Viku­byrj­un 12. sept­em­ber 2022

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga.
12. september 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

Í vikunni fara fram septembermælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana miðvikudaginn 28. september.

Á miðvikudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í ágúst.

Mynd vikunnar

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga. Þannig skýrist meirihluti verðbólgunnar á evrusvæðinu af hækkunum á matvælum og orku, sem aftur skýrist af framboðsvanda, þ.e. skertu framboði. Mun stærri hluti verðbólgunnar í Bandaríkjunum stafar af þjónustu, sem skýrist af aukinni eftirspurn í kerfinu. Munurinn á þessu tvennu er að peningastefna getur haft áhrif á eftirspurn en ekki á framboð. Hvorki matvæli, orka né þjónusta eru mjög stór hluti verðbólgunnar hér á landi, heldur er það húsnæðisverð sem er helsti drifkraftur hennar og miklar hækkanir á húsnæðisverði koma að stóru leyti til vegna aukinnar eftirspurnar.

Helsta frá vikunni sem leið

Tölur um fjöldi erlendra farþega um Leifsstöð, sem Ferðamálastofa birti í síðustu viku, benda til þess að ferðaþjónustan hafi náð fyrri styrk. Alls fóru 243 þúsund erlendir farþegar frá landinu í gegnum Leifsstöð í ágúst, sem er 3% færri en í ágúst 2019, árið áður en heimsfaraldurinn skall á. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem fjöldinn er svipaður og í sama mánuði 2019. Icelandair og Fly Play birtu í vikunni flutningstölur fyrir ágúst sem segja svipaða sögu.

Seðlabankinn birti í síðustu viku fundargerð peningastefnunefndar. Eins og við var að búast voru allir nefndarmenn þeirra skoðunar að áfram þyrfti að hækka vexti bankans. Rætt var um hækkun á bilinu 0,5-1,0 prósentustig. Allir nefndarmenn greiddu atkvæði með 0,75 prósentustiga hækkun, en Gylfi Zoëga hefði þó kosið 1,0 prósentustiga hækkun. Þetta er annar fundurinn í röð sem Gylfi vildi hækka meira en úr varð.

Í vikunni kom í ljós misræmi í tölum Seðlabankans um fjármálareikninga fjármálafyrirtækja og voru tölurnar teknar tímabundið úr birtingu. Svo virðist sem útlán til atvinnufyrirtækja hafi verið ofmetin, en samkvæmt tölunum sem SÍ birti á sínum tíma áttu útlán til atvinnufyrirtækja að hafa aukist um 240 milljarða króna á 2F. Þetta kann að hafa leitt til ofmats á spennu í hagkerfinu.

Skráð atvinnuleysi var 3,1% í ágúst sem er 1,4 prósentustigum lægra en í ágúst 2021. Atvinnuleysið er núna svipað og byrjun árs 2019, en það fór lægst rétt undir 1,8% sumarið 2017 þegar uppgangur ferðaþjónustunnar var sem mestur.

Tvö skuldabréfaútboð voru í síðustu viku, skuldabréfaútboð Reykjavíkurborgar og útboð ríkisbréfa. Auk þess birtu Lánamál ríkisins Markaðupplýsingar.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 12. september 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
6. júní 2024
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - maí 2024
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit sértryggðra skuldabréfa.
Flutningaskip
5. júní 2024
Aukinn halli á viðskiptum við útlönd
Alls var 41 ma. kr. halli á viðskiptum við útlönd á fyrsta ársfjórðungi. Hallinn jókst nokkuð milli ára. Þrátt fyrir þetta batnaði erlend staða þjóðarbúsins á fjórðungnum.
4. júní 2024
Fréttabréf Hagfræðideildar 4. júní 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Hagfræðideild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
3. júní 2024
Vikubyrjun 3. júní 2024
Landsframleiðsla dróst saman um 4% á fyrsta ársfjórðungi og verðbólga mældist 6,2% í maí, aðeins umfram spár.
Fiskiskip á Ísafirði
31. maí 2024
Samdráttur á fyrsta ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman um 4% á milli ára á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2021 sem landsframleiðsla dregst saman á milli ára. Samdrátturinn skýrist helst af minni birgðasöfnun vegna loðnubrests. Einkaneysla og fjárfesting jukust aftur á móti á fjórðungnum sem er til marks um eftirspurnarþrýsting.
Íbúðahús
30. maí 2024
Verðbólga jókst þvert á spár
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,58% á milli mánaða í maí og við það hækkaði ársverðbólga úr 6,0% í 6,2%. Hækkanir voru á nokkuð breiðum grunni og meiri en við bjuggumst við. 
Þjóðvegur
29. maí 2024
Margra ára hallarekstur og óskýrar mótvægisaðgerðir
Stjórnvöld sjá fram á að rétta smám saman úr ríkisrekstrinum á næstu árum en gera ekki ráð fyrir afgangi fyrr en árið 2028, eftir níu ára samfelldan hallarekstur. Hallarekstur var viðbúinn í faraldrinum en almennt er óæskilegt að ríkissjóður sé rekinn með halla í uppsveiflu og á tímum mikillar þenslu og verðbólgu. Við teljum að áfram verði reynt að halda aftur af opinberri fjárfestingu og að samneysla aukist aðeins minna á næstu árum en undanfarin ár.
Mynt 100 kr.
27. maí 2024
Krónan stöðug en Ísland verður dýrara
Krónan hefur verið óvenju stöðug frá því í nóvember í fyrra. Við teljum að krónan styrkist lítillega á þessu ári og að raungengið hækki þar sem verðbólga verði meiri hér en í helstu viðskiptalöndum okkar.
Fasteignir
27. maí 2024
Vikubyrjun 27. maí 2024
Velta á íbúðamarkaði hefur aukist á síðustu mánuðum og kaupsamningum fjölgað. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu í apríl í ár voru meira en tvöfalt fleiri en í apríl í fyrra.
Fiskveiðinet
22. maí 2024
Botnfisksveiðar vega upp á móti loðnubresti
Heildarafli íslenskra fiskiskipa dróst saman í fyrra og útflutningur sjávarafurða var 7,9% minni í fyrra en árið á undan. Aflaheimildir á þorski hafa dregist saman nokkur ár í röð en nú virðist þróunin vera að snúast við þar sem þorskkvóti var aukinn um 1% fyrir yfirstandandi veiðitímabil. Loðnuvertíð síðasta árs var mjög góð en í ár verður engin loðna veidd. Í nýlegri hagspá gerum við ráð fyrir hóflegum vexti í útflutningi sjávarafurða.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur