Verð­bólg­an stöðv­ar langt tíma­bil kaup­mátt­ar­aukn­ing­ar

Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli apríl og maí. Verðbólga í maí 2022 mældist 7,6% en árshækkun launavísitölunnar var 8,6% þannig að kaupmáttur launa jókst um 0,9% milli maímánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttur í maí var engu að síður 1,5% lægri en hann var í janúar 2022.
Smiður
1. júlí 2022 - Hagfræðideild

Launavísitalan hækkaði um 0,4% milli apríl og maí. Síðustu 12 mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,6% sem er mun hærri árstaktur en var fyrstu mánuði ársins.

Verðbólga í maí 2022 mældist 7,6% sem er mesta verðbólga sem hefur mælst síðan 2010. Árshækkun launavísitölunnar var hins vegar 8,6% þannig að kaupmáttur launa jókst um 0,9% milli maímánaða 2021 og 2022, þrátt fyrir óvenju mikla verðbólgu. Kaupmáttur í maí var engu að síður 1,5% lægri en hann var í janúar 2022, en þá var kaupmáttur sá mesti í sögunni, þannig að mikil verðbólga síðustu mánaða hefur minnkað kaupmátt töluvert. Verðbólga er áfram mikil og samkvæmt síðustu mælingu er ársverðbólgan nú 8,8%. Það er því næsta víst að mjög löngu tímabili hækkandi kaupmáttar sé nú lokið.

Sé litið á launabreytingar hjá stóru hópunum á vinnumarkaðnum milli 1. ársfjórðungs 2021 og 2022 sést að laun hafa hækkað eilítið meira á opinbera markaðnum en þeim almenna. Launin hækkuðu um 7,0% á almenna markaðnum á þessum tíma og um 7,5% á þeim opinbera, þar af 7,4% hjá ríkinu og 7,5% hjá sveitarfélögunum.

Tvær starfsstéttir skera sig nokkuð úr ef litið er til launabreytinga milli 1. ársfjórðungs 2021 og 2022. Laun verkafólks hafa hækkað mest, um 9,1%, og laun þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólks næst mest, um 7,9%. Laun annarra starfsstétta hafa hækkað í kringum 6%. Á þessu tímabili hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2% þannig að kaupmáttur hafði annaðhvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópanna.

Eitt meginmarkmið gildandi kjarasamninga er að lægri laun myndu hækka meira en laun tekjuhærri hópa. Hlutfallsleg hækkun lægri launa ætti því að vera meiri en þeirra hærri.

Verkafólk og þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólk sker sig nokkuð úr. Laun þessara hópa hafa hækkað í kringum 30%, 30,8% hjá verkafólki og 29,6% hjá þjónustu-, sölu og afgreiðslufólki. Að þessu leyti virðast markmið samningsins hafa náðst þar sem þessir hópar hækka umtalsvert meira en aðrir.

Á lægri endanum hafa laun stjórnenda hækkað minnst, um 16,1%, og laun sérfræðinga næst minnst, um 18,1%. Þetta eru að öllu jöfnu tekjuhærri hópar þannig að laun þeirra ættu að hækka minna sé miðað við ákvæði samningsins.

Lesa Hagsjána í heild

Hagsjá: Verðbólgan stöðvar langt tímabil kaupmáttaraukningar

Þú gætir einnig haft áhuga á
3. okt. 2023
Mánaðaryfirlit yfir sértryggð skuldabréf - september 2023
Meðfylgjandi er mánaðarlegt yfirlit um sértryggð skuldabréf.
2. okt. 2023
Vikubyrjun 2. október 2023
Verðbólgan mældist 8,0% í september, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í síðustu viku. Peningastefnunefnd kemur saman í dag og birtir stýrivaxtaákvörðun á miðvikudaginn. Við spáum því að nefndin hækki stýrivexti um 0,5 prósentustig.
29. sept. 2023
Spáum 0,5 prósentustiga stýrivaxtahækkun
Við spáum því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%.
Fjölbýlishús
28. sept. 2023
Ársverðbólga eykst úr 7,7% í 8,0%
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,35% milli mánaða í september og við það jókst ársverðbólga úr 7,7% í 8,0%. Flugfargjöld til útlanda lækkuðu mun minna en við bjuggumst við en að öðru leyti var mælingin nokkurn veginn í takt við okkar spá. Framlag þjónustu og húsnæðis til ársverðbólgu jókst á hlut annarra liða. Við gerum enn ráð fyrir að verðbólga hjaðni næstu mánuði.
Byggingakrani og fjölbýlishús
25. sept. 2023
Vikubyrjun 25. september 2023
Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst, samkvæmt gögnum sem HMS birti í síðustu viku. Vísitalan lækkaði þó nokkuð í júní og júlí og hækkunin kom því nokkuð á óvart. Í næstu viku ber hæst birting Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs á fimmtudag.
Fasteignir
20. sept. 2023
Vísitala íbúðaverðs hækkar lítillega og verðbólguspáin með
Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,7% milli mánaða í ágúst. Árshækkun vísitölunnar fór úr 0,8% í 2,0%. Undirritaðir kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu voru 9,6% færri í júlí en í sama mánuði í fyrra. Vísitalan er hærri en við gerðum ráð fyrir við gerð verðbólguspár fyrir septembermánuð og því færum við hana upp og spáum 7,8% ársverðbólgu í stað 7,7%.
Flugvöllur, Leifsstöð
18. sept. 2023
Aukinn þjónustuútflutningur skýrist allur af vexti ferðaþjónustu
Um 282 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í ágúst. Ef sumarmánuðirnir eru teknir saman hafa aðeins einu sinni komið fleiri ferðamenn að sumri, árið 2018. Samkvæmt nýjustu þjóðhagsreikningum Hagstofunnar jókst þjónustuútflutningur á fyrstu tveimur fjórðungum ársins um 21%, og má rekja allan þann vöxt til ferðaþjónustunnar.
Hverasvæði
18. sept. 2023
Vikubyrjun 18. september 2023
Í síðustu viku komu tölur um brottfarir frá Leifsstöð, skráð atvinnuleysi og veltu greiðslukorta. Í þessari viku ber hæst vísitala íbúðaverðs, sem kemur á þriðjudag, og yfirlýsing fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands, sem gefin verður út á miðvikudaginn.
Símagreiðsla
15. sept. 2023
Frekari merki um hægari takt
Nýjar kortaveltutölur bera með sér frekari vísbendingar um að verulega sé að hægja á innlendri eftirspurn. Heildarkortavelta íslenskra heimila dróst saman um 3,4% milli ára í ágúst. Kortavelta Íslendinga innanlands var 4,3% minni en í ágúst í fyrra á föstu verðlagi og hefur nú dregist saman sex mánuði í röð. Erlendis jókst kortavelta Íslendinga um 0,7% á milli ára og kortaveltujöfnuður er jákvæður um 19,2 milljarða.
Flugvél
14. sept. 2023
Spáum 7,7% verðbólgu í september
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,07% milli mánaða í september og að ársverðbólga standi í stað og verði áfram 7,7%. Útsölulok hafa aftur mest áhrif til hækkunar milli mánaða í september samkvæmt spánni. Það sem helst dregur spána niður er árstíðabundin lækkun á flugfargjöldum til útlanda. Við gerum ráð fyrir að verðbólga lækki áfram næstu mánuði og verði 6,6% í desember.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur