Vikubyrjun 12. júlí 2021
Vikan framundan
- Í dag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð í júní.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í júní.
Mynd vikunnar
Flugfargjöld til útlanda, samkvæmt mælingu Hagstofunnar, hækkuðu um 5,4% milli mánaða í júní. Þetta er í fyrsta sinn síðan í mars 2020 sem þessi liður breytist um meira en 5% milli mánaða, en Hagstofan hélt þessum lið nánast óbreyttum eftir að faraldurinn hófst enda lágu flugsamgöngur niðri. Þar áður var ekki óalgengt að þessi liður hreyfðist um tugi prósenta milli mánaða, en jafnan er dýrast að fljúga í júlí. Í krónum talið hækkuðu flugfargjöld til og frá landinu á árunum 2008 til 2013, en lækkuðu síðan aftur á árunum 2014 til 2020. Í Bandaríkjadölum var óveruleg breyting á verði milli 2008 og 2013, en þau lækkuðu í Bandaríkjadölum á árunum 2014 til 2020.
Efnahagsmál
- Við spáum 4,3% verðbólgu í júlí, en Hagstofan birtir júlímælingu VNV föstudaginn 23. júlí.
- Atvinnuleysi lækkaði úr 9,1% í 7,4% milli mánaða.
- Áhrif faraldursins á fjármál ríkissjóðs voru veruleg á síðasta ári.
- Seðlabankinn birti skýrslu peningastefnunefndar til Alþingis.
- Hagdeild HMS birti mánaðarskýrslu.
- OECD birti skýrslu um íslenskt efnahagslíf.
- Hagstofan birti: tekjur einstaklinga 2020, bráðabirgðatölur um vöruviðskipti í júní, tilraunatölfræði um gistinætur á hótelum í júní og veltu skv. virðisaukaskattskýrslum fyrir tímabilið mars-apríl.
- Seðlabankinn birti: útreikning á raungengi í júní, fjármálareikninga fjármálafyrirtækja fyrir 1F og eignir lífeyrissjóða í lok maí.
Fjármálamarkaðir
- Icelandair birti flutningstölur fyrir júní.
- Seðlabankinn keypti gjaldeyri fyrir 18,2 ma.kr. í júní.
- Sjóvá birti afkomuviðvörun.
- Hagar veitti tilteknum lykilstarfsmönnum kauprétti.
- Lánamál Ríkisins birtu Markaðsupplýsingar.
- Landsbankinn lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Arion banki gaf út græn skuldabréf í evrum og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.