Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Verð­tryggð lán sækja í sig veðr­ið

Söguleg þróun íbúðalána innlánastofnana til heimila sýnir að árið 2020 og framan af 2021, á meðan vextir voru hvað lægstir, lá straumurinn yfir í óverðtryggð fasteignalán með breytilegum vöxtum.
Gata í Reykjavík
25. ágúst 2022 - Greiningardeild

Eftir að Seðlabankinn hóf vaxtahækkunarferlið um mitt ár 2021 færðist áhugi fólks yfir í óverðtryggð lán með föstum vöxtum þar sem væntingar voru um enn hærri vexti. Á allra síðustu mánuðum má svo sjá aukningu í töku verðtryggðra lána að nýju, þar sem greiðslubyrði slíkra lána er lægri. Þau henta því mörgum lántökum betur í hærra vaxtaumhverfi, sérstaklega fyrstu kaupendum.

Ef litið er til útistandandi íbúðalána alls má sjá að 56% allra útistandandi íbúðalána eru óverðtryggð (nýjustu gögn miðast við júní). Hlutfallið var um 28% áður en heimsfaraldurinn skall á og um 15% um mitt ár 2016. Heimsfaraldurinn og þeir lágu vextir sem þá buðust hafa því breytt verulega samsetningu íbúðalána þar sem hlutfallslega meira er til staðar af óverðtryggðum lánum. Það er spurning hvað gerist þegar vextir hækka. Nú má sjá fyrstu merki þess að heimilin auki töku verðtryggðra lána að nýju og má búast við framhaldi á þeirri þróun á næstu misserum.

Útlán innlánastofnana aukast milli ára

Hrein ný útlán, þ.e. útlán innlánsstofnana að frádregnum upp- og umframgreiðslum, jukust um 8% á milli ára á föstu verðlagi í júlí. Hrein ný útlán námu 57,1 ma.kr. en hrein ný útlán innlánastofnana hafa mælst heldur há það sem af er þessu ári og met var t.a.m. slegið í maí.

Hrein ný útlán innlánastofnana nema tæplega 350 mö.kr. það sem af er árinu. Útlán innlánastofnana á undanförnum mánuðum eru enn frekari staðfesting þess að mikill kraftur er í hagkerfinu en sem dæmi var met slegið í hreinum nýjum útlánum í maí, þegar þau námu tæplega 70 mö.kr.

Fyrirtækin taka fram úr heimilunum

Rúmur helmingur hreinna nýrra útlána fer nú til atvinnufyrirtækja. Af þessum 57,1 ma.kr. fóru 29,5 ma.kr. til atvinnufyrirtækja, eða 52% af nettó nýjum útlánum, og 37% til heimila. Þetta er mikil breyting frá fyrri árum. Útlán til heimilanna að frádregnum upp- og umframgreiðslum námu 21,2 mö.kr. í júlí í ár en til samanburðar námu þau 39,4 mö.kr. í júlí árið 2020 sem er talsverð breyting.

Stærstur hluti útlána til fyrirtækja eru til þjónustugeirans. Það sem af er ári hafa ný útlán að frádregnum uppgreiðslum numið 83 mö.kr. til þjónustufyrirtækja en til samanburðar voru hrein ný útlán til þeirra allt árið í fyrra einungis 3 ma.kr. Af þessum 83 mö.kr. hafa fasteignafélög verið skráð fyrir 47% nýrra útlána sem af er árinu.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Play
6. okt. 2025
Vikubyrjun 6. október 2025
Fall Fly Play hf. var stærsta fréttin í síðustu viku. Um 400 manns misstu vinnuna og má búast við að atvinnuleysi aukist um um það bil 0,2 prósentustig þess vegna. Við búumst ekki við verulegum þjóðhagslegum áhrifum af falli Play. Peningastefnunefnd kemur saman á miðvikudaginn og við búumst við að stýrivöxtum verði áfram haldið í 7,50%.  
Seðlabanki Íslands
2. okt. 2025
Þrálát verðbólga kallar á óbreytta vexti
Við spáum því að peningastefnunefnd haldi stýrivöxtum óbreyttum í næstu viku. Verðbólga hefur haldist á þröngu bili í kringum 4% frá því í febrúar og horfur eru á nær óbreyttri verðbólgu á næstu mánuðum. Áfram má greina skýr merki um þenslu í hagkerfinu og nær óhugsandi að peningastefnunefnd telji tímabært að halda vaxtalækkunarferlinu áfram. 
1. okt. 2025
Mánaðamót 1. október 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Íbúðahús
29. sept. 2025
Vikubyrjun 29. september 2025
Verðbólga mældist í takt við væntingar í september og fór úr 3,8% í 4,1%, samkvæmt vísitölu neysluverðs, sem Hagstofan birti í síðustu viku. Aukin verðbólga var fyrirséð og mælingin ber þess ekki merki að verðbólguþrýstingur í hagkerfinu hafi aukist. Kaupmáttur launa er 3,8% meiri en í ágúst í fyrra.
Litríkir bolir á fataslá
25. sept. 2025
Verðbólga eykst í takt við væntingar
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,11% á milli mánaða í september og verðbólga jókst úr 3,8% í 4,1%. Hækkunin skýrist að langmestu leyti af því að lækkunaráhrif gjaldfrjálsra skólamáltíða duttu nú úr 12 mánaða taktinum. Fátt í septembermælingunni kom á óvart en við spáðum 0,07% hækkun á vísitölunni og 4,1% verðbólgu. Við gerum ráð fyrir að verðbólga verði áfram á þessu bili út árið og verði 4,0% í árslok.
Bílar
23. sept. 2025
Aukin neysla, aldrei jafnmargar utanlandsferðir og bílakaup færast í aukana
Greiðslukortavelta heimila heldur áfram að aukast samhliða aukinni einkaneyslu. Það sama má segja um utanlandsferðir Íslendinga en það sem af er ári hafa Íslendingar farið í rúmlega 20% fleiri utanlandsferðir en á sama tímabili í fyrra. Auk þess að fara meira til útlanda virðast landsmenn kaupa þó nokkuð fleiri bíla en í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum þessa árs voru nýskráðir bílar um 28% fleiri en á sama tíma í fyrra.
Íbúðahús
22. sept. 2025
Vikubyrjun 22. september 2025
Raunverð íbúða lækkaði á milli ára í ágúst, í fyrsta skipti frá því í byrjun árs 2024. Nafnverð íbúða hefur aðeins hækkað um 2,2% á einu ári og sífellt lengri tíma tekur að selja íbúðir. Leiguvísitalan hækkaði þó í ágúst og hækkandi leiguverð hefur með tímanum áhrif á verðbólgumælingar. Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs næsta fimmtudag.
Fólk við Geysi
15. sept. 2025
Vikubyrjun 15. september 2025
Ferðamönnum hélt áfram að fjölga af krafti í ágúst og Íslendingar slógu enn eitt metið í fjölda utanlandsferða. Atvinnuleysi hélst óbreytt á milli mánaða í 3,4% og er lítillega meira en á sama tíma í fyrra. Í þessari viku birtir HMS nýjustu gögn um íbúðamarkað og við fylgjumst með vaxtaákvörðunum í Bandaríkjunum og Bretlandi.
Bakarí
11. sept. 2025
Spáum 4,1% verðbólgu í september
Við spáum því að verðbólga aukist í september og mælist 4,1%. Aukin verðbólga skýrist aðallega af því að í september í fyrra voru máltíðir í grunnskólum gerðar ókeypis og lækkunaráhrifin af því detta nú út úr ársverðbólgunni. Verðhækkun á mjólkurafurðum leiðir til meiri hækkunar á matvöruverði en síðustu mánuði. Ró yfir húsnæðismarkaðnum heldur aftur af hækkunum á reiknaðri húsaleigu en útsölulok hafa áhrif til hækkunar í mánuðinum, gangi spáin eftir.
8. sept. 2025
Vikubyrjun 8. september 2025
Í þessari viku ber hæst  útgáfu á tölum um fjölda ferðamanna í ágúst og skráð atvinnuleysi. Í síðustu viku birti Seðlabankinn fundargerð peningastefnunefndar þar sem fram kom að allir nefndarmenn hefðu verið sammála um að halda vöxtum óbreyttum í ágúst. Þá birti Seðlabankinn einnig tölur um greiðslujöfnuð við útlönd sem gáfu til kynna mun meiri halla á viðskiptum við útlönd á öðrum fjórðungi þessa árs en þess síðasta.