Vikubyrjun 1. júlí
Verð á þjónustu hótela og gistiheimila hér á landi hefur lækkað töluvert miðað við síðasta ár, hvort sem mælt er í krónum eða evrum. Lækkunin hefur þó reynst nokkuð meiri í evrum en krónum sökum þeirrar veikingar sem orðið hefur á krónunni frá sömu tímapunktum í fyrra. Þessa lækkun má líklegast rekja til verri nýtingar samfara bæði fækkun ferðamanna og fjölgun hótelherbergja.
28. júní 2019
Vikan framundan
- Á morgun birtir Hagstofan tölur um virðisaukaskattskylda starfsemi í mars og apríl.
- Á fimmtudag birtir Ferðamálastofa tölur um fjölda ferðamanna í júní.
Mynd vikunnar
Verð á þjónustu hótela og gistiheimila hér á landi hefur lækkað töluvert miðað við síðasta ár, hvort sem mælt er í krónum eða evrum. Lækkunin hefur þó reynst nokkuð meiri í evrum en krónum sökum þeirrar veikingar sem orðið hefur á krónunni frá sömu tímapunktum í fyrra. Þessa lækkun má líklegast rekja til verri nýtingar samfara bæði fækkun ferðamanna og fjölgun hótelherbergja.
Það helsta frá vikunni sem leið
- Verðbólgan lækkaði úr 3,6% í 3,3%.
- Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands lækkaði vexti bankans um 0,25% prósentustig. Lækkunin var í samræmi við væntingar okkar.
- Benedikt Gíslason var ráðinn bankastjóri Arion banka.
- Launavísitalan hækkaði um 0,7% milli apríl og maí.
- Atvinnuleysi er að leita upp á við.
- Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur fjölgun starfa frá 2010 að mestu leyti verið í ferðaþjónustu.
- Hagstofan birti uppfærðar tölur um vöruviðskipti við útlönd á fyrstu 5 mánuðum ársins.
- Gistinóttum fækkaði um 10% milli ára í maí.
- Seðlabankinn birti Fjármálainnviðir.
- Hagar birtu ársfjórðungsuppgjör.
- Lánamál ríkisins birtu ríkisreikning fyrir 2018 og ársfjórðungsáætlun fyrir F3.
- Reykjavíkurborg birti rekstraruppgjör fyrir 1F.
- Lánamál ríkisins luku útboði ríkisvíxla, Arion banki lauk útboði víkjandi skuldabréfa, Eik fasteignafélag lauk skuldabréfaútboði.
Hagtölur og markaðsupplýsingar
Þú gætir einnig haft áhuga á

1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.

30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.

27. júní 2025
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.

27. júní 2025
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.

25. júní 2025
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.

23. júní 2025
Færri ferðamenn hafa heimsótt Ísland það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Þrátt fyrir það hefur erlend kortavelta aukist á milli ára og það sama má segja um útflutningstekjur af ferðaþjónustu. Við teljum ýmislegt benda til þess að erlendir ferðamenn hafi verið fleiri síðustu mánuði en talning Ferðamálastofu segir til um.

23. júní 2025
Vísitala íbúðaverðs lækkaði um 0,45% á milli mánaða í maí. Vísitalan lækkaði þar með í fyrsta sinn á þessu ári og ársbreytingin hefur ekki verið jafn lítil frá því í byrjun síðasta árs. Áfram er kraftur í kortaveltu Íslendinga, ekki síst erlendis.

19. júní 2025
Kortavelta jókst um 6,8% á milli ára í maí að raunvirði þar af jókst hún um 21% erlendis. Það sem af er ári hefur kortavelta aukist um 5,5% frá sama tímabili í fyrra, að teknu tilliti til verðlags og gengis. Íslendingar hafa aldrei farið í fleiri utanlandsferðir í maímánuði en nú í ár. Greiðslukortajöfnuður var neikvæður um 4,2 ma.kr. sem er töluvert meiri halli en í maí í fyrra.

16. júní 2025
Í síðustu viku fór fram uppgjör við eigendur HFF-bréfa. Erlendum ferðamönnum fjölgaði aðeins á milli ára í maí og atvinnuleysi jókst á milli ára. Í vikunni fram undan birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.

12. júní 2025
Við spáum því að verðbólga aukist lítillega í júní og mælist 3,9%. Verðbólga helst líklega nær óbreytt í sumar en eykst svo aðeins með haustinu, þegar einskiptisliðir vegna skólagjalda og skólamáltíða detta út úr tólf mánaða taktinum. Við gerum áfram ráð fyrir 4,0% verðbólgu í árslok.