Vikan framundan
- Eftir lokun markaða í dag senda Lánamál ríkisins frá sér markaðsupplýsingar.
- Á miðvikudag verður vaxtaákvörðun peningastefnunefndar kynnt. Við búumst við að vextir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig.
- Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi fyrir nóvember.
Mynd vikunnar
Afgangur af viðskiptum við útlönd var 68 ma.kr. á 3. ársfjórðungi. Þetta er 14. fjórðungurinn í röð sem afgangur mælist af viðskiptum við útlönd, en seinast mældist halli á 1. ársfjórðungi ársins 2014. Uppsafnaður afgangur á þessum 14 fjórðungum er um 480 ma.kr. Þetta er veruleg og jákvæð breyting frá því sem áður var, en allt fram til ársins 2012 heyrði jákvæður viðskiptajöfnuður til undantekninga. Áratugina fyrir 2012 var þjóðarbúið rekið með nær krónískum viðskiptahalla.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Á fyrstu níu mánuðum ársins jókst landsframleiðslan um 4,3% að raungildi.
- Afgangurinn af viðskiptajöfnuði við útlönd á 3. ársfjórðungi var 68 ma.kr. sem er næst mesti viðskiptaafgangur sögunnar.
- Matsfyrirtækið Fitch Ratings hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs úr A- í A
- Að okkar mati er vinnumarkaðurinn á toppi öldunnar.
- Samkvæmt bráðabirgðatölum voru vöruviðskipti í nóvember óhagstæð um 13 ma. kr.
- Raungengið hækkaði um 1,1% milli mánaða í nóvember.
- Í nóvember flutti Icelandair 8% fleiri farþega en í nóvember í fyrra.
- Seðlabankinn birti fjármálareikninga fjármálafyrirtækja.
- Íslandsbanki og Landsbankinn héldu víxlaútboð.
- Reykjavíkurborg gaf út nýjan verðtryggðan skuldabréfaflokk.
- Lánamál ríkisins luku skuldabréfaútboði.