Vikan framundan
- Á miðvikudag er vaxtaákvörðunardagur í Seðlabankanum, við gerum ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum.
- Á föstudag birtir Seðlabankinn tölur um gjaldeyrismarkaðinn og krónumarkaðinn í september ásamt útreikningi á raungengi í september.
Mynd vikunnar
Í kjölfar fjármálakreppunnar fyrir um 10 árum lækkuðu bæði bandaríski og evrópski seðlabankinn vexti. Bandaríski seðlabankinn hóf vaxtahækkunarferli í nóvember 2015. Í síðustu viku hækkaði Seðlabanki Bandaríkjanna vexti um 0,25 prósentustig og kom með framsýna leiðsögn um aðra 25 punkta hækkun í desember. Evrópski seðlabankinn hefur hins vegar ekki breytt vöxtum síðan að hann lækkaði þá (útlánavexti) niður í 0% í mars 2016. Reyndar eru innlánsvextir evrópska seðlabankans neikvæðir, eða -0,4%.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,24% milli mánaða í september og mælist 12 mánaða verðbólga nú 2,7%, samanborið við 2,6% í ágúst.
- Seðlabankinn birti ársfjórðungslega Hagvísa.
- Lánamál ríkisins birtu ársfjórðungsáætlun fyrir fjórða ársfjórðung.
- Launavísitalan hækkaði um 0,1% milli mánaða.
- Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar var atvinnuleysi 2,6% í ágúst.
- Gistinóttum fjölgaði um 10% milli ára í ágúst.
- Hagstofan birti lífskjararannsókn heimilanna fyrir 2016.
- Lánamál ríkisins héldu útboð ríkisvíxla, Reitir skuldabréfaútboð.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Hagtölur 1. október 2018 (PDF)