Viku­byrj­un 12. sept­em­ber 2022

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga.
12. september 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

Í vikunni fara fram septembermælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana miðvikudaginn 28. september.

Á miðvikudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í ágúst.

Mynd vikunnar

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga. Þannig skýrist meirihluti verðbólgunnar á evrusvæðinu af hækkunum á matvælum og orku, sem aftur skýrist af framboðsvanda, þ.e. skertu framboði. Mun stærri hluti verðbólgunnar í Bandaríkjunum stafar af þjónustu, sem skýrist af aukinni eftirspurn í kerfinu. Munurinn á þessu tvennu er að peningastefna getur haft áhrif á eftirspurn en ekki á framboð. Hvorki matvæli, orka né þjónusta eru mjög stór hluti verðbólgunnar hér á landi, heldur er það húsnæðisverð sem er helsti drifkraftur hennar og miklar hækkanir á húsnæðisverði koma að stóru leyti til vegna aukinnar eftirspurnar.

Helsta frá vikunni sem leið

Tölur um fjöldi erlendra farþega um Leifsstöð, sem Ferðamálastofa birti í síðustu viku, benda til þess að ferðaþjónustan hafi náð fyrri styrk. Alls fóru 243 þúsund erlendir farþegar frá landinu í gegnum Leifsstöð í ágúst, sem er 3% færri en í ágúst 2019, árið áður en heimsfaraldurinn skall á. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem fjöldinn er svipaður og í sama mánuði 2019. Icelandair og Fly Play birtu í vikunni flutningstölur fyrir ágúst sem segja svipaða sögu.

Seðlabankinn birti í síðustu viku fundargerð peningastefnunefndar. Eins og við var að búast voru allir nefndarmenn þeirra skoðunar að áfram þyrfti að hækka vexti bankans. Rætt var um hækkun á bilinu 0,5-1,0 prósentustig. Allir nefndarmenn greiddu atkvæði með 0,75 prósentustiga hækkun, en Gylfi Zoëga hefði þó kosið 1,0 prósentustiga hækkun. Þetta er annar fundurinn í röð sem Gylfi vildi hækka meira en úr varð.

Í vikunni kom í ljós misræmi í tölum Seðlabankans um fjármálareikninga fjármálafyrirtækja og voru tölurnar teknar tímabundið úr birtingu. Svo virðist sem útlán til atvinnufyrirtækja hafi verið ofmetin, en samkvæmt tölunum sem SÍ birti á sínum tíma áttu útlán til atvinnufyrirtækja að hafa aukist um 240 milljarða króna á 2F. Þetta kann að hafa leitt til ofmats á spennu í hagkerfinu.

Skráð atvinnuleysi var 3,1% í ágúst sem er 1,4 prósentustigum lægra en í ágúst 2021. Atvinnuleysið er núna svipað og byrjun árs 2019, en það fór lægst rétt undir 1,8% sumarið 2017 þegar uppgangur ferðaþjónustunnar var sem mestur.

Tvö skuldabréfaútboð voru í síðustu viku, skuldabréfaútboð Reykjavíkurborgar og útboð ríkisbréfa. Auk þess birtu Lánamál ríkisins Markaðupplýsingar.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 12. september 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
15. apríl 2024
Vikubyrjun 15. apríl 2024
Verðbólga hjaðnar þó nokkuð í apríl, úr 6,8% í 6,1%, en breytist lítið næstu mánuði þar á eftir og verður 5,9% í júlí, samkvæmt okkar nýjustu verðbólguspá. Þótt vaxtahækkanir hafi slegið nokkuð á eftirspurn má enn greina kraft í hagkerfinu og spennu á vinnumarkaði. Þá mælast verðbólguvæntingar enn vel yfir markmiði.
Epli
11. apríl 2024
Spáum lækkun verðbólgu úr 6,8% í 6,1%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,61% á milli mánaða í apríl og að ársverðbólgalækki töluvert, eða úr 6,8% í 6,1%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda og matarkarfan. Apríl í fyrra var stór hækkunarmánuður og þar sem við gerum ráð fyrir töluvert minni mánaðarhækkun nú lækkar ársverðbólga töluvert. Á móti gerum við ekki ráð fyrir því að verðbólga lækki mikið næstu mánuði þar á eftir og búumst við því að hún verði 5,9% í júlí.
Gönguleið
8. apríl 2024
Vikubyrjun 8. apríl 2024
Um 14% fleiri ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar síðastliðnum en í febrúar í fyrra. Ferðamenn gistu þó skemur en áður, því skráðum gistinóttum fækkaði um 2,7% á milli ára í febrúar.
3. apríl 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 3. apríl 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
2. apríl 2024
Vikubyrjun 2. apríl 2024
Um 30% fyrirtækja vilja fjölga starfsfólki á næstu sex mánuðum, samkvæmt nýjustu könnun Gallup meðal 400 stærstu fyrirtækja landsins sem var framkvæmd í mars. Hlutfallið eykst úr 23% frá síðustu könnun sem var gerð í desember.  
Íbúðir
26. mars 2024
Hækkandi íbúðaverð kyndir undir verðbólgu
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,8% milli mánaða í mars og við það jókst ársverðbólga úr 6,6% í 6,8%. Langmest áhrif til hækkunar í mælingunni má rekja til hækkunar á íbúðaverði, og þá sérstaklega utan höfuðborgarsvæðisins. Verð á nýjum bílum hafði mest áhrif til lækkunar í mars.
Seðlabanki
25. mars 2024
Vikubyrjun 25. mars 2024
Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti á miðvikudag að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25%. Ákvörðunin var í samræmi við spá okkar, en tónninn í yfirlýsingunni var harðari en við bjuggumst við.
Ferðamenn
18. mars 2024
Vikubyrjun 18. mars 2024
Gögn síðasta árs benda til þess að þeir ferðamenn sem hingað komu hafi að meðaltali dvalið skemur en árið á undan en aftur á móti eytt meiru á dag.
Vélsmiðja Guðmundar
15. mars 2024
Að flytja út „annað“ er heldur betur að skila sér
Útflutningur hefur alltaf verið mjög mikilvægur fyrir Íslendinga og íslenskan efnahag. Lengst af var fiskurinn okkar aðal útflutningsvara, svo bættist álið við og nú síðasta áratuginn eða svo hefur ferðaþjónusta rutt sér til rúms og er orðin stærsta einstaka útflutningsvara Íslendinga. Á síðustu árum hefur annar útflutningur, þ.e. útflutningur sem ekki heyrir undir neinn þessara flokka, vaxið hratt og raunar hraðar en ferðaþjónustan, þó faraldurinn torveldi samanburðinn aðeins.
Fjölbýlishús
14. mars 2024
Spáum 6,6% verðbólgu í mars
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,57% milli mánaða í mars og að ársverðbólga verði óbreytt í 6,6%. Mest áhrif til hækkunar í spá okkar hafa reiknuð húsaleiga, flugfargjöld til útlanda, föt og skór og matarkarfan. Við eigum enn von á að verðbólgan hjaðni rólega næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í júní.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur