Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Viku­byrj­un 12. sept­em­ber 2022

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga.
12. september 2022 - Greiningardeild

Vikan framundan

Í vikunni fara fram septembermælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana miðvikudaginn 28. september.

Á miðvikudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í ágúst.

Mynd vikunnar

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga. Þannig skýrist meirihluti verðbólgunnar á evrusvæðinu af hækkunum á matvælum og orku, sem aftur skýrist af framboðsvanda, þ.e. skertu framboði. Mun stærri hluti verðbólgunnar í Bandaríkjunum stafar af þjónustu, sem skýrist af aukinni eftirspurn í kerfinu. Munurinn á þessu tvennu er að peningastefna getur haft áhrif á eftirspurn en ekki á framboð. Hvorki matvæli, orka né þjónusta eru mjög stór hluti verðbólgunnar hér á landi, heldur er það húsnæðisverð sem er helsti drifkraftur hennar og miklar hækkanir á húsnæðisverði koma að stóru leyti til vegna aukinnar eftirspurnar.

Helsta frá vikunni sem leið

Tölur um fjöldi erlendra farþega um Leifsstöð, sem Ferðamálastofa birti í síðustu viku, benda til þess að ferðaþjónustan hafi náð fyrri styrk. Alls fóru 243 þúsund erlendir farþegar frá landinu í gegnum Leifsstöð í ágúst, sem er 3% færri en í ágúst 2019, árið áður en heimsfaraldurinn skall á. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem fjöldinn er svipaður og í sama mánuði 2019. Icelandair og Fly Play birtu í vikunni flutningstölur fyrir ágúst sem segja svipaða sögu.

Seðlabankinn birti í síðustu viku fundargerð peningastefnunefndar. Eins og við var að búast voru allir nefndarmenn þeirra skoðunar að áfram þyrfti að hækka vexti bankans. Rætt var um hækkun á bilinu 0,5-1,0 prósentustig. Allir nefndarmenn greiddu atkvæði með 0,75 prósentustiga hækkun, en Gylfi Zoëga hefði þó kosið 1,0 prósentustiga hækkun. Þetta er annar fundurinn í röð sem Gylfi vildi hækka meira en úr varð.

Í vikunni kom í ljós misræmi í tölum Seðlabankans um fjármálareikninga fjármálafyrirtækja og voru tölurnar teknar tímabundið úr birtingu. Svo virðist sem útlán til atvinnufyrirtækja hafi verið ofmetin, en samkvæmt tölunum sem SÍ birti á sínum tíma áttu útlán til atvinnufyrirtækja að hafa aukist um 240 milljarða króna á 2F. Þetta kann að hafa leitt til ofmats á spennu í hagkerfinu.

Skráð atvinnuleysi var 3,1% í ágúst sem er 1,4 prósentustigum lægra en í ágúst 2021. Atvinnuleysið er núna svipað og byrjun árs 2019, en það fór lægst rétt undir 1,8% sumarið 2017 þegar uppgangur ferðaþjónustunnar var sem mestur.

Tvö skuldabréfaútboð voru í síðustu viku, skuldabréfaútboð Reykjavíkurborgar og útboð ríkisbréfa. Auk þess birtu Lánamál ríkisins Markaðupplýsingar.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 12. september 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Paprika
10. apríl 2025
Spáum 4% verðbólgu í apríl
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,77% á milli mánaða í apríl og að verðbólga hækki úr 3,8% í 4,0%. Hækkunin á milli mánaða skýrist meðal annars af tímasetningu páskanna í ár.
9. apríl 2025
Hagspá til 2027: Ágætis horfur en allt getur breyst
Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur verði 1,4% í ár og 2,1% á næsta ári. Hagkerfið hefur kólnað eftir kröftugt vaxtarskeið fyrstu árin eftir Covid-faraldurinn og við teljum að nú fari það hægt af stað á ný.
Royal exchange
7. apríl 2025
Vikubyrjun 7. apríl 2025
Í síðustu viku kynnti Bandaríkjaforseti umfangsmikla tolla á allan innflutning til landsins, þ. á m. 10% tolla á vörur frá Íslandi, sem hafa þegar tekið gildi. Fundargerð peningastefnunefndar var birt og þar kemur fram að nefndin taldi svigrúm til 0,25 eða 0,50 prósentustiga vaxtalækkunar við síðustu vaxtaákvörðun. Samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun er markmið ríkisstjórnarinnar að tryggja hallalausan ríkisrekstur árið 2027.
1. apríl 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 1. apríl 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Hús í Reykjavík
31. mars 2025
Vikubyrjun 31. mars 2025
Verðbólga lækkaði úr 4,2% í 3,8% í mars. Lækkun á verðbólgu skýrist að langstærstum hluta af því að reiknuð húsaleiga hækkaði minna en í sama mánuði í fyrra. Undirliggjandi verðbólga hjaðnaði líka sem sést á því að VNV án húsnæðis og allar kjarnavísitölur lækkuðu á milli mánaða. Fjármálastöðugleikanefnd telur fjármálakerfið standa traustum fótum en segir mikla óvissu í alþjóðamálum geta reynt á viðnámsþrótt þjóðarbúsins.
27. mars 2025
Verðbólga mælist undir 4%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% á milli mánaða í mars, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar úr 4,2% í 3,8% og er komin undir efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, í fyrsta skipti frá því í lok árs 2020. Verðmælingin var nokkuð góð en við teljum að á næstunni hægi á hjöðnuninni.
Fasteignir
24. mars 2025
Vikubyrjun 24. mars 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn í síðustu viku. Ákvörðunin var í takt við væntingar. Vísitala íbúðaverðs hélst nokkurn veginn óbreytt á milli mánaða í febrúar. Til samanburðar hækkaði verðið mun meira í febrúar í fyrra, um tæp 2%. Kortavelta landsmanna innanlands hélt áfram að aukast á milli ára í febrúar en jókst þó aðeins minna en undanfarna mánuði.
Ferðamenn
17. mars 2025
Vikubyrjun 17. mars 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd lækki vexti um 0,25 prósentustig á miðvikudaginn. Í síðustu viku fóru fram verðmælingar vegna marsmælingar vísitölu neysluverðs og við spáum því að verðbólga lækki úr 4,2% í 3,9%. Atvinnuleysi var 4,3% í febrúar og hækkaði um 0,4 prósentustig á milli ára. 147 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar, 5,6% færri en í sama mánuði í fyrra.
Seðlabanki
13. mars 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,25 prósentustig
Við spáum 0,25 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga hjaðnaði um 0,4 prósentustig í febrúar en við teljum að hagvöxtur umfram væntingar og aukin neysla, lítil breyting á verðbólguvæntingum og ólga á vinnumarkaði haldi peningastefnunefnd á tánum.
13. mars 2025
Spáum verðbólgu undir 4% í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,54% á milli mánaða í mars og að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 3,9%. Hjöðnun á milli mánaða skýrist ekki síst af töluvert minni hækkun á reiknaðri húsaleigu en fyrir ári síðan. Við gerum ekki ráð fyrir miklum breytingum á verðbólgu næstu mánuði og teljum að hún verði áfram rétt undir 4% í júní.