Vikubyrjun 11. september 2017
Á öðrum ársfjórðungi var 73 milljón dollara afgangur af þáttatekjujöfnuði við útlönd. Samfelldur afgangur hefur mælst á þáttatekjujöfnuði í tvö ár en sögulega hafa tekjur Íslendinga af erlendum eignum nánast alltaf verið minni en tekjur erlendra aðila af innlendum eignum hér á landi.
11. september 2017
Vikan framundan
- Eftir lokun markaða í dag birta Lánamál ríkisins markaðsupplýsingar.
- Á miðvikudag birtir Seðlabankinn tölur um kortaveltu.
- Á fimmtudag birtir Hagstofan upplýsingar um fjármál hins opinbera.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi.
Mynd vikunnar
Á öðrum ársfjórðungi var 73 milljón dollara afgangur af þáttatekjujöfnuði við útlönd, en í stuttu máli er þáttatekjujöfnuður munur á ávöxtun af erlendum eignum þjóðarbúsins og ávöxtun innlendra eigna erlendra aðila hér á landi. Samfelldur afgangur hefur mælst á þáttatekjujöfnuði í tvö ár. Þetta er nýlunda, en sögulega hafa tekjur Íslendinga af erlendum eignum nánast alltaf verið minni en tekjur erlendra aðila af innlendum eignum hér á landi.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Mikill vöxtur var í einkaneyslu á öðrum ársfjórðungi. Alls mældist 3,4% hagvöxtur á öðrum ársfjórðungi.
- Hagstofan uppfærði mat sitt á hagvexti 2016 úr 7,2% í 7,4%.
- Fátt kom á óvart í tölum um viðskiptajöfnuð á öðrum ársfjórðungi sem Seðlabankinn birti í vikunni, en alls var 16,3 ma.kr. afgangur á öðrum ársfjórðungi.
- Afgangur af þjónustujöfnuði við útlönd árið 2016 var 257,1 ma.kr. samkvæmt uppfærðum tölum frá Hagstofunni. Þetta var óveruleg breyting frá bráðabirgðamati Hagstofunnar frá því í mars.
- Að mati Hagstofunnar er að hægja á fjölgun launþega og launagreiðenda.
- Samkvæmt bráðabirgðatölum var 9,6 ma.kr. halli á vöruskiptum við útlönd í ágúst.
- Í ágúst flutti Icelandair 530 þúsund farþega (+10% milli ára). Fjöldi seldra gistinátta á hótelum Icelandair dróst hins vegar saman um 5% í ágúst miðað við sama tímabil í fyrra.
- Landsbankinn hélt víxlaútboð, Lánasjóður sveitarfélaga hélt skuldabréfaútboð, Íslandsbanki lauk víxlaútboði, Arion lauk útboði sértryggðra skuldabréfa, Lánamál Ríkisins luku útboði óverðtryggðra ríkisbréfa.
- Miklar hækkanir hafa verið á fasteignaverði í stærri bæjum utan höfuðborgarsvæðisins.
- Íbúðalánasjóður birti mánaðarskýrslu um húsnæðismarkaðinn.
- Kópavogsbær og Hafnarfjarðarkaupstaður birtu árshlutareikning.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á
27. ágúst 2024
Afgangur af þjónustuviðskiptum náði ekki að vega upp halla af vöruviðskiptum á öðrum ársfjórðungi, ólíkt því sem var fyrir ári síðan. Bæði var meiri halli af vöruviðskiptum og minni afgangur af þjónustuviðskiptum en á öðrum fjórðungi síðasta árs.
26. ágúst 2024
Peningastefnunefnd hélt vöxtum óbreyttum í síðustu viku, eins og búist var við. Nokkur kraftur er í fasteignamarkaðnum og vísitala íbúðaverðs og vísitala leiguverðs hækkuðu báðar þó nokkuð í júlí. Í þessari viku fáum við verðbólgutölur fyrir ágústmánuð og þjóðhagsreikninga annars ársfjórðungs.
20. ágúst 2024
Hagstofan hefur frá því í júní notað nýja aðferð við að mæla kostnað við búsetu í eigin húsnæði. Hefði Hagstofan ekki breytt um aðferð væri verðbólgumælingin nú líklega hærri. Um næstu áramót áforma stjórnvöld að breyta innheimtu gjalda á ökutæki sem mun að líkindum einnig hafa áhrif til lækkunar á mældri verðbólgu.
19. ágúst 2024
Uppfærð gögn Seðlabankans gefa til kynna að kortavelta íslenskra heimila hafi verið þó nokkuð meiri á þessu ári en áður var talið. Heildarkortavelta Íslendinga hefur aukist á milli ára alla mánuði ársins og hefur verið 4% meiri að raunvirði það sem af er ári en á sama tímabili í fyrra.
19. ágúst 2024
Kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi það sem af er ári er meiri en áður var talið, samkvæmt uppfærðum tölum sem Seðlabanki Íslands birti í síðustu viku. Í þessari viku ber hæst vaxtaákvörðun hjá Seðlabankanum á miðvikudag.
16. ágúst 2024
Uppfærðar tölur um kortaveltu teikna upp töluvert aðra mynd af stöðu ferðaþjónustunnar en áður birt gögn. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist frá fyrra ári, þvert á það sem áður var talið. Ferðamenn eru því lítillega fleiri í ár en í fyrra og eyða meiru.
15. ágúst 2024
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,36% á milli mánaða í ágúst og að verðbólga standi í stað í 6,3%. Alla jafna ganga sumarútsölur á fötum og skóm að hluta til baka í ágúst á meðan flugafargjöld til útlanda lækka. Við eigum von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði komin niður í 5,4% í nóvember.
15. ágúst 2024
Verðbólga jókst umfram væntingar í júlí og jafnvel þótt verðbólga hafi almennt verið á niðurleið undanfarið hefur hjöðnunin verið hægari en vonir stóðu til. Nú í ágúst hafa stýrivextir verið 9,25% í heilt ár og við teljum að peningastefnunefnd haldi þeim áfram óbreyttum í næstu viku, sjötta skiptið í röð.
12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll voru hálfu prósenti fleiri í júlí í ár en í fyrra. Fjöldi skráðra gistinótta útlendinga dróst minna saman í júní en síðustu mánuði. Noregur hefur sótt í sig veðrið sem vinsæll ferðamannastaður og hafa gistinætur þar aukist langmest af norðurlöndunum.
12. ágúst 2024
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli í júlí voru álíka margar og í fyrra, en brottförum Íslendinga fækkaði nokkuð á milli ára. Í þessari viku fara fram verðmælingar vegna ágústmælingar vísitölu neysluverðs og nokkur félög í kauphöllinni birta uppgjör.