauphöllinni í New York stöðvuð nokkrum sinnum í síðustu viku, en viðskipti stöðvast sjálfkrafa í 15 mínútur ef S&P 500 vísitalan lækkar um 7% innan dags. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1997 sem viðskipti stöðvast af þessum ástæðum.

16. mars 2020
Vikan framundan
- Klukkan 9 í dag birtir Hagstofan tekjuskiptingaruppgjör fyrir 2018.
- Á morgun birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
Mynd vikunnar
Hlutabréfavísitölur um allan heim lækkuðu verulega í síðustu viku. Meðal annars hefur MSCI-heimsvísitalan lækkað um 25% síðan um áramót, S&P 500 um 23% og FTSE 100 um 31%. Þá voru viðskipti í kauphöllinni í New York stöðvuð nokkrum sinnum í síðustu viku, en viðskipti stöðvast sjálfkrafa í 15 mínútur ef S&P 500 vísitalan lækkar um 7% innan dags. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1997 sem viðskipti stöðvast af þessum ástæðum.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig.
- Erlendum ferðamönnum um Leifsstöð fækkaði um 11% milli ára í febrúar.
- Skráð atvinnuleysi í febrúar mældist 5,0% í samanburði við 3,1% febrúar 2019.
- Afkoma hins opinbera var neikvæð um 1% af VLF í fyrra.
- Hagstofan birti talnaefni um veltu samkvæmt virðisaukaskattskýrslum fyrir nóvember-desember 2019.
- Lánasjóður sveitarfélaga (ársreikningur, fjárfestakynning), Orkuveita Reykjavíkur (ársreikningur), Eik (ársreikningur) og Landsfestar (ársreikningur) birtu ársreikning.
- Lánamál ríkisins birtu mánaðarlegar Markaðsupplýsingar.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.

13. mars 2025
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.

13. mars 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.

10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.

7. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.

3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.

28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.

27. feb. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.

24. feb. 2025
Í vikunni birtir Hagstofan febrúarmælingu vísitölu neysluverðs og þjóðhagsreikninga fyrir lokafjórðung síðasta árs. Í síðustu viku uppfærði Hafrannsóknarstofnun ráðleggingar um loðnuafla en samkvæmt því munu íslensk skip fá um 4,6 þúsund tonn. Í síðustu viku bárust einnig gögn um greiðslukortaveltu landsmanna í janúar sem var 6,5% meiri að raunvirði en árið áður. Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,5% á milli mánaða í janúar, en svo mikið hefur hún ekki hækkað síðan í febrúar 2024.