Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Verð­tryggð lán sækja í sig veðr­ið

Söguleg þróun íbúðalána innlánastofnana til heimila sýnir að árið 2020 og framan af 2021, á meðan vextir voru hvað lægstir, lá straumurinn yfir í óverðtryggð fasteignalán með breytilegum vöxtum.
Gata í Reykjavík
25. ágúst 2022 - Greiningardeild

Eftir að Seðlabankinn hóf vaxtahækkunarferlið um mitt ár 2021 færðist áhugi fólks yfir í óverðtryggð lán með föstum vöxtum þar sem væntingar voru um enn hærri vexti. Á allra síðustu mánuðum má svo sjá aukningu í töku verðtryggðra lána að nýju, þar sem greiðslubyrði slíkra lána er lægri. Þau henta því mörgum lántökum betur í hærra vaxtaumhverfi, sérstaklega fyrstu kaupendum.

Ef litið er til útistandandi íbúðalána alls má sjá að 56% allra útistandandi íbúðalána eru óverðtryggð (nýjustu gögn miðast við júní). Hlutfallið var um 28% áður en heimsfaraldurinn skall á og um 15% um mitt ár 2016. Heimsfaraldurinn og þeir lágu vextir sem þá buðust hafa því breytt verulega samsetningu íbúðalána þar sem hlutfallslega meira er til staðar af óverðtryggðum lánum. Það er spurning hvað gerist þegar vextir hækka. Nú má sjá fyrstu merki þess að heimilin auki töku verðtryggðra lána að nýju og má búast við framhaldi á þeirri þróun á næstu misserum.

Útlán innlánastofnana aukast milli ára

Hrein ný útlán, þ.e. útlán innlánsstofnana að frádregnum upp- og umframgreiðslum, jukust um 8% á milli ára á föstu verðlagi í júlí. Hrein ný útlán námu 57,1 ma.kr. en hrein ný útlán innlánastofnana hafa mælst heldur há það sem af er þessu ári og met var t.a.m. slegið í maí.

Hrein ný útlán innlánastofnana nema tæplega 350 mö.kr. það sem af er árinu. Útlán innlánastofnana á undanförnum mánuðum eru enn frekari staðfesting þess að mikill kraftur er í hagkerfinu en sem dæmi var met slegið í hreinum nýjum útlánum í maí, þegar þau námu tæplega 70 mö.kr.

Fyrirtækin taka fram úr heimilunum

Rúmur helmingur hreinna nýrra útlána fer nú til atvinnufyrirtækja. Af þessum 57,1 ma.kr. fóru 29,5 ma.kr. til atvinnufyrirtækja, eða 52% af nettó nýjum útlánum, og 37% til heimila. Þetta er mikil breyting frá fyrri árum. Útlán til heimilanna að frádregnum upp- og umframgreiðslum námu 21,2 mö.kr. í júlí í ár en til samanburðar námu þau 39,4 mö.kr. í júlí árið 2020 sem er talsverð breyting.

Stærstur hluti útlána til fyrirtækja eru til þjónustugeirans. Það sem af er ári hafa ný útlán að frádregnum uppgreiðslum numið 83 mö.kr. til þjónustufyrirtækja en til samanburðar voru hrein ný útlán til þeirra allt árið í fyrra einungis 3 ma.kr. Af þessum 83 mö.kr. hafa fasteignafélög verið skráð fyrir 47% nýrra útlána sem af er árinu.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Hagfræðideildar Landsbankans hf. (hagfraedideild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsmanna Hagfræðideildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara. Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti. Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Hagfræðideild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Flutningaskip við Vestmannaeyjar
7. maí 2025
Stór hluti íslensks vöruútflutnings til Bandaríkjanna undanþeginn tollum
Ætla má að um þriðjungur íslenskra vara sem fluttar eru frá Íslandi til Bandaríkjanna sé undanþeginn þeim tollum sem nú eru í gildi, til dæmis lyf og flestar lækningavörur. Óvissa um framvindu mála í alþjóðaviðskiptum getur samt ein og sér leitt til þess að fyrirtæki halda að sér höndum og ráðast síður í nýjar fjárfestingar. Á síðasta ári fór um 12% af vöruútflutningi Íslands til Bandaríkjanna.
Dollarar og Evrur
5. maí 2025
Vikubyrjun 5. maí 2025
Í apríl jókst verðbólga úr 3,8% í 4,2%, nokkuð umfram okkar spá um 4,0% verðbólgu. Velta samkvæmt VSK-skýrslum jókst á milli ára í flestum atvinnugreinum á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Á fyrsta ársfjórðungi mældist hagvöxtur á evrusvæðinu en samdráttur í Bandaríkjunum. Í þessari viku er vaxtaákvörðun í Bandaríkjunum og einnig í Bretlandi.
2. maí 2025
Mánaðamót 2. maí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Fasteignir
2. maí 2025
Leiguverð á hraðari uppleið en kaupverð undanfarið
Ör fólksfjölgun og hækkun húsnæðisverðs hefur aukið eftirspurn eftir leiguíbúðum. Stærstur hluti Airbnb-íbúða er nú leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu. Frumvarp um hert skilyrði um skammtímaleigu hefur verið sett í samráðsgátt. Hömlur á skammtímaleigu gætu aukið framboð leiguíbúða og jafnvel söluframboð. 
29. apríl 2025
Verðbólga yfir væntingum og mælist 4,2%
Verðbólga mældist 4,2% í apríl og hækkaði úr 3,8% frá því í mars. Verðbólga var umfram okkar spá, einkum vegna þess að reiknuð húsaleiga og verð á matvörum hækkaði meira en við bjuggumst við.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
28. apríl 2025
Versnandi efnahagshorfur í heiminum að mati AGS
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) birti nýja efnahagsspá um páskana. Hagvaxtarhorfur í heiminum hafa verið færðar niður og AGS telur að spenna í alþjóðaviðskiptum og veruleg óvissa komi til með að draga úr umsvifum í heimshagkerfinu.
USD
28. apríl 2025
Vikubyrjun 28. apríl 2025
Hagstofan birtir verðbólgutölur fyrir aprílmánuð á morgun og við búumst við að verðbólga hækki tímabundið upp í 4%. Í vikunni fáum við fyrstu uppgjör fyrir fyrsta ársfjórðung og fyrsta mat á hagvexti í Bandaríkjunum og á evrusvæðinu á fyrsta ársfjórðungi.
Íbúðir
23. apríl 2025
Horfur á hófstilltum hækkunum á íbúðaverði
Við teljum horfur á tiltölulega hófstilltum verðhækkunum á íbúðamarkaði næstu árin, 5,9% hækkun á þessu ári, 4,8% hækkun á næsta ári og 6,4% hækkun árið 2027. Til samanburðar hefur íbúðaverð hækkað um 9% á ári að jafnaði frá aldamótum, og að meðaltali um 13% á ári frá árinu 2021. 
Greiðsla
22. apríl 2025
Vikubyrjun 22. apríl 2025
Leiguverð hefur hækkað um 11,3% á síðustu tólf mánuðum, þó nokkuð meira en íbúðaverð sem hefur hækkað um 8% á sama tímabili. Hækkanir á íbúða- og leigumarkaði eru þó nokkuð umfram almennar verðhækkanir í landinu, en verðbólga mældist 3,8% í mars. Áfram er kraftur í innlendri neyslu, greiðslukortavelta heimila hefur aukist statt og stöðugt síðustu mánuði og var 1,8% meiri í mars síðastliðnum en í mars í fyrra.  
Gönguleið
16. apríl 2025
Óljósar horfur í ferðaþjónustu vegna sviptinga í alþjóðasamskiptum
Sviptingar í alþjóðaviðskiptum gætu haft margvísleg áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Tollar gætu rýrt kaupmátt Bandaríkjamanna og haft áhrif á komur þeirra hingað til lands. Auk þess eru merki um að áhugi Evrópubúa á að heimsækja Bandaríkin fari dvínandi, sem gæti haft áhrif hingað heim, enda hafa Evrópubúar gjarnan komið við á Íslandi á leið sinni vestur um haf. Í nýrri hagspá gerum við ráð fyrir samdrætti í ferðaþjónustu á þessu ári, en að hún taki aftur við sér á næstu tveimur árum.