Viku­byrj­un 11. des­em­ber 2017

Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um greiðslujöfnuð á 3. ársfjórðungi og Hagstofan þjóðhagsreikninga, einnig fyrir 3. ársfjórðung. Á miðvikudag verður síðasta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar á árinu kynnt. Við búumst við 0,25 prósentustiga lækkun.
11. desember 2017

Vikan framundan

  • Eftir lokun markaða í dag senda Lánamál ríkisins frá sér markaðsupplýsingar.
  • Á miðvikudag verður vaxtaákvörðun peningastefnunefndar kynnt. Við búumst við að vextir verði lækkaðir um 0,25 prósentustig.
  • Á föstudag birtir Vinnumálastofnun tölur um skráð atvinnuleysi fyrir nóvember.

Mynd vikunnar

Afgangur af viðskiptum við útlönd var 68 ma.kr. á 3. ársfjórðungi. Þetta er 14. fjórðungurinn í röð sem afgangur mælist af viðskiptum við útlönd, en seinast mældist halli á 1. ársfjórðungi ársins 2014. Uppsafnaður afgangur á þessum 14 fjórðungum er um 480 ma.kr. Þetta er veruleg og jákvæð breyting frá því sem áður var, en allt fram til ársins 2012 heyrði jákvæður viðskiptajöfnuður til undantekninga. Áratugina fyrir 2012 var þjóðarbúið rekið með nær krónískum viðskiptahalla.

Það helsta frá vikunni sem leið

Hagtölur og markaðsupplýsingar

Hagtölur 11. desember 2017

Innlendar markaðsupplýsingar 11. desember 2017

Erlendar markaðsupplýsingar 11. desember 2017

Þú gætir einnig haft áhuga á
Greiðsla
18. feb. 2025
Neysla enn á uppleið þótt atvinnuleysi aukist
Enn eru merki um að landsmenn hafi svigrúm til neyslu þrátt fyrir langvarandi hávaxtastig. Kortavelta eykst með hverjum mánuðinum, utanlandsferðir í janúar hafa aldrei verið jafnmargar og í ár og samt virðast yfirdráttarlán ekki hafa færst í aukana. Á sama tíma hefur slaknað þó nokkuð á spennu á vinnumarkaði, eftirspurn eftir vinnuafli hefur dvínað og atvinnuleysi tók stökk í janúar þegar það fór yfir 4%.
Fólk við Geysi
17. feb. 2025
Vikubyrjun 17. febrúar 2025
Erlendum ferðamönnum í janúar fækkaði um 5,8% á milli ára samkvæmt talningu Ferðamálastofu sem birt var í síðustu viku. Einnig fóru fram verðmælingar Hagstofunnar vegna vísitölu neysluverðs í febrúar og spáum við því að verðbólga hjaðni niður í 4,3%. Í þessari viku fáum við kortaveltutölur frá Seðlabankanum, vísitölur íbúða- og leiguverðs frá HMS auk þess sem fundargerð peningastefnunefndar verður birt.
Litríkir bolir á fataslá
13. feb. 2025
Spáum áframhaldandi hjöðnun í febrúar: Úr 4,6% í 4,3%
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,98% á milli mánaða í febrúar og að verðbólga hjaðni úr 4,6% í 4,3%. Við búumst við áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,7% í maí.   
Seðlabanki Íslands
10. feb. 2025
Vikubyrjun 10. febrúar 2025
Peningastefnunefnd lækkaði vexti um 0,5 prósentustig í síðustu viku. Í þessari viku koma tölur um skráð atvinnuleysi og fjölda brottfara frá Leifsstöð auk þess sem Hagstofan framkvæmir verðkannanir vegna vísitölu neysluverðs. Uppgjörstímabilið í Kauphöllinni er síðan enn í fullum gangi.
3. feb. 2025
Fréttabréf Greiningardeildar 3. febrúar 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flutningaskip
3. feb. 2025
Aukinn halli af vöruviðskiptum í fyrra
Halli af vöruviðskiptum jókst í fyrra, en ekki með sama hraða og síðustu tvö ár þar á undan. Að það hægi á aukningunni gæti verið merki um að jafnvægi sé að aukast í hagkerfinu, en á móti kemur að innflutningsverðmæti hafa aldrei verið meiri sem gæti verið merki um aukin umsvif.
Seðlabanki Íslands
3. feb. 2025
Vikubyrjun 3. febrúar 2025
Verðbólga lækkaði á milli mánaða í janúar, úr 4,8% í 4,6%. Við eigum von á að Seðlabankinn lækki vexti um 0,5 prósentustig á miðvikudaginn. Fyrstu uppgjör fyrir árið 2024 komu í síðustu viku, en uppgjörstímabilið heldur áfram í þessari viku.
30. jan. 2025
Spáum vaxtalækkun um 0,5 prósentustig
Við spáum 0,5 prósentustiga vaxtalækkun í næstu viku. Verðbólga mældist 4,6% í janúar. Hún hjaðnaði í takt við spá okkar og hefur þokast niður um 0,5 prósentustig frá síðustu vaxtaákvörðun. Hægt hefur á íbúðaverðshækkunum og verðbólguvæntingar virðast stöðugri en áður. Laun hafa hækkað mun minna en áður og vinnumarkaður hefur leitað í eðlilegra horf.  
Fasteignir
30. jan. 2025
Verðbólga hjaðnar áfram
Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,27% á milli mánaða í janúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,8% í 4,6%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði og verði 3,9% í apríl.
Íbúðahús
27. jan. 2025
Vikubyrjun 27. janúar 2025
Í vikunni birtast verðbólgutölur fyrir janúar. Við eigum von á að verðbólga hjaðni og mælist 4,6%. Í síðustu viku birtist vísitala íbúðaverðs fyrir desember sem sýndi lækkun upp á 0,6% á milli mánaða. Vísitala leiguverðs sýndi einnig lækkun á milli mánaða, um 0,9%.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur