Verulega hægði á samdrætti hagkerfisins á fyrsta ársfjórðungi
Þjóðarútgjöld sem eru samtala einkaneyslu, samneyslu og fjárfestingar jukust um 1,7% en þetta er í fyrsta skiptið síðan á fyrsta fjórðungi á síðasta ári að vöxtur mælist í þjóðarútgjöldum. Áfram skýrist samdráttur hagkerfisins því af miklum samdrætti í útflutningi en kröftugur samdráttur í innflutningi vegur þar á móti. Framlag útflutnings til hagvaxtar var neikvætt um 8,3% en framlag innflutnings var jákvætt um 4,7%. Hreint framlag utanríkisviðskipta til hagvaxtar var því neikvætt um 3,7%. Framlag aukinna þjóðarútgjalda til hagvaxtar var jákvætt um 2%.
Lesa Hagsjána í heild
Hagsjá: Verulega hægði á samdrætti hagkerfisins á fyrsta ársfjórðungi