Vikubyrjun 16. apríl 2018
Seðlabankinn birti í síðustu viku úttekt á stöðu fjármálakerfisins. Að mati Seðlabankans er áhætta í fjármálakerfinu innan hóflegra marka og staða lántakenda hefur ekki verið betri í langan tíma. Skuldir heimila og fyrirtækja eru þó farnar að vaxa en skuldir heimilanna jukust um 3% að raunvirði á árinu 2017. Skuldir með veði í íbúðahúsnæði jukust um 3,4% að raunvirði, en aðrar skuldir drógust saman. Skuldir með veði í fasteignum hafa aukist milli ára í fimm samfellda fjórðunga, en þessar skuldir höfðu áður dregist saman frá árinu 2010.
16. apríl 2018
Vikan framundan
- Á morgun birtir Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
Mynd vikunnar
Skuldir heimilanna jukust um 3% að raunvirði á árinu 2017. Skuldir með veði í íbúðahúsnæði jukust nokkuð meira, eða 3,4% að raunvirði, en aðrar skuldir drógust saman. Skuldir með veði í fasteignum hafa aukist milli ára í fimm samfellda fjórðunga, en þessar skuldir höfðu áður dregist saman frá árinu 2010.

Það helsta frá vikunni sem leið
- Seðlabankinn birti fyrri fjármálastöðugleikaskýrslu ársins.
- Við búumst við því að verðbóga fari aftur undir markmið þegar Hagstofan birtir aprílmælingu vísitölu neysluverðs.
- Fjöldi erlendra ferðamanna um Leifsstöð jókst um 3% milli ára í mars.
- Skráð atvinnuleysi var 2,4% í mars
- VÍS birti afkomuviðvörun.
- Mikil hækkun hefur verið á fasteignaverði í stærri bæjum á landsbyggðinni.
- Flest viðskipti með íbúðarhúsnæði innan ársins milli 2003 og 2017 voru í október.
- Fjárfesting í ferðaþjónustu síðustu ár er margföld á við meðalár.
- Verslunarmannafélag Reykjavíkur birti efnahagsyfirlit.
- Hagstofan birti fjármálareikninga fyrir 2016.
- Akureyrarbær og Snæfellsbær birtu ársreikninga.
- Lánamál ríkisins birtu mánaðarlegt markaðsupplýsingarit sitt.
- Lánamál ríkisins luku útboði óverðtryggðra ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

24. nóv. 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.

21. nóv. 2025
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.

17. nóv. 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.

14. nóv. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.

13. nóv. 2025
Við spáum því að verðbólga standi óbreytt á milli mánaða og mælist 4,3% í nóvember. Flugfargjöld til útlanda verða til lækkunar á vísitölunni, en reiknuð húsaleiga og matarkarfan verða til hækkunar. Við búumst við aukinni verðbólgu á næstu mánuðum.

10. nóv. 2025
Raungengi krónunnar er mjög hátt í sögulegu samhengi en hefur gefið lítillega eftir á allra síðustu dögum. Horfur í álútflutningi eru dræmar eftir bilun hjá Norðuráli og aflaheimildir gefa fyrirheit um samdrátt í útflutningi sjávarafurða. Ferðaþjónusta hefur vaxið umfram væntingar það sem af er ári og telja má horfur á vexti í nýjustu útflutningsstoðum Íslands. Velta samkvæmt VSK-skýrslum hefur þróast með svipuðum hætti í útflutningsgeiranum og í innlenda hagkerfinu, en ávöxtun hlutabréfa félaga í kauphöllinni með tekjur í erlendri mynt er mun lakari en fyrirtækja með tekjur í íslenskum krónum.

10. nóv. 2025
Fáar áhugaverðar hagtölur voru birtar í síðustu viku, en í þessari viku birtir Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir ferðamannatölur. Uppgjörstímabilið fyrir þriðja ársfjórðung er í fullum gangi.

6. nóv. 2025
Hátt vaxtastig og ströng lánþegaskilyrði hafa slegið verulega á verðhækkanir á íbúðamarkaði. Á sama tíma hefur fjöldinn allur af nýjum íbúðum risið og sölutími þeirra lengst til muna. Eftir að dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu féll hafa viðskiptabankarnir tekið lánaframboð til endurskoðunar og það sama má segja um suma lífeyrissjóðina. Seðlabankinn ákvað í síðustu viku að slaka lítillega á lánþegaskilyrðum.

3. nóv. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

3. nóv. 2025
Verðbólga jókst umfram væntingar í október og mældist 4,3%. Svo mikil hefur verðbólga ekki verið síðan í febrúar síðastliðnum. Telja má áhyggjuefni að aukin verðbólga skýrist ekki af tilfallandi sveiflukenndum liðum heldur virðist undirliggjandi verðþrýstingur hafa aukist. Í þessari viku halda félög áfram að birta uppgjör og hugsanlega má búast við fleiri púslum í breytta mynd af framboði íbúðalána í kjölfar vaxtamálsins.