Vikubyrjun 12. ágúst
Þátttaka erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði hefur aukist mikið á síðustu árum. Útlendingar eru að sumu leyti eins konar jaðarvinnuafl, þeir koma sterkt inn þegar mikið er af lausum störfum og eru oft fyrstir út þegar störfum fækkar. Það kemur því ekki á óvart að töluverður hluti atvinnulausra er af erlendu bergi brotinn.
12. ágúst 2019
Vikan framundan
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn greiðslumiðlun og Vinnumálastofnun skráð atvinnuleysi.
- Á fimmtudag birtir Reginn hálfsársuppgjör.
Mynd vikunnar
Þátttaka erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði hefur aukist mikið á síðustu árum. Útlendingar eru að sumu leyti eins konar jaðarvinnuafl, þeir koma sterkt inn þegar mikið er af lausum störfum og eru oft fyrstir út þegar störfum fækkar. Það kemur því ekki á óvart að töluverður hluti atvinnulausra er af erlendu bergi brotinn. Hlutfall erlendra starfsmanna af atvinnulausum hefur þannig fjölgað úr 5% árið 2015 í um 35% nú.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Erlendum ferðamönnum um Leifsstöð fækkaði um 17% milli ára í júlí.
- Íslenska krónan styrktist nokkuð á seinni helmingi júlímánaðar.
- Farþegafjöldi Icelandair jókst um 9% milli ára í júlí.
- Arion banki birti hálfsársuppgjör.
- Raungengið var 10,6% lægri í júlí en sama mánuð árið áður.
- Velta á fasteignamarkaðinum dróst saman um 2,2% á höfuðborgarsvæðinu milli ára í júlí, en jókst um 12% milli ára utan höfuðborgarsvæðisins.
- Hagstofan birti bráðabirgðatölur úr niðurstöðum vinnumarkaðsrannsóknar sinnar fyrir júní og annan ársfjórðung.
- Heildartekjur einstaklinga voru um 6,6 ma.kr. að meðaltali í fyrra.
- Íbúðalánasjóður birti mánaðarskýrslu.
- Arion banki lauk útboði sértryggðra skuldabréfa.
- Íbúðalánasjóður keypti lánasafn af Arion banka.
- Lánamál ríkisins birtu markaðsupplýsingar.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
27. ágúst 2024
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
26. ágúst 2024
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs.
20. ágúst 2024
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
19. ágúst 2024
Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi það sem af er ári er meiri en áður var talið, samkvæmt uppfærðum tölum sem Seðlabanki Íslands birti í síðustu viku. Í þessari viku ber hæst vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum á miðvikudag.
16. ágúst 2024
Uppfærðar tölur um kortaveltu teikna upp töluvert aðra mynd af stöðu ferðaþjónustunnar en áður birt gögn. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist frá fyrra ári, þvert á það sem áður var talið. Ferðamenn eru því lítillega fleiri í ár en í fyrra og eyða meiru.
15. ágúst 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,36% á milli mánaða í ágúst og að verðbólga standi í stað í 6,3%. Alla jafna ganga sumarútsölur á fötum og skóm að hluta til baka í ágúst á meðan flugafargjöld til útlanda lækka. Við eigum von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í nóvember.
15. ágúst 2024
Verðbólga jókst umfram væntingar í júlí og jafnvel þótt verðbólga hafi almennt verið á niðurleið undanfarið hefur hjöðnunin verið hægari en vonir stóðu til. Nú í ágúst hafa stýrivextir verið 9,25% í heilt ár og við teljum að peningastefnunefnd haldi þeim áfram óbreyttum í næstu viku, sjötta skiptið í röð.
12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í júlí voru álíka margar og í fyrra, en brottförum Íslendinga fækkaði nokkuð á milli ára. Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs og nokkur félög í kauphöllinni birta uppgjör.