12. apríl 2021 - Greiningardeild
Vikan framundan
- Í dag birtir Ferðamálastofa talningu á fjölda ferðamanna um Leifsstöð í mars og Vinnumálastofnun birtir skráð atvinnuleysi í mars.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn fyrri fjármálastöðugleikaskýrslu ársins.
- Á fimmtudag birtir Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun fyrir mars.
- Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna aprílgildis vísitölu neysluverðs.
Mynd vikunnar
Í síðustu viku birti AGS spá um þróun heimshagkerfisins næstu ár. Sjóðurinn gerir ráð fyrir að heimshagkerfið hafi dregist saman um 3,3% í fyrra en stækki um 6,0% í ár. Sjóðurinn hækkaði spá sína um hagvöxt í Bretlandi og Bandaríkjunum í ár. Hins vegar gerði sjóðurinn óverulega breytingu á spá sinni um hagvöxt á evrusvæðinu. Þetta endurspeglar bæði að bólusetningar hafa gengið mun hraðar fyrir sig í þeim tveimur löndum en á evrusvæðinu og mótvægisaðgerðir hafa gengið betur.
Það helsta frá síðustu viku
- Samkvæmt væntingarvísitölu Gallup hefur bjartsýni aukist meðal landsmanna.
- Munur á atvinnutekjum eftir menntun hefur farið minnkandi.
- Seðlabankinn birti fundargerð peningastefnunefndar vegna vaxtaákvörðunar 24. mars.
- Seðlabankinn birti ársskýrslu 2020 ásamt ávarpi formanns bankaráðs, ávarpi forsætisráðherra og ræðu seðlabankastjóra frá ársfundi bankans.
- Evrópska ferðamálaráðið birti niðurstöður úr könnun um ferðaáform helstu ferðamannaþjóða Evrópu.
- Hagstofan birti tilraunatölfræði um staðgreiðsluskyldar greiðslur og tölfræði um laus störf á 1. ársfj.
- Seðlabankinn birti útreikning á raungengi og veltutölur á gjaldeyrismarkaði fyrir mars.
- Icelandair birti flutningstölur fyrir mars.
- Sýn undirritaði samning um sölu og endurleigu á hluta af farsímainnviðum félagsins.
- Orkuveita Reykjavíkur lauk útboði grænna skuldabréfa og Lánamál ríkisins luku útboði ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

15. sept. 2025
Ferðamönnum hélt áfram að fjölga af krafti í ágúst og Íslendingar slógu enn eitt metið í fjölda utanlandsferða. Atvinnuleysi hélst óbreytt á milli mánaða í 3,4% og er lítillega meira en á sama tíma í fyrra. Í þessari viku birtir HMS nýjustu gögn um íbúðamarkað og við fylgjumst með vaxtaákvörðunum í Bandaríkjunum og Bretlandi.

11. sept. 2025
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.

8. sept. 2025
Í þessari viku ber hæst útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.

1. sept. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

1. sept. 2025
Verðbólga hjaðnaði óvænt úr 4,0% í 3,8% í ágúst. Hagstofan áætlar að hagkerfið hafi dregist saman um 1,9% á öðrum ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 16,5% á milli ára í júlí. Í vikunni birtir Seðlabankinn viðskiptajöfnuð við útlönd og fundargerð peningastefnunefndar.

28. ágúst 2025
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,15% á milli mánaða í ágúst og verðbólga hjaðnaði úr 4,0% í 3,8%. Hjöðnun á milli mánaða kemur ánægjulega á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og óbreyttri verðbólgu. Við gerum nú ráð fyrir að verðbólga verði 3,8% í árslok, að stærstum hluta vegna lægri mælingar nú en við spáðum áður.

25. ágúst 2025
Seðlabanki Íslands hélt stýrivöxtum óbreyttum í 7,50% í síðustu viku og allir nefndarmenn studdu ákvörðunina. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðasta árinu, en í janúar var árshækkunin 10,4%. Í vikunni birtir Hagstofan verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga fyrir annan ársfjórðung.

22. ágúst 2025
Á síðustu misserum hefur dregið töluvert úr verðhækkunum á íbúðamarkaði. Vísitala íbúðaverðs hefur hækkað um 4,2% á síðustu 12 mánuðum, aðeins örlítið umfram almennt verðlag, og ársbreytingin hefur ekki verið minni frá því í byrjun árs 2024. Þótt kaupsamningar hafi verið færri á fyrstu sjö mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra er enn talsverð velta á markaðnum.

19. ágúst 2025
Vöruútflutningur frá Íslandi hefur aukist frá því í fyrra en samt hefur vöruskiptahalli aldrei verið meiri en nú. Þetta skýrist af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Ferðaþjónustan hefur skilað auknum tekjum í ár en á móti hefur utanlandsferðum Íslendinga fjölgað og uppsafnaður kortaveltujöfnuður við útlönd var enn neikvæður í lok júlí.

18. ágúst 2025
Við búumst við að peningastefnunefnd Seðlabankans haldi stýrivöxtum óbreyttum á miðvikudag. Auk vaxtaákvörðunarinnar fáum við vísitölu íbúðaverðs í vikunni og nokkur uppgjör. Metfjöldi erlendra ferðamanna fór frá landinu í júlí, atvinnuleysi var óbreytt á milli mánaða og áfram var nokkur kraftur í greiðslukortaveltu heimila.