Vefkökur

Með því að smella á „Leyfa allar“ samþykkir þú notkun á vefkökum til þess að auka virkni vefsins, greina vefnotkun og aðstoða við markaðssetningu.

Nánar um vefkökur

Verð­bólga hjaðn­ar í 4,2%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Ársverðbólga lækkar því úr 4,6% í 4,2%. Við eigum enn von á að verðbólga hjaðni næstu mánuði, þó það hægi á lækkunartaktinum, og mælist 3,8% í maí.
Epli
27. febrúar 2025

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,91% á milli mánaða í febrúar og verðbólga lækkaði úr 4,6% í 4,2%, aðeins umfram okkar spá. Það sem kom helst á óvart í mælingunni var að verð á mat og drykkjarvörum hækkaði meira og útsölur á fötum og skóm gengu minna til baka en við spáðum. Ársverðbólga án húsnæðis lækkaði líka á milli mánaða eftir hækkun í síðasta mánuði og lækkar úr 3,0% í 2,7% nú í febrúar.  

Innfluttar vörur og opinber þjónusta skýra lækkun verðbólgu í febrúar

Mikil lækkun á framlagi innfluttra vara til ársverðbólgu í febrúar skýrist að hluta til af því að janúarútsölur á fötum og skóm gengu minna til baka í febrúar í ár en í fyrra. Alla jafna ganga janúarútsölur til baka bæði í febrúar og mars, en misjafnt er á milli ára hvernig sú hækkun skiptist. Útsölurnar í janúar skiluðu tæplega 7% lækkun á fötum og skóm þann mánuðinn og gerðum við ráð fyrir 5% hækkun í febrúar og 2% hækkun í mars. Úr því að liðurinn hækkaði aftur á móti aðeins um 2% í febrúar gerum við nú ráð fyrir 5% hækkun í mars.

Framlag opinberrar þjónustu til lækkunar skýrist af töluvert minni gjaldskrárhækkunum sveitarfélaganna á sorphirðu, köldu vatni og holræsagjöldum í ár en í fyrra. Samanlagt skiluðu gjaldskrárhækkanir 1,8% hækkun í febrúar nú, en rúmlega 11% hækkun í febrúar í fyrra.

Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,1% í febrúar sem var nokkuð umfram okkar spá. Hækkunin skýrist að mestu leyti af hækkun á verði á kjöti sem hækkaði um tæplega 2% í febrúar. Verðhækkun á brauði, grænmeti og sælgæti hafði einnig nokkur áhrif til hækkunar en heilt á litið voru verðhækkanir á mat nokkuð jafnar yfir ólíkar matvörur, fyrir utan verð á ávöxtum sem hafði áhrif til lækkunar í mánuðinum.

Samsetning ársverðbólgu breyttist aðeins á milli mánaða. Framlag vöruverðs lækkar töluvert á milli mánaða vegna þess að útsölurnar gengu minna til baka. Framlag innfluttra vara skýrir þá lækkun, því framlag innlendra vara hækkaði í febrúar. Verðbólga án húsnæðis lækkar úr 3,0% í 2,7% og hefur í raun lítið breyst frá því í september.

Helstu liðir vísitölunnar:

  • Útsölur á húsgögnum og heimilisbúnaði gengu alveg til baka í febrúar og gott betur því liðurinn hækkaði um 5,6% í febrúar (0,26% áhrif).
  • Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði töluvert, eða um 1,1% á milli mánaða (0,17% áhrif), nokkuð umfram okkar spá um 0,7%.
  • Reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,4% á milli mánaða (0,08% áhrif), en við spáðum 0,5% hækkun.  
  • Föt og skór hækkuðu um rúmlega 2% á milli mánaða (0,07% áhrif). Við höfðum spáð 5% hækkun, en gerum nú ráð fyrir 5% hækkun í mars og að þar með hafi útsölurnar gengið alveg til baka.
  • Flugfargjöld til útlanda hækkuðu um 2,2% á milli mánaða (0,04% áhrif). Þetta var aðeins minni hækkun en við gerðum ráð fyrir og hefur lítil áhrif í febrúar.
  • Verð á bensíni hækkaði um 0,8% (+0,03% áhrif). Hækkunin var í takt við okkar spá um 0,6% hækkun.

Horfur á 3,8% verðbólgu í maí

Við gerum nú ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,53% í mars, um 0,72% í apríl og 0,31% í maí. Gangi spáin eftir verður ársverðbólga 3,9% í mars, hækkar í 4,1% í apríl en lækkar í 3,8% í maí. Spáin er ekki mikið breytt frá síðustu spá. Hækkun á milli mánaða í apríl skýrist að mestu af áhrifum páskanna á flugfargjöld til útlanda. Fyrstu dagar páskanna í fyrra voru í mars og áhrif þeirra á flugfargjöld komu fram bæði í mars og apríl. Nú eru páskarnir seint í apríl og gerum við því ráð fyrir að áhrif á hækkun flugfargjalda komi að öllu leyti fram þá.

Fyrirvari
Innihald og form þessarar greiningar er unnið af starfsfólki Greiningardeildar Landsbankans hf. (greiningardeild@landsbankinn.is) og byggist á aðgengilegum opinberum upplýsingum á þeim tíma sem greiningin var unnin. Mat á þeim upplýsingum endurspeglar skoðanir starfsfólks Greiningardeildar Landsbankans á þeim degi þegar greiningin er dagsett, en þær geta breyst án fyrirvara.

Landsbankinn hf. og starfsfólk hans taka ekki ábyrgð á viðskiptum sem byggð eru á þeim upplýsingum og skoðunum sem hér eru settar fram, enda eru þær ekki veittar sem persónuleg ráðgjöf fyrir einstök viðskipti.

Bent skal á að Landsbankinn hf. getur á hverjum tíma haft beinna eða óbeinna hagsmuna að gæta, ýmist sjálfur, dótturfélög hans eða fyrir hönd viðskiptavina, s.s. sem fjárfestir, lánardrottinn eða þjónustuaðili. Greiningar eru engu að síður unnar sjálfstætt af Greiningardeild Landsbankans og innan Landsbankans eru í gildi reglur um aðskilnað starfssviða sem eru aðgengilegar á vef bankans.
Þú gætir einnig haft áhuga á
Háþrýstiþvottur
14. júlí 2025
Vikubyrjun 14. júlí 2025
Erlendum ferðamönnum fjölgaði um 10,1% á milli ára í júní, en það sem af er ári hafa þeir verið álíka margir og á sama tíma í fyrra. Atvinnuleysi jókst um 0,3 prósentustig á milli ára í júní, sem er svipuð aukning og hefur verið síðustu mánuði. Við birtum verðbólguspá í vikunni og teljum að verðbólga hjaðni úr 4,2% í 4,0%. Í þessari viku birtir HMS vísitölu íbúðaverðs, vísitölu leiguverðs og mánaðarskýrslu.
10. júlí 2025
Spáum 4% verðbólgu í júlí
Við spáum því að verðbólga minnki lítillega í júlí og mælist 4,0%. Eins og almennt í júlímánuði má búast við að sumarútsölur og breytingar á flugfargjöldum hafi mest áhrif á vísitölu neysluverðs. Við teljum ekki horfur á að verðbólga þokist nær verðbólgumarkmiði á árinu og spáum 4,2% verðbólgu í lok árs.
Fjölbýlishús
9. júlí 2025
Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum 
Íbúðaverð á Íslandi hefur hækkað langtum meira en laun og almennt verðlag frá aldamótum. Greiðslubyrði af meðalláni hélst tiltölulega stöðug til ársins 2021 þegar hún tók að hækka skarpt, sérstaklega greiðslubyrði af óverðtryggðum lánum.   
Hús í Reykjavík
7. júlí 2025
Matur og húsnæði helstu drifkraftar verðbólgu
Hækkandi matvöruverð og húsnæðiskostnaður eru þeir þættir sem eiga stærstan þátt í því að viðhalda verðbólgu á Íslandi um þessar mundir. Verðbólga mældist 4,2% í júní, nokkuð umfram spár. Ef matvara og húsnæði væru ekki hluti af vísitölu neysluverðs hefði verðbólga verið undir markmiði Seðlabankans frá því í ágúst í fyrra. Þættir á borð við sterkari krónu og lækkandi olíuverð hafa líkast til haldið aftur af verðhækkunum á ýmsum vörum upp á síðkastið, en á móti hefur þjónustuverð hækkað.
Bakarí
7. júlí 2025
Vikubyrjun 7. júlí 2025
Hagstofa Íslands spáir 2,2% hagvexti á yfirstandandi ári, samkvæmt hagspá sem birt var á föstudaginn. Hagvaxtarhorfur hafa verið færðar upp frá marsspánni þegar gert var ráð fyrir 1,8% hagvexti á árinu. Hagstofan spáir lítillega auknu atvinnuleysi næstu misserin, en Vinnumálastofnun birtir atvinnuleysistölur fyrir júnímánuð síðar í þessari viku.
1. júlí 2025
Mánaðamót 1. júlí 2025
Mánaðarlegt fréttabréf frá Greiningardeild um nýjustu hagtölur og stöðu og horfur í efnahagsmálum.
Flugvél á flugvelli
30. júní 2025
Vikubyrjun 30. júní 2025
Verðbólga jókst úr 3,8% og mældist 4,2% í júní. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum þrýstingi á innfluttum vörum en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu. Þá jókst velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum um 1,5% að raunvirði í mars og apríl.
Paprika
27. júní 2025
Verðbólga umfram væntingar
Verðbólga mældist 4,2% í júní og jókst úr 3,8% frá því í maí. Verðlag hækkaði umfram spár, en við höfðum spáð 3,9% verðbólgu. Aukin verðbólga skýrist aðallega af auknum verðþrýstingi á innfluttum vörum, einkum fötum, skóm og tómstundarvörum, en einnig af hækkandi flugfargjöldum og verðhækkun á þjónustu.
Orlofshús á Íslandi
27. júní 2025
Viðskipti með sumarhús færast aftur í aukana
Sumarhúsum á Íslandi hefur fjölgað um 45% á síðustu 20 árum. Viðskipti með sumarhús færðust verulega í aukana á tímum faraldursins. Fyrst eftir faraldurinn hægðist um en nú virðist aftur hafa glaðnað yfir markaðnum.
Herðubreið
25. júní 2025
Áfram merki um viðnámsþrótt í hagkerfinu
Velta samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum jókst um 1,5% að raunvirði í mars og apríl og um 5,2% í janúar og febrúar, samkvæmt nýbirtum gögnum Hagstofunnar. Veltugögnin bera þess merki að hagkerfið standi vaxtastigið vel af sér sem er í takt við aukinn hagvöxt í byrjun árs. Það sem af er ári hefur velta aukist mest í sölu og viðhaldi á bílum en einnig má greina aukin umsvif í helstu útflutningsgreinunum: álframleiðslu, sjávarútvegi og ferðaþjónustu.