Viku­byrj­un 16. maí 2022

Mikil umferð var um Keflavíkurflugvöll í apríl, en alls fóru um 103 þúsund erlendir farþegar um flugvöllinn og 58 þúsund Íslendingar.
Flugvél
16. maí 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

  • Á mánudaginn birta Reitir ársfjórðungsuppgjör.
  • Á þriðjudaginn birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem Iceland Seafood birtir ársfjórðungsuppgjör.
  • Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fundargerð Peningastefnunefndar og vísitala leiguverðs verður birt.

Mynd vikunnar

Mikil umferð var um Keflavíkurflugvöll í apríl, en alls fóru um 103 þúsund erlendir farþegar um flugvöllinn og 58 þúsund Íslendingar samkvæmt talningu Ferðamálastofu. Um er að ræða fjórða fjölmennasta aprílmánuð frá því mælingar hófust en brottfarir erlendra farþega í apríl nú eru um 8 þúsund fleiri en í apríl 2016. Frá áramótum hafa 347 þúsund erlendir farþegar farið frá Keflavíkurflugvelli. Þó er enn langt í land að ná þeim fjölda sem var fyrir Covid-faraldurinn en á sama tímabili árið 2019 höfðu 578 þúsund erlendir farþegar flogið frá Keflavíkurflugvelli.

Efnahagsmál

  • Skráð atvinnuleysi í apríl var 4,5% og dróst saman milli mánaða, úr 4,9% í mars. Alls voru 9.076 atvinnulausir í lok apríl, 5.051 karlar og 4.025 konur, en atvinnuleysi mælist lægra nú en fyrir faraldurinn. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi muni minnka í maí og verða á bilinu 4,0% til 4,3%.
  • Ferðamálastofa birti talningu á fjölda erlends ferðafólks um Keflavíkurflugvöll í apríl, en samkvæmt talningunni töldu brottfarir erlendra farþega í apríl um 103 þúsund.
  • Heildarvelta innlendra greiðslukorta jókst um 4,8% á milli mánaða sem skiptist þannig að velta debetkorta nam 45,0 mö.kr. og velta kreditkorta nam 57,1 ma.kr.
  • Við spáum tæplega 0,8% hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) milli apríl og maí, gangi spáin eftir fer 12 mánaða verðbólga úr 7,2% í 7,6%.

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 16. maí 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
14. mars 2024
Óbreytt vaxtastig en bjartur tónn
Þrátt fyrir hjaðnandi verðbólgu og sátt um langtímakjarasamning á stórum hluta vinnumarkaðar teljum við að peningastefnunefnd haldi meginvöxtum bankans óbreyttum í 9,25% í næstu viku, fjórða skiptið í röð. Verðlag hækkaði umfram væntingar í febrúar og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðasta fundi nefndarinnar. Auk þess ríkir enn óvissa um framvindu kjarasamninga annarra hópa. Við teljum þó að tónninn í yfirlýsingunni verði bjartari en verið hefur og að vaxtalækkun kunni að vera handan við hornið.
Sky Lagoon
12. mars 2024
Neysla erlendra ferðamanna helst ekki í hendur við fjölgun þeirra
Um 156 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar. Aðeins einu sinni hafa fleiri ferðamenn farið um flugvöllinn í febrúarmánuði, eða á metárinu 2018. Fjölgunin var um 14% á milli ára í fjölda ferðamanna, en erlend kortavelta jókst aðeins um 3,1%, á föstu gengi. Þeir ferðamenn sem nú koma virðast því eyða minna en þeir sem komu fyrir ári síðan.
Ferðafólk
11. mars 2024
Vikubyrjun 11. mars 2024
Stóru útflutningsgreinarnar þrjár, ferðaþjónusta (600 ma. kr.), ál og álafurðir (320 ma. kr.) og sjávarafurðir (350 ma. kr.), stóðu undir 70% af heildarútflutningsverðmæti síðasta árs. Verðmæti annars útflutnings var um 580 ma. kr. og skilaði því meira verðmæti en sjávarafurðir eða ál og álafurðir.
Flutningaskip
5. mars 2024
Utanríkisviðskipti í góðu jafnvægi
Alls var 41,4 ma.kr. afgangur af viðskiptum við útlönd í fyrra. Eins og við var búist var mikill halli á vöruskiptajöfnuði, mikill afgangur af þjónustujöfnuði, smá afgangur af frumþáttatekjum og smá halli á rekstrarframlögum. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði nokkuð í fyrra, en í lok árs voru erlendar eignir þjóðarbúsins um 1.600 ma.kr. meiri en erlendar skuldir.
5. mars 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - febrúar 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
4. mars 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. mars 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
4. mars 2024
Vikubyrjun 4. mars 2024
Eftir næstum tvö ár af mjög kröftugum hagvexti í kjölfar heimsfaraldursins, hægði mjög á umsvifum í hagkerfinu eftir því sem leið á síðasta ár.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur