Verð­bólga lækk­ar áfram og mæl­ist 5,1% í októ­ber

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28% á milli mánaða í október og verðbólga lækkar því úr 5,4% í 5,1%. Verð á mat og drykkjarvörum og flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif til hækkunar. Reiknuð leiga hækkaði mjög lítið á milli mánaða. Kílómetragjald á bensín- og olíubíla verður með í verðmælingum Hagstofunnar.
Fjölskylda við sumarbústað
30. október 2024

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,28% á milli mánaða í október og verðbólga hjaðnaði við það í 5,1%. Verðbólga lækkaði því í takt við okkar spá, en við spáðum 0,27% hækkun á milli mánaða og 5,1% verðbólgu. Breyting stakra undirliða var í nokkrum tilfellum þó nokkuð önnur en við höfðum spáð. Verðbólga án húsnæðis stóð í stað í 2,8% á milli mánaða.

Framlag reiknaðrar húsaleigu til ársverðbólgu lækkar töluvert í október

Reiknuð húsaleiga hækkaði aðeins um 0,1% á milli mánaða í október. Fyrir ári síðan hækkaði liðurinn um rétt rúmlega 2% og því hefur liðurinn töluverð áhrif til lækkunar á ársverðbólgu í mánuðinum. Alls lækkaði framlag reiknaðrar húsaleigu til ársverðbólgu um 0,4 prósentustig, þ.e. meira en lækkun ársverðbólgu á milli mánaða. Árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis var óbreytt í 2,8% á milli mánaða.

Svo lítil hækkun á reiknaðri húsaleigu kom okkur nokkuð á óvart, en við höfðum spáð 0,7% hækkun á milli mánaða. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað tvo mánuði í röð samkvæmt vísitölu leiguverðs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Sú vísitala mælir breytingar á leiguverði nýrra samninga, en Hagstofan mælir, með nokkurri einföldun, meðalleiguverð allra gildra samninga hvers mánaðar. Það má því ætla að þar sem algengt er að leigusamningar séu tengdir við vísitölu neysluverðs með tveggja mánaða töf hafi lítil hækkun á VNV í ágúst haft áhrif til lítillar hækkunar nú.

Helstu liðir vísitölunnar

  • Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,84% í október (+0,12% áhrif). Hækkunin skýrist að mestu leyti af verðhækkun á ávöxtum og kjöti. Verð á kjöti hækkar jafnan í október, en heilt á litið hækkaði verð á mat og drykkjarvörum minna en í fyrra og hefur því áhrif til lækkunar ársverðbólgu í október.
  • Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 6,6% (+0,12% áhrif) í október. Flugfargjöld hækka jafnan á milli mánaða í október. Hækkunin var þó nokkuð meiri en við spáðum. Verð á flugfargjöldum lækkaði minna en við spáðum í síðasta mánuði en þessi liður sveiflast töluvert á milli mánaða.
  • Reiknuð leiga hækkaði lítið í mánuðinum, eða um 0,1% (+0,02% áhrif). Þar sem liðurinn hækkaði töluvert mikið fyrir ári hefur hann mest áhrif til lækkunar á ársverðbólgu.
  • Verð á ökutækjum lækkaði um 0,7% í mánuðinum (-0,04% áhrif).
  • Húsgögn og heimilisbúnaður lækkuðu í verði um 0,9% (-0,05%).

Matarkarfan og flugfargjöld til útlanda höfðu mest áhrif til hækkunar í mánuðinum

Nokkrir liðir komu á óvart í októbermælingunni auk reiknaðra húsaleigu. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,84% á milli mánaða, en við höfðum spáð 0,2% hækkun. Þessi hækkun skýrist að mestu af hækkun á verði ávaxta, en einnig af hækkun á kjöti. Í ágúst og september lækkaði verð á matarkörfunni á milli mánaða sem hafði ekki gerst síðan um mitt ár 2021. Hækkunin nú er þó minni en fyrir ári síðan og hefur liðurinn áhrif til lækkunar á ársverðbólgu.

Almennt má sjá nokkuð skýra árstíðarsveiflu á flugfargjöldum til útlanda. Þau eru hæst í júlí, lækka svo með haustinu og hækka svo aftur fyrir jól og páska. Flugfargjöld lækkuðu um 16,5% í september, nokkuð umfram okkar spá og hækkuðu um 6,6% nú í október, nokkuð meira en við spáðum. Það er nú um 4,6% dýrara að fljúga til útlanda en í október í fyrra.

Væntum áframhaldandi hjöðnunar næstu 3 mánuði

Hagstofan hefur nú gefið það út að kílómetragjaldið muni koma inn í mælingar VNV. Rökin eru þau að gjaldið er háð notkun á vegum, þ.e. greitt í réttu hlutfalli við akstur, og því litið á það sem veggjald. Kílómetragjaldið myndi því hafa áhrif til hækkunar á VNV, en á sama tíma falla niður bensín- og olíugjöld. Heildaráhrifin á vísitöluna eru óljós, þar sem endanleg útfærsla á vogum liggur t.d. ekki fyrir. Spár okkar um verðbólgu hafa gert ráð fyrir kílómetragjaldi í mælingum og breytast því lítið við þessar fréttir.

Við gerum ráð fyrir að vísitalan lækki um 0,19% í nóvember, hækki um 0,28% í desember og lækki síðan um 0,47% í janúar á næsta ári. Gangi spáin eftir verður ársverðbólga 4,5% í nóvember, 4,3% í desember og 4,0% í janúar á næsta ári. Spáin er aðeins lægri en verðbólguspáin sem við birtum í síðustu verðkönnunarviku. Munurinn skýrist aðallega af lægri spá um reiknaða húsaleigu næstu mánuði.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Ferðamenn á jökli
12. des. 2024
Aldrei fleiri ferðamenn í nóvembermánuði
Um 162.000 ferðamenn komu til landsins í nóvember, samkvæmt talningu ferðamálastofu. Ferðamenn voru 9,3% fleiri en á sama tíma í fyrra og hafa aldrei verið fleiri í nóvembermánuði. Gagnavandamál voru áberandi í ár og tölur um fjölda ferðamanna, erlenda kortaveltu og gistinætur útlendinga hafa allar verið endurskoðaðar á árinu.
Flugvél
9. des. 2024
Spáum 4,7% verðbólgu í desember
Við spáum því að vísitala neysluverðs hækki um 0,35% á milli mánaða í desember og að verðbólga hjaðni úr 4,8% í 4,7%. Flugfargjöld til útlanda og húsnæðisliðurinn hafa mest áhrif til hækkunar í mánuðinum. Við eigum von á áframhaldandi hjöðnun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 3,9% í mars á næsta ári.
9. des. 2024
Vikubyrjun 9. desember 2024
Í vikunni fáum við tölur um fjölda ferðamanna sem komu hingað til lands í nóvember og skráð atvinnuleysi í október. Í síðustu viku birti Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd á þriðja ársfjórðungi þar sem í ljós kom að minni afgangur var en á sama tíma í fyrra. Seðlabankinn birti einnig fundargerð peningastefnunefndar sem sýnir að allir nefndarmenn voru sammála um að lækka vexti um 0,5 prósentustig í síðasta mánuði.
Flutningaskip
5. des. 2024
Afgangur á 3. ársfjórðungi, en að öllum líkindum halli á árinu
Afgangur mældist á viðskiptum við útlönd á þriðja ársfjórðungi. Það var halli á vöruskiptum, frumþáttatekjum og rekstrarframlögum, sem afgangur á þjónustuviðskiptum náði þó að vega upp, enda háannatími ferðaþjónustu. Það sem af er ári mælist samt það mikill halli að nær öruggt er að það mælist halli á árinu í heild.
3. des. 2024
Fréttabréf Greiningardeildar 3. desember 2024
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Sendibifreið og gámar
2. des. 2024
Vikubyrjun 2. desember 2024
Í síðustu viku bárust upplýsingar um að verðbólga hefði lækkaði úr 5,1% niður í 4,5% í nóvember og að landsframleiðslan hefði dregist saman um 0,5% að raunvirði á milli ára á þriðja ársfjórðungi. Í vikunni birtir Seðlabankinn tölur um viðskiptajöfnuð við útlönd, fundargerð peningastefnunefndar og yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar.
Lyftari í vöruhúsi
29. nóv. 2024
0,5% samdráttur á þriðja ársfjórðungi
Hagkerfið dróst saman á milli ára á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt nýbirtum þjóðhagsreikningum Hagstofunnar. Verri afkoma þjónustuviðskipta við útlönd skýrir að stórum hluta samdráttinn á fjórðungnum. Innlend eftirspurn jókst um 0,8% milli ára og samneysla og aukin fjármunamyndun vógu þyngst til hækkunar.
29. nóv. 2024
Merki um minna framboð leiguhúsnæðis 
Skammtímaleiga í gegnum Airbnb hefur stóraukist eftir faraldurinn og framboð á íbúðum til langtímaleigu virðist hafa minnkað á móti. Þessi þróun gæti hafa átt þátt í að þrýsta upp leiguverðinu. Stærstur hluti Airbnb-íbúðanna er leigður út af leigusölum með fleiri en tvær íbúðir í útleigu.
28. nóv. 2024
Verðbólga yfir væntingum í nóvember
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,09% á milli mánaða í nóvember, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 5,1% í 4,8%, eða um 0,3 prósentustig. Reiknuð húsaleiga hafði mest áhrif til hækkunar vísitölunnar og flugfargjöld til útlanda mest áhrif til lækkunar.
Hús í Reykjavík
26. nóv. 2024
Rólegri taktur á íbúðamarkaði?
Nýjustu gögn af íbúðamarkaði benda til þess að lítillega hafi dregið úr eftirspurn. Grindavíkuráhrifin eru líklega tekin að fjara út og hugsanlega heldur fólk að sér höndum nú þegar vaxtalækkunarferlið er nýhafið og loks glittir í ódýrari fjármögnun. Verðið gæti tekið hratt við sér þegar vextir lækka af meiri alvöru.
Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur