11. desember 2017
Vikan framundan
- Eftir lokun markaða í dag senda Lánamál ríkisins frá sér markaðsupplýsingar.
- Á miðvikudag verður vaxtaákvörðun peningastefnunefndar kynnt. Við búumst við að vextir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi fyrir nóvember.
Mynd vikunnar
Afgangur af viðskiptum við útlönd var 68 ma.kr. á 3. ársfjórðungi. Þetta er 14. fjórðungurinn í röð sem afgangur mælist af viðskiptum við útlönd, en seinast mældist halli á 1. ársfjórðungi ársins 2014. Uppsafnaður afgangur á þessum 14 fjórðungum er um 480 ma.kr. Þetta er veruleg og jákvæð breyting frá því sem áður var, en allt fram til ársins 2012 heyrði jákvæður viðskiptajöfnuður til undantekninga. Áratugina fyrir 2012 var þjóðarbúið rekið með nær krónískum viðskiptahalla.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst landsframleiðslan um 4,3% að raungildi.
- Afgangurinn af viðskiptajöfnuði við útlönd á 3. ársfjórðungi var 68 ma.kr. sem er næst mesti viðskiptaafgangur sögunnar.
- Matsfyrirtækið Fitch Ratings hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs úr A- í A
- Að okkar mati er vinnumarkaðurinn á toppi öldunnar.
- Samkvæmt bráðabirgðatölum voru vöruviðskipti í nóvember óhagstæð um 13 ma. kr.
- Raungengið hækkaði um 1,1% milli mánaða í nóvember.
- Í nóvember flutti Icelandair 8% fleiri farþega en í nóvember í fyrra.
- Seðlabankinn birti fjármálareikninga fjármálafyrirtækja.
- Íslandsbanki og Landsbankinn héldu víxlaútboð.
- Reykjavíkurborg gaf út nýjan verðtryggðan skuldabréfaflokk.
- Lánamál ríkisins luku skuldabréfaútboði.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

11. des. 2025
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,56% á milli mánaða í desember. Gangi spáin eftir mun verðbólga hækka úr 3,7% í 3,9% í desember. Flugfargjöld til útlanda, reiknuð húsaleiga og lok tilboðsdaga í nóvember verða til hækkunar en bensínverð til lækkunar. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði á bilinu 3,9% til 4,0% næstu mánuði.

8. des. 2025
Talsvert minni afgangur mældist af viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi þessa árs en þess síðasta. Í síðustu viku gaf Seðlabankinn út yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar og fundargerð peningastefnunefndar. Í þessari viku verða birtar ferðamannatölur og skráð atvinnuleysi fyrir nóvembermánuð.

1. des. 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

1. des. 2025
Óhætt er að segja að verðbólgumælingin í síðustu viku hafi komið á óvart. Verðbólga mældist 3,7% í nóvember og hefur ekki mælst minni í fimm ár. Hagstofan áætlar að landsframleiðsla hafi aukist um 1,2% á þriðja ársfjórðungi. Gistinóttum fjölgaði alls um 1,8% á milli ára í október.

28. nóv. 2025
Landsframleiðsla jókst um 1,2% á þriðja ársfjórðungi og um 1,5% á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi var drifinn áfram af innlendri eftirspurn og þjóðarútgjöld jukust um heil 4,7%. Áfram er kraftur í einkaneyslu og fjárfestingu, en auknar birgðir hafa einnig sitt að segja. Innflutningur vegur þungt á móti og framlag utanríkisviðskipta er neikvætt, líkt og á síðustu fjórðungum.

27. nóv. 2025
Verðbólga hjaðnaði úr 4,3% í 3,7% í nóvember og hefur ekki verið minni frá því í desember 2020. Áhrif af afsláttardögum í nóvember komu mun skýrar fram í mælingu Hagstofunnar nú en síðustu ár og flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun meira en við bjuggumst við.

24. nóv. 2025
Seðlabankinn lækkaði vexti í síðustu viku með það fyrir augum að stemma stigu við því aukna peningalega aðhaldi sem hefur hlotist af breyttu lánaframboði í kjölfar vaxtadómsins. Auk þess spáir Seðlabankinn nú auknum slaka í hagkerfinu, minni hagvexti og minni verðbólgu en í síðustu spá. Hagstofan birtir verðbólgumælingu nóvembermánaðar á fimmtudaginn og þjóðhagsreikninga fyrir þriðja ársfjórðung á föstudaginn.

21. nóv. 2025
Brottfarir erlendra ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli voru 6,2% færri í október en í sama mánuði í fyrra og erlend kortavelta dróst þó nokkuð saman. Líklega hefur fall Play sett mark sitt á mánuðinn. Ef horft er yfir árið í heild hefur gangurinn í ferðaþjónustu verið mun meiri á þessu ári en því síðasta.

17. nóv. 2025
Skráð atvinnuleysi var 3,9% í október, 0,5 prósentustigum meira en í sama mánuði í fyrra. Brottförum erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 6,2% í október en utanlandsferðum Íslendinga fjölgaði um 3%. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði haldið óbreyttum.

14. nóv. 2025
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga jókst umfram væntingar í október og verðbólgumælingin bar þess merki að undirliggjandi verðþrýstingur hefði aukist. Í ljósi breytts lánaframboðs og óviðbúinna áfalla í útflutningsgeirunum má líkast til búast við mildari tón frá peningastefnunefnd.