Viku­byrj­un 12. sept­em­ber 2022

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga.
12. september 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

Í vikunni fara fram septembermælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana miðvikudaginn 28. september.

Á miðvikudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í ágúst.

Mynd vikunnar

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga. Þannig skýrist meirihluti verðbólgunnar á evrusvæðinu af hækkunum á matvælum og orku, sem aftur skýrist af framboðsvanda, þ.e. skertu framboði. Mun stærri hluti verðbólgunnar í Bandaríkjunum stafar af þjónustu, sem skýrist af aukinni eftirspurn í kerfinu. Munurinn á þessu tvennu er að peningastefna getur haft áhrif á eftirspurn en ekki á framboð. Hvorki matvæli, orka né þjónusta eru mjög stór hluti verðbólgunnar hér á landi, heldur er það húsnæðisverð sem er helsti drifkraftur hennar og miklar hækkanir á húsnæðisverði koma að stóru leyti til vegna aukinnar eftirspurnar.

Helsta frá vikunni sem leið

Tölur um fjöldi erlendra farþega um Leifsstöð, sem Ferðamálastofa birti í síðustu viku, benda til þess að ferðaþjónustan hafi náð fyrri styrk. Alls fóru 243 þúsund erlendir farþegar frá landinu í gegnum Leifsstöð í ágúst, sem er 3% færri en í ágúst 2019, árið áður en heimsfaraldurinn skall á. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem fjöldinn er svipaður og í sama mánuði 2019. Icelandair og Fly Play birtu í vikunni flutningstölur fyrir ágúst sem segja svipaða sögu.

Seðlabankinn birti í síðustu viku fundargerð peningastefnunefndar. Eins og við var að búast voru allir nefndarmenn þeirra skoðunar að áfram þyrfti að hækka vexti bankans. Rætt var um hækkun á bilinu 0,5-1,0 prósentustig. Allir nefndarmenn greiddu atkvæði með 0,75 prósentustiga hækkun, en Gylfi Zoëga hefði þó kosið 1,0 prósentustiga hækkun. Þetta er annar fundurinn í röð sem Gylfi vildi hækka meira en úr varð.

Í vikunni kom í ljós misræmi í tölum Seðlabankans um fjármálareikninga fjármálafyrirtækja og voru tölurnar teknar tímabundið úr birtingu. Svo virðist sem útlán til atvinnufyrirtækja hafi verið ofmetin, en samkvæmt tölunum sem SÍ birti á sínum tíma áttu útlán til atvinnufyrirtækja að hafa aukist um 240 milljarða króna á 2F. Þetta kann að hafa leitt til ofmats á spennu í hagkerfinu.

Skráð atvinnuleysi var 3,1% í ágúst sem er 1,4 prósentustigum lægra en í ágúst 2021. Atvinnuleysið er núna svipað og byrjun árs 2019, en það fór lægst rétt undir 1,8% sumarið 2017 þegar uppgangur ferðaþjónustunnar var sem mestur.

Tvö skuldabréfaútboð voru í síðustu viku, skuldabréfaútboð Reykjavíkurborgar og útboð ríkisbréfa. Auk þess birtu Lánamál ríkisins Markaðupplýsingar.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 12. september 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Fataverslun
10. júlí 2024
Spáum að verðbólga aukist lítillega og verði 5,9% í júlí 
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,15% á milli mánaða í júlí og að verðbólga aukist úr 5,8% í 5,9%. Við gerum ráð fyrir að júlímánuður verði nokkuð dæmigerður þar sem sumarútsölur verða til lækkunar á vísitölunni en flugfargjöld til útlanda til hækkunar. Við spáum nokkurn veginn óbreyttri verðbólgu í ágúst og september, en að verðbólga hjaðni í 5,4% í október. 
8. júlí 2024
Vikubyrjun 8. júlí 2024
Hátt vaxtastig hefur hvatt til sparnaðar og hægt á eftirspurn í hagkerfinu. Innlán heimila voru 20% meiri í maí síðastliðnum en í maí í fyrra, samkvæmt nýbirtum Hagvísum Seðlabanka Íslands. Óbundin innlán hafa aukist langmest.
1. júlí 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 1. júlí 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Litríkir bolir á fataslá
1. júlí 2024
Vikubyrjun 1. júlí 2024
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% í júní. Verðbólga mældist því 5,8% og lækkaði úr 6,2%. Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum í mars og apríl dróst saman um 4,6% að raunvirði og launavísitalan hækkaði um 0,2% í maí, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku.
Flugvél á flugvelli
27. júní 2024
Verðbólga í takt við væntingar – lækkar í 5,8%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% á milli mánaða í júní og við það lækkaði ársverðbólga úr 6,2% í 5,8%. Reiknuð húsaleiga, hækkandi flugfargjöld til útlanda og verðhækkun á hótelgistingu höfðu mest áhrif til hækkunar á vísitölunni. Á móti lækkaði verð á fötum og skóm, húsgögnum og heimilisbúnaði og ökutækjum á milli mánaða í júní.
25. júní 2024
Velta í hagkerfinu minnkar á milli ára
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum dróst saman um 4,6% að raunvirði í mars og apríl og um 2% í janúar og febrúar samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Þróunin er ólík eftir útflutningsgreinum. Ferðaþjónusta eykst lítillega á milli ára, velta í sjávarútvegi og álframleiðslu minnkar en velta í lyfjaframleiðslu eykst til muna.
Bílar
25. júní 2024
Merki um lítilsháttar kólnun á vinnumarkaði
Atvinnuleysi er nú aðeins meira en á sama tíma í fyrra og laun hækka minna. Nýbirt launavísitala sýnir 0,2% hækkun á milli mánaða í maí og hafa laun nú hækkað um 6,7% á síðustu tólf mánuðum. Allar líkur eru á að á þessu ári hækki laun mun minna en á síðasta ári, enda hafa nýir kjarasamningar minni hækkanir í för með sér en þeir síðustu.
Paprika
24. júní 2024
Vikubyrjun 24. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% í maí og vísitala leiguverðs um 3,2% samkvæmt gögnum sem bárust í síðustu viku. Englandsbanki hélt vöxtum óbreyttum á meðan svissneski seðlabankinn lækkaði vexti um 0,25 prósentustig. Eftirtektarverðasta innlenda hagtalan sem birtist í þessari viku er eflaust vísitala neysluverðs sem Hagstofan birtir á fimmtudaginn.
Fjölbýlishús
19. júní 2024
Vísitala íbúðaverðs á hraðri uppleið
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,4% á milli mánaða í maí. Nafnverð íbúða er 8,4% hærra en á sama tíma í fyrra og raunverð íbúða er 4% hærra. Undirritaðir kaupsamningar um íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru 150% fleiri í maí á þessu ári en í maí í fyrra.  
Krani með stiga
18. júní 2024
Vikubyrjun 18. júní 2024
Í síðustu viku fengum við tölur um atvinnuleysi, fjölda ferðamanna og greiðslukortaveltu hér á landi í maí. Seðlabanki Bandaríkjanna hélt vöxtum óbreyttum. Síðar í dag birtir HMS vísitölu íbúðaverðs.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur