Verð sjávarafurða hækkar nú í fyrsta sinn eftir að faraldurinn hófst
Það sem skýrir helst þessa verðhækkun er mikil hækkun á verði uppsjávarfisks. Hún nam 11,7% frá fjórðungnum á undan og er þetta mesta hækkunin síðan á fyrsta fjórðungi 2016 en þá hækkaði verð á uppsjávarfiski um rúmlega 20%. Verð á botnfiski hækkaði einnig milli fjórðunga en mun minna, eða 0,5%. Þrátt fyrir þessa verðhækkun er verð sjávarafurða enn töluvert lægra en fyrir faraldur. Verðið nú á öðrum fjórðungi er 9,1% lægra en það var hæst áður en faraldurinn hófst, þ.e. á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs. Leita þarf aftur til fyrsta fjórðungs 2019 til að finna lægra verð, en verðið í dag er 0,3% hærra en þá.
Lesa Hagsjána í heild:
Hagsjá: Verð sjávarafurða hækkar nú í fyrsta sinn eftir að faraldurinn hófst