Mest áhrif til hækkunar hafði kostnaður við að búa í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) sem hækkaði um 1,1% milli mánaða (áhrif á vísitölu: 0,18%), bensín og olíur sem hækkuðu um 1,9% milli mánaða (áhrif á vísitölu: 0,06%) og húsgögn og heimilisbúnaður sem hækkuðu um 0,9% (áhrif á vísitölu: 0,06%). Mest áhrif til lækkunar höfðu póstur og sími sem lækkaði um 1,4% (áhrif á vísitölu: -0,02%).
Vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkaði um 0,16% milli mánaða og mælist 3,0% verðbólga á þann mælikvarða. Verðbólga án húsnæðis lækkaði nokkuð hratt í sumar, en hún sló hæst í 4,8% í mars. Árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis er núna búinn að vera í kringum 3% í þrjá mánuði samfleytt.
Framlag húsnæðis til ársverðbólgu er nú 2,2%, en var 0,4% í nóvember á síðasta ári. Alls hefur framlag húsnæðis til ársverðbólgu aukist um 1,9 prósentustig á einu ári, en á þessu tímabili hefur framlag bæði innfluttra og innlendra vara lækkað. Hins vegar hefur framlag þjónustu hækkað lítillega.
Lesa Hagsjána í heild:
Hagsjá: Verðbólgan jókst í nóvember en minna en búist var við