Verð­bólg­an stöðv­ar langt tíma­bil kaup­mátt­ar­aukn­ing­ar

Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli apríl og maí. Verðbólga í maí 2022 mældist 7,6% en árshækkun launavísitölunnar var 8,6% þannig að kaupmáttur launa jókst um 0,9% milli maímánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttur í maí var engu að síður 1,5% lægri en hann var í janúar 2022.
Smiður
1. júlí 2022 - Hagfræðideild

Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli apríl og maí. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,6% sem er mun hærri árstaktur en var fyrstu mánuði ársins.

Verðbólga í maí 2022 mældist 7,6% sem er mesta verðbólga sem hefur mælst síðan 2010. Árshækkun launavísitölunnar var hins vegar 8,6% þannig að kaupmáttur launa jókst um 0,9% milli maímánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttur í maí var engu að síður 1,5% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni, þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Verðbólga er áfram mikil og samkvæmt síðustu mælingu er ársverðbólgan nú 8,8%. Það er því næsta víst að mjög löngu tímabili hækkandi kaupmáttar sé nú lokið.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum milli 1. ársfjórðungs 2021 og 2022 sést að laun hafa hækkað eilítið meira á opinbera markaðnum en þeim almenna. Launin hækkuðu um 7,0% á almenna markaðnum á þessum tíma og um 7,5% á þeim opinbera, þar af 7,4% hjá ríkinu og 7,5% hjá sveitarfélögunum.

Tvær starfsstéttir skera sig nokkuð úr ef litið er til launabreytinga milli 1. ársfjórðungs 2021 og 2022. Laun verkafólks hafa hækkað mest, um 9,1%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 7,9%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna.

Eitt meginmarkmið gildandi kjarasamninga er að lægri laun myndu hækka meira en laun tekjuhærri hópa. Hlutfallsleg hækkun lægri launa ætti því að vera meiri en þeirra hærri.

Verkafólk og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk sker sig nokkuð úr. Laun þessara hópa hafa hækkað í kringum 30%, 30,8% hjá verkafólki og 29,6% hjá þjónustu-, sölu og afgreiðslufólki. Að þessu leyti virðast markmið samningsins hafa náðst þar sem þessir hópar hækka umtalsvert meira en aðrir.

Á lægri endanum hafa laun stjórnenda hækkað minnst, um 16,1%, og laun sérfræðinga næst minnst, um 18,1%. Þetta eru að öllu jöfnu tekjuhærri hópar þannig að laun þeirra ættu að hækka minna sé miðað við ákvæði samningsins.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verðbólgan stöðvar langt tímabil kaupmáttaraukningar

Þú gætir einnig haft áhuga á
9. maí 2023

Hætt við að aðhaldið dugi skammt gegn verðbólgu

Ekki er gert ráð fyrir að það takist að lækka skuldahlutfall ríkissjóðs fyrr en árið 2028 og þá aðeins örlítið, samkvæmt nýrri ríkisfjármálaáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í apríl. Þá er áætlaður hægur afkomubati og að ríkissjóður verði rekinn með halla til ársins 2028. Það er eðlilegt að staldra við þegar ríkissjóður er rekinn með viðvarandi halla í efnahagsuppsveiflu, en á sama tíma ber að taka tillit til þess að viðsnúningur eftir faraldurinn taki einhvern tíma. 
Háþrýstiþvottur
8. maí 2023

Vikubyrjun 8. maí 2023

Heildarlaun fólks í fullu starfi voru að meðaltali 871 þúsund króna í fyrra. Jafn stórt hlutfall karla og kvenna voru með laun á bilinu 800 til 850 þúsund krónur á mánuði. Ef litið er til dreifingar á heildarlaunum eftir kyni sést að karlar eru í meirihluta á efri launastigum og konur á þeim lægri.
5. maí 2023

Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf

Meðfylgjandi er nýjasta mánaðarlega yfirlit Hagfræðideildar um sértryggð skuldabréf.
2. maí 2023

Laun hækka um tæpt prósent og kaupmáttur mjakast upp á við

Launavísitalan hækkaði um 0,9% milli mánaða í mars, meira en síðustu tvo mánuði þar á undan. Hækkunin skýrist væntanlega aðallega af því að kjarasamningsbundnar launahækkanir Eflingarfélaga á almennum vinnumarkaði áttu sér stað í marsmánuði, en félagið samdi seinna en flest önnur félög á almenna markaðnum. Vegna hækkunarinnar eykst kaupmáttur lítillega milli mánaða. Sé horft á 12 mánaða breytingu kaupmáttar dregst hann þó saman um 0,3%.
Flugvöllur, Leifsstöð
2. maí 2023

Vikubyrjun 2. maí 2023

Framboð á flugi til landsins næstu mánuði er talsvert meira en á sama tíma í fyrra og árið þar áður. Það er um 92% af því sem það var á metárinu 2018 þegar 2,3 milljónir ferðamanna komu til landsins. Þetta gefur nokkuð góð fyrirheit um ferðamannasumarið.
Íbúðir
28. apríl 2023

Mesta hækkun íbúðaverðs síðan í júní

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,5% milli mánaða í mars. Hún hækkaði annan mánuðinn í röð eftir þriggja mánaða samfellda lækkun þar á undan. Ljóst er að enn er líf á íbúðamarkaði, þrátt fyrir snarpar vaxtahækkanir og verðbólga hjaðnar hægar en við gerðum ráð fyrir. Kaupsamningum fjölgaði bæði í febrúar og mars og alls voru 485 kaupsamningar undirritaðir á höfuðborgarsvæðinu í mars.  
Epli
27. apríl 2023

Ársverðbólgan úr 9,8% í 9,9%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,31% milli mánaða í apríl og við það hækkaði ársverðbólgan úr 9,8% í 9,9%. Verð á bílum lækkaði minna en við gerðum ráð fyrir og íbúðaverð lætur finna fyrir sér aftur.
Maður á ísjaka
24. apríl 2023

Vikubyrjun 24. apríl 2023

Hagvöxtur hér á landi verður 3,2% á þessu ári, samkvæmt nýútgefinni þjóðhags- og verðbólguspá okkar. Þrálát verðbólga, langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, og hækkandi vaxtastig setja þó svip sinn á efnahagsumhverfið.
Landslag
24. apríl 2023

Þjóðhags- og verðbólguspá 2023-2025: Hægari taktur eftir hraðan viðsnúning

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að hægja muni á hagkerfinu á næstu árum þó áfram megi búast við hagvexti. Verðbólga fari hægt hjaðnandi og vextir haldi áfram að hækka.
19. apríl 2023

Spáum að verðbólga lækki í 9,5% í apríl

Hagstofan birtir aprílmælingu vísitölu neysluverðs fimmtudaginn 27. apríl næstkomandi. Við spáum því að vísitalan hækki um 1% milli mánaða og að ársverðbólgan lækki úr 9,8% í 9,5%. Spá okkar til næstu mánaða gerir ráð fyrir að verðbólga lækki, þótt það gerist hægt, og fari niður fyrir 8% í júlí.
Vefkökur

Með því að smella á “Leyfa allar” samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur