Vikubyrjun 14. apríl

Vikan framundan
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í mars.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi í mars.
Mynd vikunnar
Skuldir heimila og fyrirtækja sem hlutfall af landsframleiðslu lækkuðu verulega á árunum 2008 til 2015. Síðan hafa skuldir heimila hækkað aðeins. Skuldsetning í erlendum gjaldmiðlum er mun lægri núna en þegar alþjóðlega fjármálakreppan skall á 2008, sem þýðir að fyrirtæki og heimili eru ekki jafn berskjölduð ef gengi krónunnar gefur eftir. Einnig þýðir þetta að miðlun peningastefnunnar ætti að vera skilvirkari. Hins vegar þarf að hafa í huga að meðaltalstölur fela margs konar aðstæður og að staða einstakra heimila og fyrirtækja er nokkuð misjöfn.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Erlendum ferðamönnum um Leifsstöð fækkaði um 53% milli ára í mars.
- Farþegum með Icelandair Group fækkaði um 54% milli ára í mars.
- Seðlabankinn birti fundargerð frá fundum peningastefnunefndar 22. og 23. mars þar sem ákveðið var að Seðlabankinn myndi hefja bein kaup á ríkisskuldabréfum.
- Fjármálaeftirlits-, fjármálastöðugleika- og peningastefnunefndir Seðlabanka Íslands sendu frá sér yfirlýsingar í kjölfar funda nefndanna.
- Moody’s birti álit á lánshæfi ríkissjóðs(https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/Credit Opinion - Government-of-Iceland-A2-stable - 07Apr20.pdf).
- Seðlabankinn birti útreikning á raungengi.
- Fyrirhuguð stórkaup hafa ekki mælst lægri síðan í lok árs 2014.
- Alþjóðaferðamálastofnunin gerir ráð fyrir 20-30% samdrætti í ferðalögum í heiminum á þessu ári.
- Hagstofan birti skammtímagögn um greiðslukortaveltu og gistinætur í mars.
- Alþingi hefur samþykkt auknar ábyrgðir ríkissjóðs vegna vanda fyrirtækja.
- Við gerum ráð fyrir lítilli breytingu á VNV í apríl.
- Rannsóknarsetur verslunarinnar birti greiningu á erlendri og innlendri kortaveltu í mars.
- Icelandair birti tilkynningu þess efnis að félagið ætlaði að hefja vinnu við að styrkja fjárhagsstöðu félagsins.
- Fjármála- og efnahagsráðherra ákvað að auka við hlutafé Isavia ohf.
- Reginn hf. birti greinargerð um áhrif Covid-19 á félagið.
- Orkuveita Reykjavíkur ákvað aðgerðir sem fyrirtækið hyggst grípa til vegna Covid-19 faraldursins.
- Ekkert skuldabréfaútboð var í síðustu viku.
Hagtölur og markaðsupplýsingar









