Viku­byrj­un 12. sept­em­ber 2022

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga.
12. september 2022 - Hagfræðideild

Vikan framundan

Í vikunni fara fram septembermælingar vegna vísitölu neysluverðs, en Hagstofan birtir hana miðvikudaginn 28. september.

Á miðvikudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í ágúst.

Mynd vikunnar

Flest ríki eru núna að berjast við mikla verðbólgu. Þó vandamálið sé svipað að stærðargráðu víðsvegar í heiminum geta ástæðurnar fyrir hárri verðbólgu verið af ýmsum toga. Þannig skýrist meirihluti verðbólgunnar á evrusvæðinu af hækkunum á matvælum og orku, sem aftur skýrist af framboðsvanda, þ.e. skertu framboði. Mun stærri hluti verðbólgunnar í Bandaríkjunum stafar af þjónustu, sem skýrist af aukinni eftirspurn í kerfinu. Munurinn á þessu tvennu er að peningastefna getur haft áhrif á eftirspurn en ekki á framboð. Hvorki matvæli, orka né þjónusta eru mjög stór hluti verðbólgunnar hér á landi, heldur er það húsnæðisverð sem er helsti drifkraftur hennar og miklar hækkanir á húsnæðisverði koma að stóru leyti til vegna aukinnar eftirspurnar.

Helsta frá vikunni sem leið

Tölur um fjöldi erlendra farþega um Leifsstöð, sem Ferðamálastofa birti í síðustu viku, benda til þess að ferðaþjónustan hafi náð fyrri styrk. Alls fóru 243 þúsund erlendir farþegar frá landinu í gegnum Leifsstöð í ágúst, sem er 3% færri en í ágúst 2019, árið áður en heimsfaraldurinn skall á. Þetta er annar mánuðurinn í röð sem fjöldinn er svipaður og í sama mánuði 2019. Icelandair og Fly Play birtu í vikunni flutningstölur fyrir ágúst sem segja svipaða sögu.

Seðlabankinn birti í síðustu viku fundargerð peningastefnunefndar. Eins og við var að búast voru allir nefndarmenn þeirra skoðunar að áfram þyrfti að hækka vexti bankans. Rætt var um hækkun á bilinu 0,5-1,0 prósentustig. Allir nefndarmenn greiddu atkvæði með 0,75 prósentustiga hækkun, en Gylfi Zoëga hefði þó kosið 1,0 prósentustiga hækkun. Þetta er annar fundurinn í röð sem Gylfi vildi hækka meira en úr varð.

Í vikunni kom í ljós misræmi í tölum Seðlabankans um fjármálareikninga fjármálafyrirtækja og voru tölurnar teknar tímabundið úr birtingu. Svo virðist sem útlán til atvinnufyrirtækja hafi verið ofmetin, en samkvæmt tölunum sem SÍ birti á sínum tíma áttu útlán til atvinnufyrirtækja að hafa aukist um 240 milljarða króna á 2F. Þetta kann að hafa leitt til ofmats á spennu í hagkerfinu.

Skráð atvinnuleysi var 3,1% í ágúst sem er 1,4 prósentustigum lægra en í ágúst 2021. Atvinnuleysið er núna svipað og byrjun árs 2019, en það fór lægst rétt undir 1,8% sumarið 2017 þegar uppgangur ferðaþjónustunnar var sem mestur.

Tvö skuldabréfaútboð voru í síðustu viku, skuldabréfaútboð Reykjavíkurborgar og útboð ríkisbréfa. Auk þess birtu Lánamál ríkisins Markaðupplýsingar.

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Vikubyrjun 12. september 2022 (PDF)

Þú gætir einnig haft áhuga á
Seðlabanki
29. sept. 2022

Spáum 0,5 prósentustiga hækkun stýrivaxta í október

Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Gangi spá okkar eftir fara meginvextir bankans, sjö daga bundin innlán, úr 5,5% upp í 6%.
Fataverslun
28. sept. 2022

Verðbólga heldur áfram að hjaðna

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% milli mánaða í september. Ársverðbólgan dróst saman úr 9,7% í 9,3% og alls hefur hún minnkað um 0,6% prósentustig síðan hún náði hámarki í 9,9% í júlí. Við eigum von á hægfara hjöðnun næstu mánuði og að verðbólga mælist 8,3% í desember.
Lyftari í vöruhúsi
26. sept. 2022

Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2% á árinu

Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2% frá því í janúar og þótt launavísitalan hafi hækkað örlítið í ágúst hægist enn á árshækkuninni. Laun hafa hækkað hlutfallslega langmest í greinum tengdum ferðaþjónustunni á síðustu 12 mánuðum, en einnig í byggingar- og veitustarfsemi, og mest meðal verkafólks.
Fjölbýlishús
26. sept. 2022

Vikubyrjun 26. september 2022

Íbúðum til sölu á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað verulega frá því í vor, úr tæplega 500 í rúmlega 1.000. Fjölgunin skýrist fremur af eldri íbúðum sem eru settar í sölu en nýjum íbúðum sem koma inn á markaðinn.
Fasteignir
21. sept. 2022

Íbúðaverð lækkar milli mánaða í fyrsta sinn síðan 2019

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 0,4% milli mánaða í ágúst. Þetta er í fyrsta sinn síðan í nóvember 2019 sem vísitalan lækkar og skýr merki um að markaðurinn sé farinn að kólna.
Fólk við Geysi
20. sept. 2022

Atvinnuleysi minnkar enn og aðflutt vinnuafl sífellt mikilvægara

Atvinnuleysi dróst saman um 0,1 prósentustig milli mánaða í ágúst og var 3,1%. Atvinnuleysi minnkaði mest í ferðatengdum greinum milli mánaða, enda fjölgaði erlendum ferðamönnum eftir því sem leið á sumarið. Sífellt fleiri stjórnendur fyrirtækja á Íslandi telja vanta vinnuafl og eftir því sem störfum fjölgar verður erlent vinnuafl mikilvægara á íslenskum vinnumarkaði.
Flutningaskip
19. sept. 2022

Vikubyrjun 19. september 2022

Á fyrstu sex mánuðum ársins var 84 milljarða króna halli af viðskiptum við útlönd. Þrátt fyrir þennan mikla halla hefur krónan styrkst innan árs. Skýrist þetta meðal annars af því að öllum viðskiptum fylgir ekki endilega gjaldeyrisflæði.
Bananar í verslun
15. sept. 2022

Verðbólga mun mjakast niður á við í september

Við spáum því að almennt verðlag hækki um 0,34% milli ágúst og september. Gangi spáin eftir verður ársverðbólgan 9,6% og yrði það þá frekari staðfesting þess að verðbólga hafi þegar náð hámarki hér á landi. Verðbólga fór hæst í 9,9% í júlí og mældist svo aðeins minni eða 9,7% í ágúst. Gangi spáin eftir verður septembermánuður annar mánuðurinn í röð þar sem verðbólgan lækkar milli mánaða. Við eigum von hægri hjöðnun verðbólgunnar á næstunni og að hún verði komin niður í 8,8% í desember.
Olíuvinnsla
12. sept. 2022

Olíuverð einn helsti drifkraftur verðbólgu á síðustu 50 árum

Hrávöruverð hefur almennt farið lækkandi á síðustu mánuðum. Það mun styðja við hjöðnun verðbólgunnar í heiminum en hún hefur ekki mælst meiri á Vesturlöndum í nokkra áratugi.
5. sept. 2022

Vikubyrjun 5. september 2022

Ársverðbólga hjaðnaði í fyrsta sinn í ágúst síðan á vormánuðum 2021.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur