Verulega breyttar neysluvenjur

Við greindum frá því á dögunum að kortavelta Íslendinga innanlands hefði aukist um 3% milli ára í fyrra miðað við fast verðlag á sama tíma og hún dróst saman um 45% að raunvirði erlendis. Rannsóknarsetur verslunarinnar (RSV) hefur síðan birt sundurliðun á kortaveltunni eftir útgjaldaliðum og þar sést að neyslan tók verulegum breytingum í takt við breyttar aðstæður.
Mesti samdrátturinn mældist í kaupum á skipulögðum ferðum og annarri þjónustu ferðaskrifstofa sem drógust saman um 68% milli ára. Samdráttur mældist næstmestur í kaupum á menningar-, afþreyingar- og tómstundarstarfsemi (-18%) og því næst í kaupum á snyrti- og heilsutengdri þjónustu (-10%) og veitingaþjónustu (-10%). Snyrtistofum var óheimilt að starfa hluta ársins og kemur samdráttur því ekki á óvart þar og veitingastaðir sættu takmörkunum varðandi opnunartíma og fjölda gesta sem dró úr neyslu fólks þar.
Kortavelta í áfengisverslunum jókst mest allra útgjaldaliða, um 36% milli ára, miðað við fast áfengisverð. Það er eflaust að miklu leyti tilfærsla á neyslu sem hefði farið fram á veitingastöðum eða komið fram sem tollfrjáls verslun í Leifsstöð í eðlilegu árferði. Það má þannig rekja nær allar breytingar á neyslu einstakra liða til faraldursins. Í mörgum tilfellum er um tilfærslu á neyslu að ræða sem hefði annars farið fram erlendis eða á þjónustustað sem var lokaður að hluta eða öllu leyti.
Lesa Hagsjána í heild

4,1% verðbólga í febrúar – áfram yfir markmiði Seðlabankans

Launavísitalan hækkaði um 3,7% í janúar - kaupmáttur jókst um 5,8% milli ára

Hagsjá: Miklar hækkanir á hlutabréfamarkaði

Vikubyrjun 22. febrúar 2021

Neysla landsmanna innanlands meiri í janúar í ár en í fyrra

Atvinnuleysi mest á Íslandi af Norðurlöndunum

Óvenju lítil hækkun íbúðaverðs í janúar

Atvinnuleysi jókst minna í janúar en reikna mátti með

Mikil verðlækkun á gistingu hér á landi
