Vikubyrjun 11. nóvember
Vikan framundan
- Eftir lokun markaða í dag birta Lánamál ríkisins Markaðsupplýsingar.
- Á þriðjudag birtir Skeljungur árshlutauppgjör og Ferðamálastofa birtir talningu á ferðamönnum um Leifsstöð.
- Á miðvikudag birtir Vinnumálastofa skráð atvinnuleysi í október.
- Á fimmtudag birtir Kvika banki árshlutauppgjör og Seðlabankinn tölur um greiðslumiðlun í október.
- Á föstudag birtir síðan Þjóðskrá fasteignamat fyrir árið 2020.
Mynd vikunnar
Í vikunni lækkaði peningastefnunefnd vexti Seðlabankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, þ.e. vextir á sjö daga bundnum innlánum, eru núna 3%. Meginvextir bankans hafa aldrei verið lægri. Milli febrúar og nóvember 2011 voru meginvextir 3,625% en meginvextir voru þá skilgreindir sem einfalt meðaltal vaxta á viðskiptareikningum og hámarksvaxta á innstæðubréfum með 28 daga binditíma. Þrátt fyrir lækkun vaxta eru raunstýrivextir út frá liðinni verðbólgu enn sem komið er jákvæðir, en þeir hafa nokkrum sinnum verið neikvæðir, síðast árið 2012.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði vexti bankans um 0,25 prósentustig.
- Samhliða ákvörðun birti Seðlabaninn einnig Peningamál 2019/4 með nýrri verðbólgu- og þjóðhagsspá.
- Einnig birti Seðlabankinn myndband þar sem sem Seðlabankastjóri skýrir ákvörðun nefndarinnar.
- Moody‘s hækkaði lánshæfismat ríkissjóðs.
- Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór síðan yfir stöðuna á Peningamálafundi Viðskiptaráðs.
- Festi(uppgjör, leiðrétting, fjárfestakynning), Heimavellir(uppgjör), Reginn(uppgjör) og Sýn (uppgjör) birtu árshlutauppgjör.
- Krónan veiktist lítillega í október.
- Kortavelta ferðamanna dróst saman milli ára í september.
- Þrátt fyrir að dregið hafi úr hækkunum launa hefur kaupmáttur verið stöðugur undanfarna mánuði.
- Lægri álverð og loðnubrestur skýra samdrátt vöruútflutnings á árinu.
- Icelandair birtir flutningstölur fyrir október.
- Seðlabankinn birti útreikning á raungengi í október.
- Landsmönnum hélt áfram að fjölga á 3. ársfjórðungi.
- Tilkynnt var um tvær hópuppsagnir í október.
- Aflaverðmæti í ágúst jókst um 21% milli ára.
- Reykjavíkurborg birti fjárhagsáætlun.
- Reitir stækkaði skuldabréfaflokkinn REITIR 22, Lánamál ríkisins héldu útboð ríkisbréfa.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 11. nóvember 2019 (PDF)









