Viku­byrj­un 15. nóv­em­ber 2021

Samkvæmt útreikningum Orkuskiptanefndarinnar þarf að minnka losun CO2 um 17 gígatonn á ári til þess að markmiðið um takmörkun hitastigs jarðarinnar náist.
Rafbíll í hleðslu
15. nóvember 2021 - Hagfræðideild

Vikan framundan

 • Í dag birta Reitir uppgjör.
 • Á þriðjudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslukortaveltu og Þjóðskrá birtir vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu.
 • Á miðvikudag er vaxtákvörðun hjá Seðlabanka Íslands og við eigum von á 0,25 prósentustiga hækkun. Samhliða ákvörðuninni birtir Seðlabankinn nóvemberhefti Peningamála með nýrri þjóðhags- og verðbólguspá.
 • Á fimmtudag birta Brim og Iceland Seafood uppgjör.
 • Á föstudag birtir Hagstofan þjóðhagsspá.

Mynd vikunnar

Samkvæmt útreikningum Orkuskiptanefndarinnar (e. Energy Transition Commission) mun losun Co2 nema 43-45 gígatonnum árið 2030 miðað við óbreytt ástand. Framkomin loforð einstakra ríkja ættu að duga til að losunin verði 40 gígatonn 2030. Til þess að markmiðið um takmörkun hitastigs á jörðinni náist þarf losunin hins vegar að fara niður í 19-24 gígatonn. Það vantar því um 17 gígatonna minnkun til þess að markmið náist árið 2030.

Orkuskiptanefnd hefur lagt fram tillögu um hvernig hægt er að ná þessum markmiðum, en tillagan er sambland af samkomulagi um að stöðva eyðingu skóga og endurreisn ýmissa þátta í náttúrunni, minni notkun á kolum, minni umferð á vegum, minni losun vegna framleiðslu og aukna skilvirkni og hagkvæmni í orkunotkun. Sjá nánar Hagsjá: Árangur í loftslagsmálum – leiðin er til og möguleg en dýr og flókin.

Efnahagsmál

 • Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna nóvembermælingar vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana fimmtudaginn 25. nóvember. Við spáum því að vísitalan hækki um 0,5% milli mánaða og að ársverðbólgan hækki úr 4,5% í 5%.
 • Skráð atvinnuleysi var 4,9% í október og lækkaði um 0,1 prósentustig milli mánaða. Atvinnuleysið náði hámarki í janúar þegar það var 11,6% og hefur því lækkað um 6,7 prósentustig síðan. Sem fyrr var atvinnuleysi hæst á Suðurnesjum og lægst á Norðurlandi vestra.
 • Alls fóru 103 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð í október sem eru 37% færri en í október 2019. Það sem af er ári hafa 548 þúsund erlendir farþegar farið um Leifsstöð sem er fækkun um 68% miðað við sama tímabil 2019.
 • Seðlabankinn birti niðurstöður úr væntingakönnun markaðaðila sem fór fram í byrjun mánaðarins. Miðað við miðgildi svara vænta markaðsaðilar þess að verðbólga nái hámarki núna á 4F 2021 en lækki strax á næsta fjórðungi og verði komin í 3,0% á 4F 2022. Engin breyting var frá könnuninni fyrir þremur mánuðum á miðgildi væntinga á meðalverðbólgu fyrir næstu fimm ár eða næstu tíu ár.
 • Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu.
 • Hagstofan birti tilraunatölfræði um gistinætur í október og eldsneytissölu á 3. ársfjórðungi.

Fjármálamarkaðir

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 15. nóvember 2021 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki Íslands
7. des. 2021

Fyrsti mánuður síðan fyrir faraldurinn sem Seðlabankinn grípur ekki inn

Íslenska krónan styrktist á móti gjaldmiðlum flestra viðskiptalanda okkar í nóvember, að Bandaríkjadal undanskildum. SÍ greip ekki inn í markaðinn í nóvember og er þetta fyrsti mánuðurinn sem það gerist síðan í febrúar 2020.
Fasteignir
6. des. 2021

Íbúðafjárfesting dregst saman

Íbúðafjárfesting hefur nú dregist saman milli ára þrjá ársfjórðunga í röð samkvæmt þjóðhagsreikningum. Engu að síður mælist hún mikil sem hlutfall af landsframleiðslu. Vöxtur í fólksflutningi til landsins eykur þörf fyrir nýjar íbúðir. Nú um 5.700 íbúðir í byggingu samkvæmt Þjóðskrá og hafa tæplega 3.000 skilað sér á markað það sem af er ári.
Alþingishús
6. des. 2021

Vikubyrjun 12. desember 2021

Viðbrögð stjórnvalda gagnvart efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins hafa skilað góðum árangri og átt ríkan þátt í að stýra hagkerfinu í gegnum einn dýpsta efnahagssamdrátt sögunnar. Þetta hefur ekki verið ókeypis, en ríkissjóður hefur skuldsett sig til þess að fjármagna tímabundinn hallarekstur í gegnum faraldurinn.
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
3. des. 2021

Afgangur af viðskiptum við útlönd og bætt erlend staða

Á þriðja ársfjórðungi mældist 13,1 ma. kr. afgangur af viðskiptum við útlönd. Þetta er mun betri niðurstaða en á næsta fjórðungi á undan og sama fjórðungi í fyrra. Erlend staða þjóðarbúsins batnaði á ársfjórðungnum og hefur aldrei verið hagstæðari.
Fjallgöngumaður
3. des. 2021

Sýn var hástökkvarinn í nóvember

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 2,5% í nóvember rétt eins og hlutabréfamarkaðir helstu viðskiptalanda Íslands. Þrátt fyrir það hefur ávöxtun á íslenska hlutabréfamarkaðnum verið góð á undanförnum 12 mánuðum. Markaðurinn hefur hækkað um tæplega 50% á síðustu 12 mánuðum og er það meiri hækkun en í helstu viðskiptalöndum.
Ský
2. des. 2021

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Landsbankinn seldi sértryggð skuldabréf að fjárhæð 2.200 m.kr. og Arion banki að fjárhæð 1.720 m.kr. í útboðum í nóvember. Íslandsbanki hélt ekki útboð.
Alþingi við Austurvöll
2. des. 2021

Fjármál ríkissjóðs að taka á sig mynd

Skv. fjárlagafrumvarpinu mun afkoma ríkissjóðs batna um u.þ.b. 120 ma.kr. milli áranna 2021 og 2022 og verða neikvæð um 169 ma.kr. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hallarekstri ríkissjóðs næstu árin, allt fram til 2026, en hann verður þó töluvert minni en reiknað var með í gildandi fjármálaáætlun. Það er því ekki verið að boða niðurskurð í frumvarpinu, frekar má segja að stefnt sé að mjúkri lendingu sé litið til áranna fram til 2026.
Flutningaskip
30. nóv. 2021

Áframhald á kröftugum hagvexti á þriðja fjórðungi

Samkvæmt bráðabirgðamati Hagstofu Íslands jókst landsframleiðslan um 6% á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta er annar fjórðungurinn í röð sem hagvöxtur mælist eftir að faraldurinn hófst og frekari staðfesting þess að hagkerfið sé á leið út úr kreppunni. Hagvöxtur á fyrstu þremur fjórðungum ársins nam 4,1% og var hann borinn af vextinum á öðrum og þriðja fjórðungi en hagvöxtur var lítillega neikvæður á fyrsta fjórðungi.
Grafarholt
29. nóv. 2021

Hlutfall íbúða í eigu þeirra sem eiga fleiri en eina íbúð helst stöðugt

Ríflega þriðjungur íbúðastofnsins er í eigu einstaklinga eða lögaðila sem eiga fleiri en eina íbúð og hefur hlutfallið haldist nær stöðugt síðustu ár. Ekki er að sjá að lægri vextir hafi aukið áhuga fólks á að fjárfesta í fleiri en einni íbúð.
Íbúðir
29. nóv. 2021

Vikubyrjun 29. nóvember 2021

Verðbólga mældist 4,8% í nóvember og skýrir húsnæðiskostnaður rúmlega helming hennar, eða um 55%.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur