Vikubyrjun 12. febrúar 2018
Fasteignaverð hefur hækkað töluvert umfram annað verðlag hér á landi á síðustu ársfjórðungum og hefur vægi húsnæðisliðarins í neysluverðsvísitölunni því aukist. Töluverð óvissa ríkir um verðbólguþróun næstu mánaða og má gera ráð fyrir að sú óvissa markist að miklu leyti af verðþróun á fasteignamarkaði.
12. febrúar 2018
Vikan framundan
- Í dag birta Reitir ársuppgjör.
- Á þriðjudag birtir Reginn ársuppgjör.
- Á miðvikudag birta Íslandsbanki og Arion banki ársuppgjör.
- Á fimmtudag birta Landsbankinn og Sjóvá ársuppgjör.
- Á föstudag birtir TM ársuppgjör.
Mynd vikunnar
Töluverð óvissa er um þróun fasteignaverðs nú. Í vikunni birtum við Hagsjá þar sem við settum upp þrjár sviðsmyndir: að fasteignaverð muni á næsta ári hækka jafn hratt og síðustu 3 mánuði, jafn hratt og síðustu 6 mánuði eða jafn hratt og síðustu 12 mánuði og bárum saman líklega verðlagsþróun að því gefnu að allt annað yrði óbreytt. Þessar þrjár forsendur gefa mjög mismunandi verðbólguferla.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákvað að halda vöxtum óbreyttum.
- Samhliða vaxtaákvörðuninni birti Seðlabankinn Peningamál 2018/1 með uppfærðri verðbólgu- og þjóðhagsspá.
- Marel og Icelandair birtu ársuppgjör.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir janúar.
- Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um 1% milli mánaða í janúar.
- Samkvæmt bráðabirgðatölum var 5,4 m. kr. halli af vöruskiptum við útlönd í janúar.
- Í fyrra fækkaði nýskráningum fyrirtækja um 3% milli ára.
- Seðlabankinn birti yfirlit yfir gjaldeyrismarkað og krónumarkað í janúar.
- Orkuveita Reykjavíkur, Arion banki og Félagsbústaðir héldu skuldabréfaútboð.
- Lánamál ríkisins héldu uppkaup ríkisbréfa RIKH 18 1009.
- Lánamál ríkisins birtu mánaðarlegt markaðsupplýsingarit sitt.
- Auk Hagsjánna með bollaleggingum um áhrif fasteignaverðs á verðbólgu, sem vitnað var í að ofan, birtum við einnig Hagsjár um þróun fasteignaverðs í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins, um fjölgun gistinátta og Hagsjá með verðbólguspá.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 12. febrúar 2018 (PDF)
Þú gætir einnig haft áhuga á

7. maí 2025
Ætla má að um þriðjungur íslenskra vara sem fluttar eru frá Íslandi til Bandaríkjanna sé undanþeginn þeim tollum sem nú eru í gildi, til dæmis lyf og flestar lækningavörur. Óvissa um framvindu mála í alþjóðaviðskiptum getur samt ein og sér leitt til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og ráðast síður í nýjar fjárfestingar. Á síðasta ári fór um 12% af vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna.

5. maí 2025
Í apríl jókst verðbólga úr 3,8% í 4,2%, nokkuð umfram okkar spá um 4,0% verðbólgu. Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst á milli ára í flestum atvinnugreinum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur á evrusvæðinu en samdráttur í Bandaríkjunum. Í þessari viku er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi.

2. maí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

2. maí 2025
Ör fólksfjölgun og hækkun húsnæðisverðs hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stærstur hluti Airbnb-íbúða er nú leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu. Frumvarp um hert skilyrði um skammtímaleigu hefur verið sett í samráðsgátt. Hömlur á skammtímaleigu gætu aukið framboð leiguíbúða og jafnvel söluframboð.

29. apríl 2025
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.

28. apríl 2025
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.

28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.

23. apríl 2025
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021.

22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.

16. apríl 2025
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.