14. febrúar 2022 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Í dag birta Reitir ársuppgjör.
- Á þriðjudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun fyrir janúar, Þjóðskrá birtir vísitölu íbúðaverðs fyrir janúar og Síminn birtir ársuppgjör.
- Á miðvikudag birtir Sýn ársuppgjör.
- Á fimmtudag birta Eik, Eimskip og Kvika banki ársuppgjör.
Mynd vikunnar
Í síðustu viku birti Seðlabankinn Peningamál með uppfærði þjóðhags- og verðbólguspá. Án efa er stærsta fréttin sú að Seðlabankinn hækkaði spá sína um verðbólgu hér á landi verulega. Í nóvember spáði Seðlabankinn að verðbólga yrði 3,5% í ár en nú spáir bankinn 5,3% verðbólgu. Þetta er ekki séríslenskt, en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hækkaði líka spár sínar um verðbólgu í iðnríkjum töluvert mikið milli október og janúar.
Efnahagsmál
- Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækkaði vexti bankans um 0,75 prósentustig í síðustu viku og eru meginvextir bankans, innlánsvextir á 7 daga bundnum innlánum, 2,75% eftir ákvörðunina. Ákvörðunin var í samræmi við væntingar okkar.
- Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna febrúarmælingar vísitölu neysluverðs. Við eigum von á að vísitalan hækki um 0,8% milli mánaða og að ársverðbólgan hækki úr 5,7% í 5,8%.
- Samhliða vaxtaákvörðuninni í síðustu viku birti Seðlabankinn febrúarhefti Peningamála með uppfærðri þjóðhags- og verðbólguspá. Stærsta breytingin frá síðustu spá (nóvember 2021) er að í stað þess að gera ráð fyrir að verðbólgan hafi náð hámarki í 4,8% á 4. ársfjórðungi 2021 spáir bankinn nú að verðbólgan nái hámarki í 5,8% á 1. ársfjórðungi 2022 og haldist yfir 5% út 3. ársfjórðung.
- Skráð atvinnuleysi mældist 5,2% í janúar og hækkaði um 0,3 prósentustig milli mánaða. Þetta var í samræmi við væntingar, en atvinnuleysi hækkar alla jafna milli desember og janúar.
- Alls fóru 68 þúsund erlendir ferðamenn um Leifsstöð í janúar. Fjöldinn var tæplega helmingurinn af fjöldanum í janúar 2020, áður en Covid-19 faraldurinn skall á. Fjölmennasti hópurinn voru Bretar (24% brottfara) og Bandaríkjamenn (21% brottfara).
- Samkvæmt bráðabirgðatölum voru gistinætur á hótelum í janúar um 170 þúsund. Þar af voru gistinætur útlendinga 136 þúsund sem er rúmlega helmingur af fjöldi gistinótta í janúar 2020. Gistinætur Íslendinga voru 32 þúsund, sem er mjög svipað og janúar 2020.
- Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu.
- Seðlabankinn birti eftirfarandi hagtölur: Raungengi, krónumarkaður, gjaldeyrismarkaður, efnahagur Seðlabanka Íslands og erlend staða Seðlabankans.
- Hagstofan birti: Laus störf á 4. ársfjórðungi og vöruskiptajöfnuð í janúar.
Fjármálamarkaðir
- Arion banki, Festi (fjárfestakynning), Íslandsbanki, Reginn, Sjóvá og Skeljungur birtu ársuppgjör í síðustu viku.
Íslandsbanki birti árs- og sjálfbærniskýrslu, áhættuskýrslu (Pillar 3) og áhrifaskýrslu. - Fjármála- og efnahagsráðherra fólst á tillögu Bankasýslu ríkisins um sölu frekari eignarhluta í Íslandsbanka.
- Lánamál ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Arion banki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.

17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.

13. mars 2025
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.

13. mars 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.

10. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra og sömuleiðis á vöruviðskiptum í febrúar samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Seðlabanki Evrópu lækkaði vexti í síðustu viku, eins og við var búist. Í vikunni fara fram verðmælingar fyrir marsmælingu vísitölu neysluverðs, Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi og Ferðamálastofa birtir tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll.

7. mars 2025
Verulegur halli mældist á viðskiptum við útlönd í fyrra, en stór hluti hans var vegna færslna sem höfðu ekki í för með sér gjaldeyrisflæði og styrktist krónan því þrátt fyrir þetta og erlend staða þjóðarbúsins batnaði.

3. mars 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

3. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2% í febrúar, en við teljum að heldur muni draga úr lækkunartakti verðbólgu næstu mánuði. Hagvöxtur mældist 2,3% á fjórða ársfjórðungi 2024 og 0,6% fyrir árið í heild. Umsvif í hagkerfinu voru umfram spár, en Hagstofan færði upp hagvöxt á fyrstu níu mánuðum ársins. Í vikunni fram undan eru nokkur uppgjör, Seðlabankinn birtir greiðslujöfnuð við útlönd og það er vaxtaákvörðun hjá Seðlabanka Evrópu.

28. feb. 2025
Hagvöxtur var 0,6% árið 2024. Krafturinn í hagkerfinu var lítillega umfram flestar spár sem gerðu heldur ráð fyrir lítils háttar samdrætti. Hagvöxturinn var ekki síst drifinn áfram af aukinni fjárfestingu, bæði í atvinnuvegum og íbúðauppbyggingu.

27. feb. 2025
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.